Hraunflæðið stöðugt í tvo mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 17:51 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Hraunflæði í Fagradalshrauni mældist þrettán rúmmetrar á sekúndu á tímabilinu 11. til 26. júní. Það er hæsta talan sem hefur mælst hingað til þó munurinn sé ekki marktækur, miðað við síðustu vikur. Hraunflæðið hefur verið nánast stöðugt í tæpa tvo mánuði. Samkvæmt upplýsingum á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er það að meðaltali um tvöfalt meira en það var fyrstu sex vikur eldgossins. Þar segir enn fremur að hraunið mælist nú tæplega 80 milljónir rúmmetra og 3,82 ferkílómetrar. Aukning í flatarmáli á dag sé nú minni en í síðustu mælingum, sem náðu yfir tímabilið frá öðrum til ellefta júlí. Nú er flatarmálsaukningin um 40 þúsund fermetrar á dag en fyrr í mánuðinum var hún um 60 þúsund fermetrar á dag. Beina útsendingu af eldgosinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að skipta megi eldgosinu í þrjú tímabil. Það fyrsta hafi varið í um tvær vikur og einkennst af stöðugu en minnkandi hraunrennsli. Annað tímabilið hafi einkennst af opnun nýrra gosopa og nokkuð breytilegu hraunrennsli frá fimm til átta rúmmetra á sekúndu. Það tímabil stóð einnig yfir í tvær vikur. Þriðja tímabilið hefur nú staðið yfir í tæpan tvo og hálfan mánuð. Á því hefur öll virknin verið í einum gíg og hefur hraunrennsli verið nokkuð stöðugt. Ómögulegt er að segja til um hve lengi gosið mun standa yfir og hvaða þróun verður á hraunrennslinu. Hraunrásin er um sautján kílómetra djúp og tiltölulega þröng, þó hún hafi víkkað með tímanum. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er það að meðaltali um tvöfalt meira en það var fyrstu sex vikur eldgossins. Þar segir enn fremur að hraunið mælist nú tæplega 80 milljónir rúmmetra og 3,82 ferkílómetrar. Aukning í flatarmáli á dag sé nú minni en í síðustu mælingum, sem náðu yfir tímabilið frá öðrum til ellefta júlí. Nú er flatarmálsaukningin um 40 þúsund fermetrar á dag en fyrr í mánuðinum var hún um 60 þúsund fermetrar á dag. Beina útsendingu af eldgosinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að skipta megi eldgosinu í þrjú tímabil. Það fyrsta hafi varið í um tvær vikur og einkennst af stöðugu en minnkandi hraunrennsli. Annað tímabilið hafi einkennst af opnun nýrra gosopa og nokkuð breytilegu hraunrennsli frá fimm til átta rúmmetra á sekúndu. Það tímabil stóð einnig yfir í tvær vikur. Þriðja tímabilið hefur nú staðið yfir í tæpan tvo og hálfan mánuð. Á því hefur öll virknin verið í einum gíg og hefur hraunrennsli verið nokkuð stöðugt. Ómögulegt er að segja til um hve lengi gosið mun standa yfir og hvaða þróun verður á hraunrennslinu. Hraunrásin er um sautján kílómetra djúp og tiltölulega þröng, þó hún hafi víkkað með tímanum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23