Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 17:22 Við Glerárstíflu í gær. aðsend Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. „Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
„Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend
Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira