Bjarni var aldrei rannsakaður Snorri Másson skrifar 24. júní 2021 16:10 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var aldrei til rannsóknar hjá lögreglu vegna veru sinnar í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar segir að Bjarni hafi aldrei verið andlag rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við Ásmundarsalsmálið frá því á Þorláksmessu í fyrra. Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu. Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Jafnframt hafi Bjarni aldrei verið yfirheyrður vegna málsins og nú þegar niðurstaða er komin í málið er hann ekki á meðal þeirra sem boðið hefur verið að greiða sekt. „Við höfum aldrei verið í neinum samskiptum eða til rannsóknar svo að við vitum til vegna þessa máls. Við höfum ekki fengið neina tilkynningu eða beiðni um yfirheyrslu eða samtal eða neitt,“ segir Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra, í samtali við Vísi. Sjálfur sagði Bjarni við Vísi fyrr í dag: „Ég er ekki aðili að málinu.“ Vísir hefur sagt frá því að niðurstaða liggi fyrir hjá lögreglunni. Hún felur í sér að hlutaðeigandi aðilum hefur verið boðin lögreglustjórasátt, sem þýðir að þeim býðst að greiða sekt innan ákveðins frests. Hvaða aðilum er boðið að greiða þessa sekt hefur enn ekki komið fram, en þar sem Bjarna Benediktssyni, sem var sannarlega staddur í Ásmundarsal þetta kvöld, hefur ekki verið boðið það, má leiða að því líkum að það séu heldur staðarhaldararnir sem sæta sektum. Að sátt sé boðin í málinu gefur til kynna að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en eigendur Ásmundarsals tóku þó fyrir að svo hafi verið á sínum tíma. Tíu máttu koma saman samkvæmt almennum sóttvarnareglum en þar sem rýmið skilgreindist bæði sem veitingarými og verslun sýndu eigendurnir fram á að í raun hafi 50 mátt koma saman í húsinu.
Ráðherra í Ásmundarsal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50 Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Ásmundarsalsfólk sektað en Bjarni kemur af fjöllum Niðurstaða er komin í Ásmundarsalsmálið svonefnda frá því á Þorláksmessu í fyrra, þar sem hópur fólks gerðist uppvís að því að hafa farið fram yfir leyfilegan fjölda fólks á samkomum vegna sóttvarnatakmarkana. 24. júní 2021 14:50
Engin frumkvæðisathugun í kortunum hjá umboðsmanni Umboðsmaður Alþingis hefur enga ákvörðun tekið um að hefja frumkvæðisathugun á samskiptum lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðherra á aðfangadag síðastliðinn. Málið er enn á borði ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 29. mars 2021 11:44