Fyrirtæki Trump gæti verið sótt til saka Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2021 23:47 Skrifstofa umdæmissaksóknarans í New York sem gæti ákært fyrirtæki Trump og lykilstjórnanda á næstu dögum. Vísir/EPA Embætti umdæmissaksóknari á Manhattan hefur tilkynnt fyrirtæki Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að það íhugi nú að ákæra það vegna hlunninda sem það veitti æðstu stjórnendum þess. Ákærur gætu jafnvel verið gefnar út á næstu dögum. Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Rannsókn á Trump-fyrirtækinu hefur nú staðið yfir í meira en tvö ár en bandarískir fjölmiðlar hafa nú eftir heimildarmönnum sínum að fyrstu ákæranna gæti verið að vænta jafnvel strax í næstu viku. New York Times reið á vaðið og sagði að fyrirtækið sjálft og Allen H. Weisselberg, fjármálastjóra þess, gætu átt yfir höfði sér ákæru. Weisselberg hefur lengi verið undir smásjá saksóknara sem hafa reynt að fá hann til að vinna með rannsókninni. Sakamálarannsóknin er nú sögð beinast að miklu leyti að hlunnindum sem Weisselberg og aðrir stjórnendur fengu frá fyrirtækinu. Þannig er fyrirtækið meðal annars sagt hafa greitt skólagjöld upp á tugi þúsunda dollara, jafnvirði milljóna íslenskra króna, fyrir barnabarn Weisselberg í dýran einkaskóla auk leigugreiðslan og leigu á bifreiðum. Saksóknarar gaumgæfa hvort að fyrirtæki Trump hafi gefið greiðslurnar rétt upp og hvort að skattur hafi verið greiddur af þeim. Algengt er að fyrirtæki veiti starfsmönnum ýmis hlunnindi en í mörgum tilfellum þarf að gefa þau upp sem þóknanir sem eru skattskyldar. Ekki er ljóst hvort að Trump sjálfur eigi á hættu að vera ákærður. Trump hefur sjálfur ítrekað lýst rannsókninni í New York sem nornaveiðum sem eigi sér pólitískar rætur. Það hefur hann raunar gert um allar aðrar rannsóknir, bæði Bandaríkjaþings, saksóknara og sérstakra rannsakenda sem stofnað hefur verið til frá því að hann varð forseti. Ron Fischetti, lögmaður Trump-fyrirtækisins, segir AP-fréttastofunni að hann hafi fundað með saksóknurunum til að reyna að sannfæra þá um að leggja ekki fram ákærur í gær. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði ákært. „Ákærurnar eru algerlega hneykslanlegar og fordæmalausar ef þær verða sannarlega lagðar fram,“ segir hann. Umfangsmikil rannsókn Rannsókn umdæmissaksóknarans hefur einnig snúist um viðskiptahætti fyrirtækis Trump í gegnum tíðinda, meðal annars ásakanir um að það hafi ýmist ýkt eða dregið úr verðmæti eigna sinna við banka og mögulega fjárfesta allt eftir því hvað hentaði því hverju sinni. Einnig er til skoðunar hvort að Weisselberg hafi átt þátt í því að greiða tveimur konum sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump til að þegja í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Í tengslum við rannsóknina fékk saksóknarinn afhentar skattskýrslur Trump eftir harða og langvinna baráttu fyrir dómstólum. Nýlega var ákærudómstóll skipaður til að kviðdómendur gætu lagt mat á hvort efni stæðu til að gefa út ákærur. Yrði Trump ákærður gæti það sett strik í reikninginn fyrir mögulegt framboð hans til forseta árið 2024 sem hann hefur ýjað að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira