Sergio Ramos brotnaði niður í kveðjuræðunni: Real dró tilboðið til baka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júní 2021 09:01 Sergio Ramos skoðar alla bikarana sem hann vann með Real Madrid. Getty/Helios de la Rubia Sergio Ramos kvaddi Real Madrid í sérstakri viðhöfn í gær og þar kom fram að kappinn ætlaði sér aldrei að yfirgefa félagið. Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021 Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira
Ramos brotnaði niður upp í pontu þegar hann hélt kveðjuræðu sína í sal á æfingasvæði spænska félagsins en meðal gesta voru forsetinn Florentino Perez, stjórnarmenn, starfsmenn félagsins og fjölskylda Ramos. Florentino Pérez: "Te damos las gracias por lo que has representado, por agigantar la leyenda de nuestro club y por haber contribuido a que el nombre del @RealMadrid sea aún más admirado en el mundo."#GraciasSergio | #RealMadrid pic.twitter.com/ni8bXaLnJv— Real Madrid C.F. (@realmadrid) June 17, 2021 Real Madrid hafði daginn áður gefið það út að hinn 35 ára gamli miðvörður væri á förum frá félaginu þegar samningur hans rennur út í lok þessa mánaðar. „Ég vildi aldrei fara frá Real Madrid. Ég vildi vera hér áfram. Á síðustu mánuðum þá bauð félagið mér eins árs samning á lægri launum. Ég vil samt taka það framar að peningarnir voru aldrei vandamál og forsetinn veit það,“ sagði Sergio Ramos. „Þetta snerist aldrei um peninga. Þeir buðu mér eins árs samning en ég vildi tveggja ára samning. Ég vildi ró og samfelldni fyrir mína fjölskyldu. Í síðustu viðræðunum þá samþykkti ég tilboðið með launalækkun en þá var mér sagt að það tilboð væri ekki lengur á borðinu,“ sagði Ramos. „Mér var sagt að þó að ég hefði sagt já við þessu tilboði þá hafði það gildistíma og ég áttaði mig ekki á því. Það kom mér á óvart,“ sagði Ramos. Sergio Ramos, Real Madrid s loudest warrior, quietly says goodbye https://t.co/rQiEzRdKHc— The Guardian (@guardian) June 17, 2021 Ramos vildi ekki fara nánar út í samningaviðræðurnar nema það að Real Madrid hafi haft samband við umboðsmann hans í síðustu viku og sagt honum frá þessum óvæntu tíðindum að samningstilboðið væri ekki lengur í boði. Ramos hefur verið mikið orðaður við Manchester City en hitt Manchester liðið er einnig sagt vera áhugasamt. „Ég hef ekki hugsað um eitt ákveðið lið. Það er satt að síðan í janúar hafa félög mátt hafa samband og áhugasöm félög hafa hringt í bróður minn. Ég ætlaðihins vegar aldrei að fara. Núna þarf ég að skoða hvað er í boði,“ sagði Sergio Ramos. Ramos var fyrirliði Real Madrid og spilaði 671 leik og skoraði 101 mark fyrir félagið síðan að hann kom til félagsins nítján ára gamall frá Sevilla árið 2005. Real Madrid bid farewell to Sergio Ramos (via @realmadrid)pic.twitter.com/X3BNHwDxdV— ESPN FC (@ESPNFC) June 17, 2021
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Körfubolti Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Fleiri fréttir Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Sjá meira