Erlent

Upp­reisnar­menn fagna á götum úti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Íbúar í Mekelle leituðu út á götur til að fagna því að stjórnarher Eþíópíu hafi hörfað úr borginni.
Íbúar í Mekelle leituðu út á götur til að fagna því að stjórnarher Eþíópíu hafi hörfað úr borginni. Getty/Minasse Wondimu Hailu

Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina.

Þúsundir leituðu út á götur borgarinnar, veifuðu fánum og sprengdu flugelda í fagnaðarlátunum. Ríkisstjórn Eþíópíu lýsti yfir vopnahléi í héraðinu í gær vegna mannúðarástæðna. Stjórnarherinn réðst inn í héraðið og náði völdum í Mekelle í nóvember síðastliðnum og hafa hörð átök geisað í héraðinu undanfarna mánuði.

Þúsundir hafa farist í átökunum og talið er að 350 þúsund manns hafi orðið hungursneyð að bráð. Meira en tvær milljónir manna hafa flúið heimili sín frá því að átökin hófust og hafa flestar mannréttindastofnanir lýst yfir neyðarástandi í héraðinu.

Eftir hörð átök milli Frelsishers fólksins í Tigray (TPLF) og stjórnarhersins fyrir utan Mekelle undanfarna daga tókst frelsishernum að ná aftur stjórn á borginni í gær. Stjórnvöld lýstu í kjölfarið yfir vopnahléi til þess að unnt verði að sá fyrir næstu uppskeru en Tigray hérað er mikilvægt landbúnaðarhérað fyrir Eþíópíu.


Tengdar fréttir

Lýsa yfir vopnahléi til að tryggja uppskeruna

Stjórnvöld í Tigray héraði í Eþíópíu hafa flúið höfuðborgina Mekelle undan sókn uppreisnarmanna og landstjórnin hefur lýst yfir vopnahléi á svæðinu.

Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi

Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×