Mögulega heimskustu stuðningsmenn EM Sindri Sverrisson skrifar 24. júní 2021 16:30 Þessir hressu stuðningsmenn Frakka mættu á leikinn við Ungverjaland í Búdapest, öfugt við sexmenningana sem flugu óvart til Búkarest. Getty/Nick England Sex stuðningsmenn Frakklands hlupu heldur betur á sig þegar þeir hugðust mæta á leik liðsins í riðlakeppninni á EM, gegn Ungverjalandi í Búdapest um helgina. Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Í stað þess að ferðast til Búdapest, sem er höfuðborg Ungverjalands, flugu sexmenningarnir til Búkarest, höfuðborgar Rúmeníu. Samkvæmt rúmenska miðlinum Jurnalul eru Frakkarnir sex vinnufélagar hjá upplýsingatæknifyrirtæki. Við komuna til Búkarest höfðu þeir ekki enn áttað sig á því að þeir væru í röngu landi. Þeir sáu gulklædda stuðningsmenn á flugvellinum og ákváðu að fylgja þeim eftir til að komast á leikvanginn, til að sjá heimsmeistaraliðið sitt spila. Gulklæddu stuðningsmennirnir voru hins vegar auðvitað ekki stuðningsmenn Ungverjalands, eins og sexmenningarnir héldu, heldur stuðningsmenn Úkraínu sem voru staddir í Búkarest vegna leikja við Norður-Makedóníu og Austurríki. „Okkur datt aldrei í hug að þetta væru Úkraínumenn,“ sagði einn Frakkanna við rúmenska miðilinn Jurnalul. „Ég sé núna að við hefðum ekki getað fattað það. Við kunnum ekki ungversku né heldur úkraínsku eða rússnesku. Þetta eru allt sömu útlendingarnir fyrir okkur,“ bætti hann við. Þurfum að læra meira um Evrópu Í stað þess að aka í tíu klukkustundir til að komast til Búdapest ákváðu Frakkarnir að njóta rúmenskrar menningar. Hver veit nema að þeir verði svo í Búkarest á mánudaginn þegar Frakkar mæta þar Svisslendingum í 16-liða úrslitum? Þegar þeir ræddu við Jurnalul var hins vegar ekki ljóst að Frakkar myndu spila í Búkarest í 16-liða úrslitunum. „Það er eins og að við séum í myndinni Home Alone. Þetta er í fyrsta sinn sem að við ferðumst til þessa hluta Evrópu og ég verð að viðurkenna að fyrir mér þá var, þar til í dag, enginn munur á Búkarest og Búdapest. Við þurfum að læra meira um Evrópu,“ viðurkenndi einn sexmenninganna. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Ungverjaland Frakkland Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira