Persónuvernd gerir ráðuneytið afturreka Snorri Másson skrifar 28. júní 2021 13:07 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðuneytið fær ekki að afla gagna úr sjúkraskrám eins og það hafði ætlað sér. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur gefið út álit þar sem kemur fram að heilbrigðisráðuneytið skorti lagaheimild til að hefja öflun persónuupplýsinga í gegnum heilbrigðisstofnanir, sem ráðuneytið hafði stefnt á að ráðast í. Ráðuneytið hafði meðal annars ætlað að afla persónugreinanlegra og í sumum tilvikum viðkvæmra upplýsinga um lyfjamál fólks, sjúkraflutninga og um þjónustu við sjúklinga inni á sjúkrahúsum. Heilbrigðisráðuneytið taldi sig þess umkomið að afla þessara upplýsinga í gegnum Sjúkratryggingar Íslands og Landspítalann meðal annars á þeim grundvelli að heilbrigðisráðherra beri ábyrgð á yfirstjórn heilbrigðismála hér á landi, og þurfi til þess að geta sinnt þeirri skyldu að geta safnað gögnum frá undirstofnunum. Stefnan var síðan að nýta þau við mat á kostnaði við lagafrumvörp, við fjárhagsáætlanir og önnur skipulagsleg atriði. Persónuvernd mat það svo að heilbrigðisráðuneytinu væri vegna persónuverndarlaga óheimilt að safna upplýsingum í þremur af þeim fjórum flokkum sem ráðuneytið hafði í hyggju að safna upplýsingum um. Fram kemur í áliti Persónuverndar að í málinu hafi reynt á það hvort umrædd vinnsla persónuupplýsinga væri unnin í þágu almannahagsmuna, enda væri hægt að fallast á hana undir slíkum kringumstæðum. Af niðurstöðunni að dæma er ekki annað að sjá en að Persónuvernd hafi metið málið þannig að gögnin yrðu ekki nauðsynleg vegna verks sem er unnið í almannaþágu. Ráðuneytið hugðist upphafla afla upplýsinga úr gagnagrunnum með heilsufarsupplýsingum, þ. á m. sjúkraskrárkerfum, með breytum á borð við aldur sjúklinga í dögum, auk kennitalna þeirra sem fengið hafa tiltekin lyf. Nú þarf það að endurskoða þau áform eða útfæra þau upp á nýtt. Persónuvernd Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Ráðuneytið hafði meðal annars ætlað að afla persónugreinanlegra og í sumum tilvikum viðkvæmra upplýsinga um lyfjamál fólks, sjúkraflutninga og um þjónustu við sjúklinga inni á sjúkrahúsum. Heilbrigðisráðuneytið taldi sig þess umkomið að afla þessara upplýsinga í gegnum Sjúkratryggingar Íslands og Landspítalann meðal annars á þeim grundvelli að heilbrigðisráðherra beri ábyrgð á yfirstjórn heilbrigðismála hér á landi, og þurfi til þess að geta sinnt þeirri skyldu að geta safnað gögnum frá undirstofnunum. Stefnan var síðan að nýta þau við mat á kostnaði við lagafrumvörp, við fjárhagsáætlanir og önnur skipulagsleg atriði. Persónuvernd mat það svo að heilbrigðisráðuneytinu væri vegna persónuverndarlaga óheimilt að safna upplýsingum í þremur af þeim fjórum flokkum sem ráðuneytið hafði í hyggju að safna upplýsingum um. Fram kemur í áliti Persónuverndar að í málinu hafi reynt á það hvort umrædd vinnsla persónuupplýsinga væri unnin í þágu almannahagsmuna, enda væri hægt að fallast á hana undir slíkum kringumstæðum. Af niðurstöðunni að dæma er ekki annað að sjá en að Persónuvernd hafi metið málið þannig að gögnin yrðu ekki nauðsynleg vegna verks sem er unnið í almannaþágu. Ráðuneytið hugðist upphafla afla upplýsinga úr gagnagrunnum með heilsufarsupplýsingum, þ. á m. sjúkraskrárkerfum, með breytum á borð við aldur sjúklinga í dögum, auk kennitalna þeirra sem fengið hafa tiltekin lyf. Nú þarf það að endurskoða þau áform eða útfæra þau upp á nýtt.
Persónuvernd Heilbrigðismál Stjórnsýsla Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira