Áhyggjuefni að fjöldi særðra eftir hnífstunguárásir tvöfaldist á milli ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2021 16:15 Tilkynningum til sérsveitar ríkislögreglustjóra um einstaklinga vopnaða eggvopnum hefur fjölgað um fimmtíu prósent undanfarin tvö ár. Getty Árið 2020 urðu 23 fyrir líkamstjóni vegna eggvopnsárása, sem er 109 prósentum meira en árin á undan. Á árunum 2017-2019 urðu á bilinu sjö til ellefu fyrir líkamstjóni vegna slíkra árása. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu. Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegu svari frá ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu. Alls barst sérsveit 176 tilkynningar um aðila vopnaða egg- eða stunguvopnum árið 2020 en á tímabilinu 2017 til 2019 voru þær á bilinu 98 til 118, sem er um 50 til 80 prósenta aukning. Fréttastofa sendi einnig fyrirspurn á Landspítala um gögn er varða alvarleika áverka eftir eggvopnsárásir en engar upplýsingar um það fengust hjá spítalanum. Fyrir rétt rúmri viku síðan særðist karlmaður um tvítugt alvarlega eftir að maður hafði stungið hann með hnífi í kviðinn. Honum var haldið sofandi á gjörgæslu í þrjá daga en hann er nú á batavegi. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur grunaður árásarmaður setið í gæsluvarðhaldi í átta daga. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út næstkomandi föstudag. „Áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér“ Þessar tölur eiga einungis við mál sem koma inn á borð sérsveitar, en hún er ávallt kölluð út þegar lögregla veit til þess að verið sé að beita vopni, þar með talið eggvopni. Þá segir í svarinu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu meti það svo að aukning sé á hnífaburði í tengslum við handtökur. „Árið 2020 virðast eggvopnsárásir hafa verið fleiri en að meðaltali árin á undan. Það er áhyggjuefni. Það verður að koma í ljós hvort þetta sé þróun sem heldur áfram, það er erfitt að tala um þróun þegar aukningin á við eitt ár,“ segir í svarinu. Þar segir þó að áhyggjuefni sé að fólk noti vopn í slagsmálum. Árás með vopni geti valdið miklum áverkum, með tiltölulega litlu átaki. „Það er líka áhyggjuefni að fólk gangi með vopn á sér, því að öllu eðlilegu ætti það ekki að vera svo að fólk vilji eða finnist það þurfa að bera vopn,“ segir í svarinu.
Lögreglumál Hnífsstunguárás við Ingólfstorg Tengdar fréttir Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56 Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08 Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fara fram á gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna hnífstungunnar Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa stungið karlmann með hnífi í kviðinn á aðfaranótt síðasta sunnudags. Farið verður fram á vikulangt gæsluvarðhald til viðbótar yfir manninum og verður hann leiddur fyrir dómara síðar í dag. 18. júní 2021 11:56
Skoða nú hvort hinn bílbruninn tengist árásinni við Ingólfstorg Karlmaður á tvítugsaldri sem var stunginn með hnífi í kviðinn á aðfaranótt sunnudags er á batavegi. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæslu Landspítala frá því á sunnudag en hann var talinn í lífshættu. 16. júní 2021 12:08
Maðurinn ekki lengur talinn í bráðri lífshættu en honum haldið sofandi Maðurinn sem ráðist var á með eggvopni á aðfaranótt sunnudags er ekki talinn í bráðri lífshættu lengur. Honum er þó haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 14. júní 2021 12:39