Þarna var hann eins og naut og svo breytist hann í ballettdansara Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. júní 2021 14:00 Romelu Lukaku og Simon Kjær háðu mikla baráttu í leik Danmerkur og Belgíu á Parken í gær. EPA-EFE/Wolfgang Rattay Frammistaða Romelu Lukaku var til umræðu er þeir Kjartan Atli Kjartansson, Kjartan Henry og Ólafur Kristjánsson gerðu upp 2-1 sigur Belgíu á Dönum í B-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu. Þeir áttu vart orð til að lýsa styrk og danshæfileikum framherjans knáa. „Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira
„Romelu Lukaku var lítið síðri. Eins og þú talar um Kjartan Henry, þeir reyndu að brjóta á honum. Það kom augnablik í fyrri hálfleik þar sem hann stóð af sér einhverjar 3-4 tæklingar,“ sagði Kjartan Atli, þáttastjórnandi, áður en nafni hans greip orðið. „Þetta er ótrúlegt, hann er líka svo góður í fótbolta. Sjáðu hvað hann er fljótur, ég held að Simon Kjær hafi reynt að brjóta á honum en svo rann hann. Þetta er bara eins og í FIFA [tölvuleiknum]. Hann veit nákvæmlega hvar mennirnir eru og hvaðan þeir eru að koma,“ sagði Kjartan Henry um sprettinn hjá Lukaku er Belgía jafnaði metin 1-1 á Parken í gær. Lukaku var rólegur í fyrri hálfleik líkt og nær allt lið Belga en það lifnaði yfir honum eftir að miðjumaðurinn Kevin De Bruyne kom inn af bekknum í hálfleik. "Coca-Cola, call Roc Nation. We can work together."Romelu Lukaku doing business for Jay-Z at the EUROs (via @EURO2020) pic.twitter.com/DCR43qge8m— B/R Football (@brfootball) June 18, 2021 „Hann nær að brjóta á honum, með því að sparka í hnéð á honum, þetta var eiginlega í eina skiptið í fyrri hálfleik sem hann sýndi styrk sinn. Það kom eitthvað í seinni hálfleik sem gaf honum þetta svindl ´boozt´ sitt sem hann hefur og það gerði gæfumuninn,“ sagði Kjartan Henry um frammistöðu kollega síns í síðari hálfleik. „Við töluðum um það í hálfleik hvað maður segði af maður væri að spila á móti svona liði og þeir skipta [Eden] Hazard, De Bruyne og Axel [Witsel] inn á. Hann þurfti ekki að nota þá alla í einu. Byrjaði á að setja De Bruyne inn á og það var nóg, hann gjörsamlega breytti leiknum,“ sagði KR-ingurinn Kjartan Henry einnig. Romelu Lukaku is recognised for his sensational second-half performance #EUROSOTM | @Heineken | #EURO2020 pic.twitter.com/9ss0748TjB— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) June 17, 2021 Ballettdansarinn Lukaku er ávallt hættulegur „Bæði Jannik Vestergaard og Simon Kjær ætla að reyna brjóta á honum, Kjær er óheppinn að renna en þegar hann er kominn á þennan hraða er erfitt að ráða við hann. Það sem er líka magnað við Lukaku er að hann var ekki búinn að vera mikið inn í leiknum eins og í fyrri hálfleik en þegar hann fær augnablikin sín þá nýtir hann þau heldur betur.“ „Þarna var hann eins og naut og breytist svo í ballettdansara,“ skaut Kjartan Henry inn að lokum er framherjinn knáði dansaði fram hjá varnarmönnum danska liðsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Í beinni: Chelsea - Everton | Von á hörku leik á Brúnni Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Sjá meira