Talningarklúður fyrir borgarstjórakosningar í New York Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2021 11:13 Eric Adams var með forystu í fyrstu tölum á kosninganótt í síðustu viku. Endanlegra úrslita er ekki að vænta fyrr en eftir um tvær vikur. AP/Kevin Hagen Kjörstjórn forvals Demókrataflokksins fyrir borgarastjórakosningarnar í New York þurfti að draga til baka nýjar tölur sem hún birti eftir að í ljós kom að fleiri en hundrað þúsund sýnihorn af kjörseðlum voru ranglega talin með. Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur. Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Forval demókrata fór fram þriðjudaginn 22. júní en kosið var með nýju sniði í ár. Vanalega hefur sá frambjóðandi sem hlýtur flest atkvæði hrósað sigri í forvali, óháð því hvort hann fái meirihluta atkvæða. Í ár gátu kjósendur hins vegar raðað allt að fimm frambjóðendum á lista í þeirri röð sem þeir hugnuðust þeim. Flóknara er að telja atkvæðin nú en í fyrri forvölum flokksins. Fái enginn frambjóðandi meira en helming atkvæða í fyrsta sæti í fyrstu umferð talningar er gengið niður listann. Atkvæði þeirra sem fengu fæstu atkvæðin í fyrsta sætið fara til þess frambjóðanda sem kjósendur nefndu í annað sætið. Þannig gengur talningin þar til einn frambjóðandi stendur uppi sem sigurvegari. Drógu tölur til baka vegna „misræmis“ Á kosninganótt var Eric Adams, forseti Brooklyn-hverfisins og fyrrverandi lögreglumaður, með forystu í forvalinu. Þegar kjörstjórn birti nýjar tölur í gær hafði dregið verulega saman á milli Adams og tveggja næstu keppinauta hans. Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tölurnar birtust sendi kjörstjórnin frá sér fáorða yfirlýsingu um að „misræmi“ væri til skoðunar. Í gærkvöldi voru tölurnar svo dregnar til baka með tilkynningu um að nýjar tölur yrðu aðgengilegar í dag. Á ellefta tímanum að staðartíma í gærkvöldi viðurkenndi kjörstjórnin svo í yfirlýsingu að farist hefði fyrir að fjarlægja um 135.000 sýnishorn af kjörseðlum sem voru notuð til að prófa hugbúnaðinn sem vinnur úr vali kjósendanna. Þau „atkvæði“ voru því fyrir misgáning talin með raunverulegu atkvæðunum, að sögn New York Times. Kathryn Garcia (f.m) situr fyrir á mynd með stuðningsmanni. Hún veitir Adams einna mesta samkeppni í forvali Demókrataflokksins.AP/Richard Drew Úrslita ekki að vænta fyrr en um miðjan júlí Klúðrið hefur ekki verið til að auka tiltrú á framkvæmd kosninganna. Margir höfðu efast um að kjörstjórnin, sem hefur lengi verið sökuð uum vanhæfni og frændhygli, væri fær um að framkvæma kosningarnar með nýju og flóknara fyrirkomulagi. Ekki er búist við að endanleg úrslit í forvalinu liggi fyrir fyrr en um miðjan júlí. Þegar búið verður að telja atkvæði frá kjördegi og raða frambjóðendum á enn eftir að telja í kringum 124.000 utankjörfundaratkvæði. Borgarstjórakosningarnar sjálfar fara fram 2. nóvember. Þá etur sigurvegarinn úr forvali demókrata kappi við Curtis Sliwa, frambjóðanda Repúblikanaflokkins. Sliwa er spjallþáttastjórnandi og stofnandi sjálfboðaliðasamtakanna Verndarenglanna sem vinna að forvörnum gegn glæpum. Bill de Blasio, borgarstjóri New York og demókrati, hefur setið í tvö kjörtímabil og er því ekki kjörgengur aftur.
Bandaríkin Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira