SAF vara eindregið við óhóflegri og einhliða gjaldtöku landeigenda Jakob Bjarnar skrifar 30. júní 2021 11:11 Landeigendur vilja rukka þyrlufyrirtæki fyrir að lenda þyrlum sínum í landi Hrauns hvar gýs. Samtök ferðaþjónustunnar vara eindregið við slíkum hugmyndum, þar hljóti að koma til einhvers konar andlag, einhver þjónusta. vísir/vilhelm Samtök ferðaþjónustunnar hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem varað er eindregið við gjaldtöku af hálfu landeigenda auk þess sem vafi leiki á um lögmæti þess. Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“ Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira
Vísað er til máls sem Vísir greindi frá nú í morgun sem varðar úrskurð sýslumanns á Suðurnesjum, lögbann við lendingum þyrluflugs Norðurflugs á landi Hrauns fyrr en til komi gjald vegna lendinga í tengslum við eldgosið í Geldingadölum. Í ályktun SAF er bent á að Norðurflug hafi leitað samninga við landeigendur án árangurs og en ljóst sé að aðila greinir verulega á um hvað sé eðlilegt og sanngjarnt gjald fyrir afnot af landinu sem um ræðir. „Í málinu er óumdeilt að engin aðstaða eða þjónusta er til staðar af hálfu landeigenda sem skuli vera andlag umræddrar gjaldtöku. Þá er eðlilegt að spyrja hver ábyrgð landeigenda er varðandi öryggi á svæðinu í tengslum við gjaldtöku,“ segir í yfirlýsingu SAF. „Samtök ferðaþjónustunnar telja augljóst að hvorki geti talist sanngjarnt né eðlilegt að gjald fyrir lendingar á óræktuðu og óbyggðu landi, þar sem engin aðstaða eða þjónusta er til staðar, sé margfalt hærra en gjald fyrir lendingar á uppbyggðum flugvelli með tilheyrandi þjónustu. Samtökin vara sterklega við því, eins og það er orðað, að lög séu túlkuð með þeim hætti að landeigendur geti krafið ferðaþjónustuaðila um háar upphæðir að eigin vali fyrir afnot af óræktuðu og óbyggðu landi sem hvorki valda tjóni né röskun á nytjum eigenda.“ Telja ekkert liggja fyrir sem réttlætir gjaldtökuna Þá vill SAF leggja áherslu á að öll gjaldtaka einkaaðila gagnvart ferðaþjónustu þurfi að vera grundvölluð á samningum við ferðaþjónustufyrirtæki þar sem skýrt komi fram meðal annars hvaða réttindi, aðstaða eða þjónusta sé andlag viðkomandi gjalda og til hve langs tíma réttindi á grundvelli samnings skuli gilda. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill „SAF hafna alfarið hugmyndum um einhliða gjaldtöku án andlags. Stefna SAF gagnvart gjaldtöku í ferðaþjónustu byggir á því að gjaldtaka af ferðaþjónustufyrirtækjum sé því aðeins ásættanleg að fyrir gjaldið komi skilgreind réttindi, aðstaða, þjónusta, innviðir eða uppbygging sem ferðaþjónusta á viðkomandi svæði getur nýtt.“ En slík nálgun segja samtökin grundvöll þjónustugjalda opinberra aðila og getur verið grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar og uppbyggingar í ferðaþjónustu. Telja vafa leika á um lagastoð gjaldtökuáforma „SAF vara sterklega við áformum um gjaldtöku sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldingadölum og umferð um land Hjörleifshöfða, og telja vafa leika á lagastoð gjaldtökuáformanna í báðum tilfellum. Það er afar mikilvægt að öll gjaldtaka af ferðamönnum skoðist í heildarsamhengi með tilliti til samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Einhliða gjaldtaka landeigenda, hvort sem um er að ræða opinbera eða einkaaðila, þar sem engin réttindi eða uppbygging á aðstöðu, innviðum eða þjónustu kemur fyrir gjaldið er aðeins til þess fallin að skerða samkeppnishæfni íslenskrar ferðaþjónustu í alþjóðlegu samhengi.“
Ferðamennska á Íslandi Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Dómsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sjá meira