UEFA gæti gripið til sekta ef leikmenn halda áfram að færa drykki styrktaraðila Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júní 2021 21:58 Ronaldo er hér í þann mund að fara að færa kókið, sem hann er ekki hrifinn af. Liðin sem nú etja kappi á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu karla gætu átt yfir höfði sér sektir ef leikmenn þeirra halda áfram að færa og fela drykki frá styrktaraðilum mótsins á blaðamannafundum, líkt og Cristiano Ronaldo og fleiri hafa gert. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt. EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á mánudag vakti það mikla athygli þegar Cristiano Ronaldo, fyrirliði Evrópumeistara Portúgal og einn besti leikmaður heims, færði tvær Coca Cola-flöskur úr mynd á blaðamannafundi daginn áður en hans menn öttu kappi við Ungverjaland og unnu með þremur mörkum gegn engu. Ronaldo bætti um betur og þegar hann hafði fært kókflöskurnar hélt hann uppi vatnsflösku sem hann var með meðferðis og hvatti fólk til að drekka heldur vatn. Í kjölfarið tók markaðsvirði Coca Cola væna dýfu og lækkaði um fjóra milljarða Bandaríkjadala daginn eftir. Manuel Locatelli, leikmaður Ítalíu, lék þetta eftir á blaðamannafundi í gær. Degi eftir að Ronaldo færði kókflöskurnar átti sams konar atvik sér stað þegar Paul Pogba, miðjumaður Frakklands, var mættur til að sitja fyrir svörum á blaðamannafundi. Fyrir framan hann var flaska af Heineken-bjór, sem er annar styrktaraðili mótsins. Pogba tók flöskuna og færði hana undir borðið, þannig að hún var ekki í mynd. Pogba er múslimi og neytir ekki áfengis af trúarlegum ástæðum. Sekta ekki leikmenn Í yfirlýsingu frá Evrópska knattspyrnusambandinu, sem heldur mótið, kemur fram að liðin sem taka þátt í mótinu hafi verið minnt á að aðkoma stuðningsaðila geri sambandinu kleift að halda mótið og styðja ötullega við framþróun knattspyrnunnar í Evrópu, ekki síst á yngri stigum og í kvennafótbolta. Martin Kallen mótsstjóri hefur þá bent á að leikmenn séu samningsbundnir til að fylgja reglum mótsins, í gegnum knattspyrnusambönd þjóðanna sem þeir spila fyrir. Hann sagðist þó hafa ákveðinn skilning fyrir því sem Pogba gerði, enda væri það af trúarlegum ástæðum. Sambandið hefur nú imprað á skuldbindingum þátttökuþjóðanna og segir Kallen að mögulega verði gripið til refsinga ef athæfið heldur áfram. Knattspyrnusambandið mun þó ekki grípa til aðgerða með því að sekta leikmennina sjálfa, heldur aðeins knattspyrnusambönd þeirra. „Við munum alltaf gera þetta í gegnum viðkomandi knattspyrnusamband, sem gæti svo ákveðið að grípa til aðgerða gegn leikmönnum, sem er eitthvað sem við ætlum ekki að gera að svo stöddu,“ sagði Kallen og benti á knattspyrnusamböndin hefðu öll undirritað samninga við sambandið um að ákveðnum reglum í tengslum við styrktaraðila yrði fylgt.
EM 2020 í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál UEFA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira