Hlutafjárútboð Solid Clouds hefst í næstu viku Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. júní 2021 18:31 Stefán Gunnarsson er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Solid Clouds. Vísir/Vilhelm Hlutafjárútboð íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds hefst næsta mánudag klukkan 10 og mun standa fyrir til klukkan 16 miðvikudaginn 30. júní. Arion banki sér um útboðið en félagið verður skráð á First North markaðinn. Solid Clouds þróar tæknigrunn sem má nota til framleiðslu fjölspilunartölvuleikja og framleiðir eigin leiki. Í fyrra var fyrsti leikur félagsins gefinn út en hann ber heitið Starborne: Sovereign Space og er herkænskuleikur sem gerist í geimnum. Útboðsgengi bréfanna verður 12,5 krónur og verða tvær áskriftaleiðir í boði fyrir fjárfesta; A- og B-leið. Þær eru ólíkar með tilliti til stærðar áskrifta en A-leiðin er í boði fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 15 milljóna en B-leiðin fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir hærri upphæðir. Alls verða 40 milljónir hluta til sölu á hlutafjárútboðinu en félagið hefur heimild til að stækka útboðið um 18 milljónir hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Samtals hefur það því heimild til að selja um 58 milljónir hluta. Þeir sem eru með skattalegt heimilisfesti á Íslandi og fara í áskritarbók A fyrir að lágmarki 300 þúsund uppfylla skilyrði um frádrátt frá tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni sínum fyrir allt að 75 prósentum af fjárfestingunni. Það er þó að því gefnu að þeir eigi hlutabréfin að lágmarki í þrjú ár. Tölvuleikurinn Starborne fór vel af stað en rétt um 400 þúsund manns frá 150 löndum hafa hlaðið honum niður. Solid Clouds var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni, Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni, fyrrum forstjóra CCP. Næsti leikur fyrirtækisins á að koma út á næsta ári. Nýsköpun Tækni Solid Clouds Tengdar fréttir Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði. 8. janúar 2018 10:41 Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. 16. október 2017 08:39 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Solid Clouds þróar tæknigrunn sem má nota til framleiðslu fjölspilunartölvuleikja og framleiðir eigin leiki. Í fyrra var fyrsti leikur félagsins gefinn út en hann ber heitið Starborne: Sovereign Space og er herkænskuleikur sem gerist í geimnum. Útboðsgengi bréfanna verður 12,5 krónur og verða tvær áskriftaleiðir í boði fyrir fjárfesta; A- og B-leið. Þær eru ólíkar með tilliti til stærðar áskrifta en A-leiðin er í boði fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir 100 þúsund krónur til 15 milljóna en B-leiðin fyrir þá sem vilja fjárfesta fyrir hærri upphæðir. Alls verða 40 milljónir hluta til sölu á hlutafjárútboðinu en félagið hefur heimild til að stækka útboðið um 18 milljónir hluta, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka. Samtals hefur það því heimild til að selja um 58 milljónir hluta. Þeir sem eru með skattalegt heimilisfesti á Íslandi og fara í áskritarbók A fyrir að lágmarki 300 þúsund uppfylla skilyrði um frádrátt frá tekjuskatts- og/eða fjármagnstekjuskattsstofni sínum fyrir allt að 75 prósentum af fjárfestingunni. Það er þó að því gefnu að þeir eigi hlutabréfin að lágmarki í þrjú ár. Tölvuleikurinn Starborne fór vel af stað en rétt um 400 þúsund manns frá 150 löndum hafa hlaðið honum niður. Solid Clouds var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni, Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni, fyrrum forstjóra CCP. Næsti leikur fyrirtækisins á að koma út á næsta ári.
Nýsköpun Tækni Solid Clouds Tengdar fréttir Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði. 8. janúar 2018 10:41 Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. 16. október 2017 08:39 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Fjárfesta í Solid Clouds fyrir 270 milljónir Kjölur fjárfestingarfélag og aðrir tæknifjárfestar hafa fjárfest fyrir 270 milljonir króna í íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds herkænskuleikinn Starborne. Auk þess fékk Solid Clouds vaxtarstyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði. 8. janúar 2018 10:41
Háskólinn í Reykjavík og Solid Clouds handsala gervigreindarsamstarf Forsvarsmenn leikjafyrirtækisins Solid Clouds og tölvunarfræðideildar HR skrifuðu nýverið undir viljayfirlýsingu um samstarf á sviði gervigreindar í tölvuleikjum. 16. október 2017 08:39