Þetta kemur fram í færslu Lögreglunnar á Vestfjörðum á Facebook þar sem málið er reifað. Mikill viðbúnaður hafi verið eftir að Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona og gönguhópur hennar tilkynnti skilmerkilega að mögulega gæti verið hvítabjörn á slóðum þeirra.
Saur sem hópurinn gekk fram á var af þeirri stærðargráðu. Rosalega mikill og rosalega stór, eins og Þóra sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út og tveir lögreglumenn frá Ísafirði sendir með.
„Í ljósi aðstæðna voru gerðar ráðstafanir til að hafa uppi á öllum á svæðinu í varúðarskyni.“
Eftir nánari eftirgrennslan og athuganir hafi komið í ljós að úrgangurinn tilheyrði álft. En mikið er af þeim fugli á þessu svæði.
„Allur er varinn góður og rétt var af hópnum að gera yfirvöldum viðvart.“