Hagstofan og „einstæðir foreldrar“ Lúðvík Júlíusson skrifar 21. júní 2021 13:01 Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lúðvík Júlíusson Fjölskyldumál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þann 18. júní birti Hagstofan niðurstöður rannsóknar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Einstæðir foreldrar og einmenningsheimili líklegust til að búa við fjárhagsvanda.“(1) Þessi fyrirsögn er því miður röng og villandi. Þegar rannsóknir eru gerðar þá þarf að setja markmið, skilgreina hugtök, tilgreina takmarkanir o.s.fr.v. Ein megin reglan er sú að ekki er hægt að svara öðrum spurningum en rannsókninni er ætlað að svara. Það er ekki hægt að spyrja fólk hvort það drekki gosdrykk A, kynna svo niðurstöður rannsóknarinnar á þann veg að þeir sem drekka ekki A drekki gosdrykk B. Það er augljóslega rangt og villandi. Þessi mistök gerir hins vegar Hagstofan. „Einstætt foreldri“ Heimilisgerðin „einstætt foreldri“ er skilgreind á Íslandi sem heimili með einu foreldri þar sem barn/börn hafa auk þess lögheimili. Búi barn til skiptis hjá foreldrum þá er önnur heimilisgerðin „einstætt foreldri“ en hin heimilisgerðin er „einstaklingur“(Barnlaust heimili). Flestir sjá að þessar skilgreiningar passa ekki við nútíma samfélag þar sem börn búa oft jafnt hjá foreldrum eftir skilnað og ábyrgð oftast sameiginleg(jöfn umgengni og forsjá sameiginleg). Hagstofan spurði ekki í rannsókn sinni hversu mörg börn hefðu lögheimili á heimilinu heldur hversu mörg börn byggju á heimilinu. Þess vegna er ekki hægt að nota hugtakið „einstætt foreldri“ þegar niðurstöður rannsóknarinnar eru kynntar og ræddar heldur aðeins „eitt foreldri með barn/börn“ án tillits til lögheimilis barnsins. Nauðsynlegt er að kynna þessar takmarkanir á niðurstöðunum. Barnabætur og stuðningur til foreldra Barnabætur eru greiddar til foreldra þar sem börn hafa lögheimili. Ekki er tekið mið af framfærslubyrði, umönnunarbyrði, álagi, umgengni o.s.fr.v. Þess vegna er ekki hægt að nota niðurstöður þessarar rannsóknar til að meta byrðar „einstæðra foreldra“, taka ákvarðanir um barnabætur, stuðning til „einstæðra foreldra“ o.s.fr.v. Niðurstöður þessarar rannsóknar nýtast ekkert þegar kemur að því að ræða stuðning við börn og foreldra eða kortleggja fátækt barna. Gamlar hugmyndir, gamlir tímar Þegar Hagstofan gerir ekki fyrirvara í framsetningu rannsókna og birtir niðurstöður með þessum hætti þá skaðar það hagsmuni bæði barna og foreldra. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir feðraveldisins þar sem aðeins eitt heimili sér um umönnun en hitt heimilið er fyrirvinnan. Ýtt er undir úreltar staðalímyndir um að börn geti aðeins átt eitt heimili, einn umönnunaraðila og eitt heimili eigi hinn eina sanna rétt á stuðningi. Þetta er ákveðin „heilaþvottur“ sem skaðar réttindi barna og foreldra. Jafnrétti kynjanna snýst um að berjast gegn þessum úreltu staðalímyndum kynjanna en hér er Hagstofan að toga samfélagið aftur í fortíðina. Traust Það verður að vera hægt að treysta Hagstofunni. Hagstofan verður að kynna niðurstöður rannsókna sinna með faglegum hætti en ekki fúski. Það er aðeins gert með því að setja faglega fyrirvara og skilgreina faglega þau hugtök sem Hagstofan notar. Hagstofan á ekki að slá ryki í augu fólks og Alþingis sem tekur ákvarðanir byggðar á niðurstöðum rannsóknanna. Góð byrjun væri að fjalla aðeins um það efni sem rannsóknirnar ná til og varast að fjalla um eitthvað annað og draga ályktanir sem rannsóknirnar styðja ekki. Getur rannsóknin svarað spurningunum “Hver er staða foreldra?“ og „Hver er staða barna?“ Nei, hún getur það ekki. Hagstofan fær falleinkunn. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun