Stemmingin góð en flækjustigið hátt fyrir Covid-Ólympíuleika Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. júní 2021 12:15 Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á allan undirbúning leikanna. Getty/Carl Court Rétt rúmur mánuður er nú í að Ólympíuleikarnir hefjist í Japan. Framkvæmdastjóri ÍSÍ segir flækjustigið hátt vegna kórónuveirufaraldursins en góð stemming sé fyrir þessum fordæmalausu Ólympíuleikum. Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“ Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Leikarnir áttu upphaflega að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna faraldursins. Nú, ári síðar, er farið að styttast í að þátttakendur mæti til leiks. Faraldurinn hefur einkennt allan undirbúning en í dag var greint frá því að allt að tíu þúsund japönskum áhorfendum, engum erlendum, verði hleypt á leikvanga. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir andstöðu heilbrigðissérfræðinga enda er óttast að faraldurinn taki kipp í Japan vegna leikanna. Ef svo fer verða reglur samstundis hertar, samkvæmt því sem skipuleggjendur og stjórnvöld segja. Allir bólusettir Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, segir flækjustigið hátt. Sambandið fylgist þó grannt með öllum tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar. „Við fórum inn í þetta prógramm hjá nefndinni varðandi bólusetningar hjá öllum sem reyna að ná lágmörkum á leikana sem og aðstoðarfólki. Þannig það eru allir bólusettir í dag,“ segir Líney. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ.MYND/LÖGREGLAN ÍSÍ muni fylgja öllum fyrirmælum og reglum en þátttakendur og starfsfólk þarf að bera grímur, spritta sig og mæta í dagleg próf svo fátt eitt sé nefnt. Líney segir stemminguna fyrir leikunum þó góða. Lítill íslenskur hópur fullur tilhlökkunar „Ef ég horfi til kollega minna í Evrópu er góð stemming fyrir leikunum. Að því sögðu þá eru allir að reyna að gera þetta með sem bestum hætti og með öryggi þátttakenda að leiðarljósi,“ segir Líney Íslenski hópurinn verður ekki stór og segir Líney að kvarnast hafi úr honum. Fólk hafi hætt við að reyna að ná inn á leikana, eignast börn og meiðst. „Þannig hópurinn okkar verður lítill en ég held það sé alveg stemming fyrir leikunum engu að síður. Fyrir íþróttafólk, sem er búið að stefna að leikunum ekki bara síðustu fjögur ár heldur mun lengur, þá er það fullt tilhlökkunar að fá að taka þátt.“
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira