Sam Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. júní 2021 18:03 Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég þekki mann sem er svo hægri sinnaður að hann þolir engin orð sem hafa forskeytið sam-. Hann telur sig sannan íhaldsmann og málvöndunarmann af gamla skólanum. Eiginlega er hann frekar mál-umvöndunarmaður, alltaf að jagast í því hvernig annað fólk tjáir sig. Meðal þess sem hann tuðar yfir er orðalagið að „eiga samtal“: nú þurfi fólk að „eiga samtal“ um allt, dæsir hann mæðulega eins og samtöl séu eitthvað ískyggileg. Ég veit samt að þetta snýst ekkert um mál(um)vöndun: hann er bara svo mikill hægri maður að hann þolir engin orð með forskeytinu sam- og í hans orðaforða er orðið „samræðustjórnmál“ háðsglósa. Verst er honum þó við Samfylkinguna. Allt sem honum þykir hafa aflaga farið í íslensku samfélagi telur hann vera þeim flokki að kenna, hvort sem það er sú upplausn sem fylgir „femínistabröltinu“ eða réttindaleysi bíla í miðborg Reykjavíkur í almannarými þar sem alls konar fólk er að flækjast þar sem ættu að vera bílastæði. Fyrir utan alla mannréttindabaráttuna sem ætlar hann lifandi að drepa og honum finnst að sé öll á vegum Samfylkingarinnar. Allt sem fer í taugarnar á honum tengir hann við Samfylkinguna, hver sem uppruni málsins kann að vera. Það er auðvitað hvorki rétt né sanngjarnt hjá honum – en þó ekki alveg. Það er vegna þess að Samfylkingin er flokkur frjálslyndra vinstri manna. Frjálslyndið birtist í fögnuði yfir fjölbreytileika mannlífsins, – stuðningi við mannréttindabaráttuna – þeirri trú að hver einstaklingur eigi rétt á því að þroskast í samræmi við eiginleika sína og hæfileika og ekki eigi að mismuna fólki eftir uppruna, útliti, kynhneigð eða öðrum meðfæddum eiginleikum. Frjálslyndið birtist í umburðarlyndi gagnvart hamingjuleit annarra, þó að hún sé hugsanlega ólík þeim leiðum sem maður sjálfur velur sér, því að frjálslyndinu verður að fylgja virðing fyrir einstaklingunum og sérkennum þeirra. Frjálslyndinu verður að fylgja kærleikur, annars er það einskisvert. Frjálslyndið nær til þess að vilja efla og styrkja atvinnustarfsemi hjá litlum fyrirtækjum svo að þau nái að vaxa og dafna og skapa verðmæti fyrir eigendur, starfsfólk og samfélagið en séu ekki kæfð í samkeppni við stóru risana eða af yfirþyrmandi reglugerðum, því að frjálslyndinu verður að fylgja sveigjanleiki. Frjálslyndið snýst um áhuga á listum, opinn huga gagnvart sköpunaraflinu, því viðhorfi að jafnvel þótt maður skilji stundum ekki hvað verið sé að gera þá sé það allt í lagi enda eigi listin að vera frjáls. Frjálslyndið snýst um opinn huga gagnvart nýsköpun – nýjum hugmyndum og nýjum vinnubrögðum. En frjálslyndið jafngildir ekki veiðileyfi. Frjálslyndið nær ekki til þess að umbera rétt hins sterka til að ráðast á þau sem standa höllum fæti. Frjálslyndið snýst ekki um rétt hins sterka til að greiða laun undir kjarasamningum, okra á leigjendum, þagga niður í röddum minnihlutahópa, stjórna fréttaflutningi um sig, kúga aðra eða hagnýta sér veika stöðu annarra. Frjálslyndið nær heldur ekki til þess að koma á glundroða, afnema reglur og samninga sem taka mið af almannahagsmunum. Það nær ekki til þess að allir geri bara hvað sem þeim sýnist burtséð frá afleiðingum fyrir samferðafólk og samfélag. Mannlegt samfélag þarf umferðarreglur, líka viðskiptalífið. Það þarf að skipuleggja umgjörðina sem líf almennings fer fram í – og það skipulag þarf að taka mið af því að við erum samfélag, öll með tilkall til gæða og skyldur til að axla byrðar saman. Velferðarsamfélagið á ekki að vera komið undir góðvild og örlæti einstakra auðmanna. Það er hlutverk samfélagsins alls að reka velferðarsamfélag. Þessi félagshyggja er stundum kennt við vinstrimennsku. Þetta sambland af frjálslyndi og vinstri mennsku er kjarni jafnaðarstefnunnar. Í fornu máli er til orðið „sam“. Það er sagt vera úrelt í orðabókum og þýðir „sátt“, „friður“. Jafnaðarstefnan er í eðli sínu friðsöm stefna, hófsöm, en einbeitt. Og hvað sem kann að líða hugsanlegri misnotkun þá eru öll orð sem byrja á sam- falleg: samúð, samlíðan, samhygð, samvinna, samferð, samfögnuður, samræður – Samfylkingin. Verðum í sambandi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar