Ráðgátan um metan á Mars enn óleyst Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 07:00 Vélmennið Curiosity á yfirborði Mars. NASA/JPL-Caltech/MSSS Vísindamenn Geimvísindastofnana Bandaríkjanna og Evrópu (NASA og ESA) telja sig nærri því að leysa ráðgátuna um metan á Mars, þó stórum spurningum sé enn ósvarað. Allt frá því gasið greindist fyrst á plánetunni rauðu hafa vísindamenn leitað að uppruna þess, sem gæti mögulega verið lífverur eða hitavirkni neðanjarðar. Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Eins og segir í grein á vef NASA þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Mælitæki vélmennisins Curiosity hafa reglulega greint metan á yfir Galegígnum en þrátt fyrir það hefur gervihnöttur Geimvísindastofnunar Evrópu sem var sérstaklega hannaður til að finna metan, ekki getað greint gasið hærra í andrúmslofti Mars. Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Haft er eftir einum vísindamanni í grein NASA að hann hafi búist við því að áðurnefndur gervihnöttur, sem kallast Trace gas Orbite, myndi greina metan alls staðar í andrúmslofti Mars þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Curiosity hefur greint metan í bæði litlu og í gífurlegu magni en TGO hefur þrátt fyrir það ekki fundið neitt. Curiosity hefur einnig greint lífrænar sameinendir á yfirborði Mars. Uppgötvunin var þó ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Á vef NASA segir að vísindamenn hafi talið mögulegt að vélmennið sjálft væri að mynda gasið, mögulega með því að keyra yfir grjót eða með öðrum leiðum, en rannsóknir hafi ekki sýnt fram á það. Í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna NASA eru líkur leiddar að því að það skipti máli hvenær mælingarnar séu teknar. Mælitæki Curiosity séu notuð að nóttu til og þá vegna þess hve orkufrekar mælingarnar eru. Þá sé þó tiltölulega lítill vindur á Mars. TGO er hins vegar notaður að degi til því myndavélar gervihnattarins þurfi sólarljós til að greina metan í andrúmslofti Mars í um fimm kílómetra hæð. Þá sé vindur þó meiri. Með því að láta Curiosity einnig rannsaka andrúmsloftið að degi til var hægt að sýna fram á að svo virðist sem tími mælinganna skipti sannarlega máli. Gasið virðist myndast sífellt en að degi til blandast það út í andrúmsloftið svo það greinist ekki úr geimnum. Ekki vitað hvað verður um gasið Það leysir þó ekki ráðgátuna um metan á Mars. Alls ekki. Í fyrsta lagi er enn ekki vitað hvernig metan myndast á mars og þar að auki er ekki vitað hvað verður um gasið. Metan er stöðugt og ætti það að endast í andrúmslofti Mars í um 300 ár, áður en það eyðist vegna geislunar frá sólinni. Vísindamenn NASA telja að metan beri úr jörðu á Mars og engin ástæða þykir til að telja að Galegígurinn sé einstakur að því leiti. Því ætti andrúmsloft Mars að vera mettað af metani. NASA segir vísindamenn gruna að eitthvað á Mars valdi því að metan eyðist hraðar og er meðal annars verið að rannsaka hvort það sé vegna veikra rafstrauma sem finna má á Mars, meðal annars vegna ryks á plánetunni. Sömuleiðis er verið að skoða hvort súrefni við yfirborð Mars eyði metani áður en það getur borist ofar í andrúmsloftið. Geimurinn Mars Tengdar fréttir Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hér á jörðinni mynda örverur í maga dýra sem éta plöntur mikið metan. Því gasi er svo prumpað og ropað út í andrúmsloftið. Eins og segir í grein á vef NASA þykir fundur metans ekki til marks um að húsdýr eins og kýr og kindur megi finna á Mars, heldur megi mögulega finna örverur á plánetunni. Sömuleiðis gæti gasið myndast við jarðhitaferla. Mælitæki vélmennisins Curiosity hafa reglulega greint metan á yfir Galegígnum en þrátt fyrir það hefur gervihnöttur Geimvísindastofnunar Evrópu sem var sérstaklega hannaður til að finna metan, ekki getað greint gasið hærra í andrúmslofti Mars. Sjá einnig: Vonast til að leysa leyndardóm Mars á næstu mánuðum Haft er eftir einum vísindamanni í grein NASA að hann hafi búist við því að áðurnefndur gervihnöttur, sem kallast Trace gas Orbite, myndi greina metan alls staðar í andrúmslofti Mars þegar hann var tekinn í notkun árið 2016. Curiosity hefur greint metan í bæði litlu og í gífurlegu magni en TGO hefur þrátt fyrir það ekki fundið neitt. Curiosity hefur einnig greint lífrænar sameinendir á yfirborði Mars. Uppgötvunin var þó ekki bein vísbending um að líf hafi eitt sinn verið á Mars eða finna megi líf þar núna en sameindirnar geta orðið til án lífs. Á vef NASA segir að vísindamenn hafi talið mögulegt að vélmennið sjálft væri að mynda gasið, mögulega með því að keyra yfir grjót eða með öðrum leiðum, en rannsóknir hafi ekki sýnt fram á það. Í niðurstöðum rannsóknar vísindamanna NASA eru líkur leiddar að því að það skipti máli hvenær mælingarnar séu teknar. Mælitæki Curiosity séu notuð að nóttu til og þá vegna þess hve orkufrekar mælingarnar eru. Þá sé þó tiltölulega lítill vindur á Mars. TGO er hins vegar notaður að degi til því myndavélar gervihnattarins þurfi sólarljós til að greina metan í andrúmslofti Mars í um fimm kílómetra hæð. Þá sé vindur þó meiri. Með því að láta Curiosity einnig rannsaka andrúmsloftið að degi til var hægt að sýna fram á að svo virðist sem tími mælinganna skipti sannarlega máli. Gasið virðist myndast sífellt en að degi til blandast það út í andrúmsloftið svo það greinist ekki úr geimnum. Ekki vitað hvað verður um gasið Það leysir þó ekki ráðgátuna um metan á Mars. Alls ekki. Í fyrsta lagi er enn ekki vitað hvernig metan myndast á mars og þar að auki er ekki vitað hvað verður um gasið. Metan er stöðugt og ætti það að endast í andrúmslofti Mars í um 300 ár, áður en það eyðist vegna geislunar frá sólinni. Vísindamenn NASA telja að metan beri úr jörðu á Mars og engin ástæða þykir til að telja að Galegígurinn sé einstakur að því leiti. Því ætti andrúmsloft Mars að vera mettað af metani. NASA segir vísindamenn gruna að eitthvað á Mars valdi því að metan eyðist hraðar og er meðal annars verið að rannsaka hvort það sé vegna veikra rafstrauma sem finna má á Mars, meðal annars vegna ryks á plánetunni. Sömuleiðis er verið að skoða hvort súrefni við yfirborð Mars eyði metani áður en það getur borist ofar í andrúmsloftið.
Geimurinn Mars Tengdar fréttir Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00 Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30 Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40 Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fundu mögulegar vísbendingar um líf á Venusi Gastegund sem gæti verið afurð örvera fannst við rannsóknir á reikistjörnunni Venusi. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að líf gæti mögulega þrifist í efri lögum lofthjúps reikistjörnunnar en þetta er í fyrsta skipti sem mögulegar vísbendingar um líf þar hafa fundist. 14. september 2020 15:00
Nýtt háþróað vélmenni sent til Mars: Ætla að fljúga lítilli þyrlu og leita lífs Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, stefnir á að skjóta geimfari af stað til Mars í vikunni. 28. júlí 2020 11:30
Metanfundur vekur vonir um líf á Mars Á jörðinni er metan meðal annars afurð lífvera. Fundurinn á Mars gæti verið vísbending um að einhvers konar örverur gæti verið að finna undir yfirborðinu. 24. júní 2019 11:40
Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. 7. febrúar 2019 12:00