Fótbolti

Félag Jóns Dags neitar þremur leikmönnum um Ólympíuleika

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Dagur fagnar með Gift Links.
Jón Dagur fagnar með Gift Links. Rene Schutze/Getty

Danska úrvalsdeildarfélagið AGF hefur bannað þremur leikmönnum sínum að taka þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar.

Gift Links, Zach Duncan og Alex Gersbach hefðu allir getað verið í hóp þjóða sinna fyrir Ólympíuleikanna en þeir skarast á við leiki AGF á næstu leiktíð.

Links leikur með Suður Afríku en Duncan og Gersbach með Ástralíu en nú hefur AGF bannað þeim að fara.

Þetta staðfesti nýr yfirmaður knattspyrnumála Stig Inge Bjørnebye í samtali við stiften.dk.

„Leikmennirnir eru svekktir með ákvörðunina en þeir skilja ákvörðun okkar,“ sagði Stig og hélt áfram.

„Leikmennirnir hefðu misst af sumarfríinu sín og hefðu einnig misst af nokkrum leikjum okkar. Því var þetta engin spurning.“

Danski boltinn hefst 18. júlí er AGF spilar við meistarana í Brøndby á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×