Keane og Souness gagnrýna Kane - „Fótboltinn kemur ekki heim með þessu liði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júní 2021 14:00 Harry Kane fer niðurlútur af velli í gær. Visionhaus/Getty Images) Graeme Souness, fyrrum fyrirliði Liverpool og skoska landsliðsins, og Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og Írlands, voru harðorðrr í garð Harry Kane og enska landsliðsins eftir markalaust jafntefli liðsins við Skotland á Wembley í D-riðli EM í gærkvöld. Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
Enska liðið átti í miklum vandræðum með vel skipulagt og duglegt skoskt lið. Harry Kane, fyrirliði enska liðsins og þeirra besti leikmaður, komst aldrei í takt við leikinn og var skipt af velli um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Souness kallaði eftir betri frammistöðu frá honum. „Miðverðirnir áttu auðvelt kvöld gegn honum. Harry Kane lítur út sem skugginn af leikmanninum sem við vitum að hann er. Í tveimur leikjum, líkt og Roy Keane nefnir, hefur hann verið þreytulegur og áhugalaus,“ segir Souness. Án Kane að spila sinn leik segir Souness að enska liðið eigi litla möguleika á að ná langt. „Hann er eini leikmaður Englands sem hefur sannað á þessu sviði að hann geti skorað mörk reglulega. Ef það gerist ekki í þessari keppni farið þið ekki langt,“ „Án Harry Kane kemur fótboltinn ekki heim með þetta lið, ég get sagt þér það. Ekki eins og liðið er að spila.“ segir Souness. Souness og Keane sitthvoru megin við David Jones, þáttastjórnanda á Sky.Simon Stacpoole/Offside/Getty Images „Kane er ótrúlegur leikmaður,“ sagði Roy Keane. „En mér finnst hann ekki góður leiðtogi. Ég sé hann aldrei láta finna fyrir sér, eða láta vita af sér, hjá Spurs. Ég veit að fólk gæti þá sagt 'það er ekki hans persónuleiki' eða að hann geri það í klefanum. En ég held hann geri það ekki og það er stórt vandamál.“ bætti Keane við. England er gott sem komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið er með fjögur stig á toppi D-riðils ásamt Tékklandi. Liðin leika úrslitaleik um toppsætið í næstu umferð. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00 Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Sjá meira
„Skoski Kanté“ sendi SMS á mömmu og pabba fyrir leik og var bestur á Wembley Billy Gilmour, tvítugur miðjumaður Chelsea og skoska landsliðsins, var valinn maður leiksins í markalausu jafntefli Skotlands og Englands í D-riðli Evrópumótsins sem fram fór á Wembley í gærkvöld. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. 19. júní 2021 12:00
Sterkir Skotar náðu í stig á Wembley England og Skotland mættust á stórmóti í fyrsta sinn í aldarfjórðung á Wembley í kvöld. Leiknum lauk með markalausu jafntefli. 18. júní 2021 20:55