Reglan um mörk á útivelli afnumin Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 13:34 Mörk á útivelli gilda alveg jafnmikið og mörk á heimavelli þegar Valsmenn mæta Dinamo Zagreb í júlí. vísir/Hulda Margrét Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt að búið sé að afnema regluna um útivallamörk í öllum keppnum á vegum sambandsins. Það þýðir að mörk á útivelli telja alveg jafnmikið og mörk á heimavelli í Meistaradeild Evrópu og öðrum Evrópukeppnum. Reglan um útivallamörk þýddi að ef að lið mættust í tveggja leikja einvígi, og skoruðu samtals jafnmörg mörk í einvíginu, þá var það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli úrskurðað sigurvegari. Aðeins ef að báðir leikir enduðu með nákvæmlega eins úrslitum, til að mynda jafntefli eða 1-0 sigri heimaliðs, var gripið til framlengingar. Frá og með þessu sumri verður hins vegar gripið til framlengingar í hvert sinn sem að liðin skora samtals jafnmörg mörk í tveggja leikja einvígum. Þetta mun til að mynda gilda fyrir íslensku liðin sem leika í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Miðað við breyttar reglur er það því svo til dæmis að ef að Valsmenn tapa 2-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu en vinna 3-1 á Hlíðarenda verður gripið til framlengingar. Ef að liðin skora ekkert mark í framlengingunni, eða jafnmörg mörk, verður svo gripið til vítaspyrnukeppni. Reglubreytingarnar varða líka riðlakeppnir. Ef að tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum og með sömu innbyrðis markatölu þá skiptir ekki lengur máli hvaða lið skoraði flest mörk á útivelli heldur ræður þá heildarmarkatala liðanna stöðu þeirra. Ef að heildarmarkatala er sú sama ræður hins vegar fjöldi skoraðra marka á útivelli lokastöðu liðanna. Breytingarnar nár eins og fyrr segir til allra keppna á vegum UEFA, hjá körlum og konum. Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Reglan um útivallamörk þýddi að ef að lið mættust í tveggja leikja einvígi, og skoruðu samtals jafnmörg mörk í einvíginu, þá var það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli úrskurðað sigurvegari. Aðeins ef að báðir leikir enduðu með nákvæmlega eins úrslitum, til að mynda jafntefli eða 1-0 sigri heimaliðs, var gripið til framlengingar. Frá og með þessu sumri verður hins vegar gripið til framlengingar í hvert sinn sem að liðin skora samtals jafnmörg mörk í tveggja leikja einvígum. Þetta mun til að mynda gilda fyrir íslensku liðin sem leika í forkeppni Meistaradeildarinnar og Sambandsdeildarinnar í sumar. Miðað við breyttar reglur er það því svo til dæmis að ef að Valsmenn tapa 2-0 fyrir Dinamo Zagreb í Króatíu en vinna 3-1 á Hlíðarenda verður gripið til framlengingar. Ef að liðin skora ekkert mark í framlengingunni, eða jafnmörg mörk, verður svo gripið til vítaspyrnukeppni. Reglubreytingarnar varða líka riðlakeppnir. Ef að tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum og með sömu innbyrðis markatölu þá skiptir ekki lengur máli hvaða lið skoraði flest mörk á útivelli heldur ræður þá heildarmarkatala liðanna stöðu þeirra. Ef að heildarmarkatala er sú sama ræður hins vegar fjöldi skoraðra marka á útivelli lokastöðu liðanna. Breytingarnar nár eins og fyrr segir til allra keppna á vegum UEFA, hjá körlum og konum.
Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu UEFA Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira