Þarna var hann eins og naut og svo breytist hann í ballettdansara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 14:00 Romelu Lukaku og Simon Kjær háðu mikla baráttu í leik Danmerkur og Belgíu á Parken í gær. EPA-EFE/Wolfgang Rattay Frammistaða Romelu Lukaku var til umræðu er þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kjartan Henry og Ólafur Kristjánsson gerðu upp 2-1 sigur Belgíu á Dönum í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Þeir áttu vart orð til að lýsa styrk og danshæfileikum framherjans knáa. „Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti