Tækifæri kerfisins Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. júní 2021 07:30 Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Þegar tækifærin eru bundin við ákvarðanir kerfisins og eru hluti af kerfinu er mikilvægt að staldra við, rýna til gagns í þágu þeirra sem tækifærin eru ætluð. Endurmeta með það að markmiði að skapa nýjar leiðir með nýjum áætlunum. Samræma aðgerðir í takt við samfélagslegar breytingar. Ganga í takt við tímann. Ungt fólk með skerta starfsgetu er hópur einstaklinga sem getur ekki treyst á annað en kerfið sjálft. Að kerfið sjálft sé traustsins vert. Að þar sé verið að styðja við, bæta og þróa tækifæri sem samræmast samtímanum, samfélagsanda hvers tíma í þeirra þágu. Með bætt lífsgæði þeirra að leiðarljósi. Að hafa slíkt vald að skapa kerfi fylgir mikil ábyrgð sem ber að taka mjög alvarlega. Við sem sækjumst eftir því að starfa við það að vera kerfið eða hafa áhrif á það megum aldrei gleyma í þágu hverra kerfi eru. Atvinnu- og menntatækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu standa og falla með kerfum. Kerfum sem búin er til af fólki sem velur sér þann starfsvettvang. Að vera kerfið eða hafa áhrif à það. Því skiptir máli að við stöndum þessa vakt. Tækifæri ungs fólks með skerta starfsgetu eru langt því frá að vera ásættanleg, hvort sem litið er til fjölbreytileika þeirra eða innihalds. Því miður. Kerfi liðins tíma Kerfið okkar í dag byggir meira og minna á virkniúrræðum í bland við vinnuúærræði. Virkniúrræði sem skapa engar tekjur fyrir þá sem virknina sækja og vinnuúrræði sem bjóða upp á einhver lágmarkslaun. Allt eru þetta úrræði sem sveitarfélög sameinast um að bjóða upp á. Úrræði sem stýrt er af sjálfseignastofnunum. Úrræði sem sett eru á laggirnar til þess að reyna eftir fremsta megni að bjóða upp á virkni fyrir hóp sem skilinn er eftir af samfélaginu. Ekki gert ráð fyrir í stóru myndinni. Myndinni sem við hin tilheyrum og njótum. Myndinni sem er stútfull af alls konar tækifærum fyrir okkur hin. Atvinnutækifæri og menntunartækifæri og allt hið sjálfsagðasta mál og mikilvægt fyrir samfélög til þess að þroskast og þróast. Okkur öll. Ábyrgðin er okkar Þessu er hægt að breyta. Og þessu verðum við að fara að breyta. Við sem kjósum að vera kerfið eða hafa áhrif á það höfum öll heimsins tækifæri til að einmitt breyta og lagfæra skekkjuna sem við höfum byggt og tryggt svo rækilega. Hið opinbera og ekki síst sveitarfélögin hafa hér valdið. Valdið til að knýja fram breytingar á kerfi sem þau sjálf halda uppi með því að kaupa pláss inn í þau sérhæfðu úrræði sem bjóðast sem stíla meira inn á virkni en vinnu. Úrræði sem í sjálfu sér einangra frekar en að sameina okkur sem manneskjur. Okkur hefur því miður ekki tekist að halda í horfið og umbreyta kerfi síns tíma. Kerfi sem gekk í takt við tímann sem var en er ekki lengur. Samfélagsleg ábyrgð Ungt fólk með skerta starfsgetu vill vera þátttakendur í samfélaginu vera fullgildir einstaklingar í atvinnulífinu eins og við öll og gæða samfélagið okkar lífi með tilvist sinni. Geta bætt við færni sína, menntað sig út frá eigin forsendum og halda þannig áfram að efla færni sína á öllum sviðum og bæta lífsgæðin um leið í stað þess að vera tekin út fyrir sviga inn í kerfi sem var. Hefjum samvinnu sveitarfélaga og atvinnulífs nýtum þau tæki og tól sem við höfum og veljum leiðarljós til framfara líkt og 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna gera sem fjalla um samvinnu allra og að skilja engan eftir. Samvinnu um að sameinast um betra samfélag fyrir alla. Samvinnu þvert á stjórnsýslustig. Þvert á hið opinbera og atvinnulíf. Höfundur er verkefnastjóri samhæfingar atvinnu- og menntunartækifæra hjá Þroskahjálp.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun