Segir Brynjar í bullinu og trúir ekki að hann sé viðkvæmt blóm Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. júlí 2021 16:59 Fjölnir Sæmundsson (hægri) skilur ekkert í þingmanninum Brynjari Níelssyni (vinstri). vísir/vilhelm „Fyrstu viðbrögð mín voru bara þau að það væri kannski kominn tími til að Brynjar Níelsson kynnti sér málin aðeins áður en hann færi að skrifa greinar um þau,“ sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við grein Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem birtist á Vísi í dag. Þar fjallar Brynjar um störf lögreglumannanna við Ásmundarsal í desember, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, var á meðal gesta á sýningu þar sem sóttvarnalög voru brotin. Í greininni heldur Brynjar því fram að traust til lögreglu hafi rýrnað við málið, segir fordóma lögreglumannanna í garð Sjálfstæðismanna greinilega hafa haft áhrif á störf þeirra og veltir því upp hvort það sé orðið algengt vandamál innan lögreglunnar að lögreglumenn eigi við sönnunargögn. Týpískur Brynjar Fjölnir gefur lítið fyrir grein Brynjars: „Það er búið að útskýra þetta allt saman og nefndin [nefnd um eftirlit með lögreglu] hefur ekki haldið því fram að lögreglan hafi verið að reyna að leyna neinu. Mér finnst þetta bara týpískur Brynjar. Hann er enn þá svona dálítill lögfræðingur, alltaf að reyna að búa til vafa. Það er það eina sem hann gerir – að henda inn vafa og svona tékka á viðbrögðunum.“ Hann segist ekki vilja fara í neitt stríð við Sjálfstæðisflokkinn en segir greinilegt að Brynjar sé með greininni að grafa undan lögreglumönnunum til að verja sinn ráðherra, sem var viðstaddur sýninguna þar sem sóttvarnalög voru brotin. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna segir annar þeirra að hann kannist við tvo gesti samkvæmisins og kallar þá: „sjálfstæðis… svona… framapotarar“. Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) taldi þessi ummæli ámælisverð. Formaður NEL sagði við vísi í gær að þessi ummæli lýstu fordómum lögreglumannsins gagnvart þeim sem hann átti við í útkallinu. Brynjar er greinilega sammála því og gagnrýnir hann lögreglumennina harðlega fyrir störf sín umrætt kvöld. Lögreglumenn fara ekki á staðinn að eigin frumkvæði „Ég held að Brynjar Níelsson sé nú ekki það viðkvæmt blóm að hann teldi það fordóma ef einhver kallaði hann framapotara,“ segir Fjölnir við Vísir. „Hann talar þarna um einhverja fordóma í greininni en ég held að myndi ekki einu sinni lyfta augabrún þótt einhver myndi segja þetta við hann.“ Hann segist þá viss um að viðhorf lögreglumanna hafi ekki áhrif á störf þeirra eins og Brynjar fullyrðir og þvertekur fyrir að nokkur innan lögreglunnar eigi við sönnunargögn. „Lögreglumenn eru ekkert að fara á staðinn að eigin frumkvæði. Þeir eru bara að sinna útkalli sem kemur frá fjarskiptamiðstöðinni um brot á sóttvarnareglum,“ segir Fjölnir. Málið sýni frekar að lögreglumenn telji alla jafna fyrir lögum og grípi í taumana sama hver eigi í hlut, þótt það sé ráðherra. „Og ég skil ekkert í Brynjari að vera að gefa það í skyn að lögregla eigi við sönnunargögn. Og svo hugsar maður alltaf þegar Brynjar skrifar: Æ ég nenni nú ekki að fara að rífast við hann. En auðvitað þarf einhver að svara þessu bulli.“ Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Þar fjallar Brynjar um störf lögreglumannanna við Ásmundarsal í desember, þar sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, var á meðal gesta á sýningu þar sem sóttvarnalög voru brotin. Í greininni heldur Brynjar því fram að traust til lögreglu hafi rýrnað við málið, segir fordóma lögreglumannanna í garð Sjálfstæðismanna greinilega hafa haft áhrif á störf þeirra og veltir því upp hvort það sé orðið algengt vandamál innan lögreglunnar að lögreglumenn eigi við sönnunargögn. Týpískur Brynjar Fjölnir gefur lítið fyrir grein Brynjars: „Það er búið að útskýra þetta allt saman og nefndin [nefnd um eftirlit með lögreglu] hefur ekki haldið því fram að lögreglan hafi verið að reyna að leyna neinu. Mér finnst þetta bara týpískur Brynjar. Hann er enn þá svona dálítill lögfræðingur, alltaf að reyna að búa til vafa. Það er það eina sem hann gerir – að henda inn vafa og svona tékka á viðbrögðunum.“ Hann segist ekki vilja fara í neitt stríð við Sjálfstæðisflokkinn en segir greinilegt að Brynjar sé með greininni að grafa undan lögreglumönnunum til að verja sinn ráðherra, sem var viðstaddur sýninguna þar sem sóttvarnalög voru brotin. Á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumannanna segir annar þeirra að hann kannist við tvo gesti samkvæmisins og kallar þá: „sjálfstæðis… svona… framapotarar“. Nefnd um eftirlit með lögreglu (NEL) taldi þessi ummæli ámælisverð. Formaður NEL sagði við vísi í gær að þessi ummæli lýstu fordómum lögreglumannsins gagnvart þeim sem hann átti við í útkallinu. Brynjar er greinilega sammála því og gagnrýnir hann lögreglumennina harðlega fyrir störf sín umrætt kvöld. Lögreglumenn fara ekki á staðinn að eigin frumkvæði „Ég held að Brynjar Níelsson sé nú ekki það viðkvæmt blóm að hann teldi það fordóma ef einhver kallaði hann framapotara,“ segir Fjölnir við Vísir. „Hann talar þarna um einhverja fordóma í greininni en ég held að myndi ekki einu sinni lyfta augabrún þótt einhver myndi segja þetta við hann.“ Hann segist þá viss um að viðhorf lögreglumanna hafi ekki áhrif á störf þeirra eins og Brynjar fullyrðir og þvertekur fyrir að nokkur innan lögreglunnar eigi við sönnunargögn. „Lögreglumenn eru ekkert að fara á staðinn að eigin frumkvæði. Þeir eru bara að sinna útkalli sem kemur frá fjarskiptamiðstöðinni um brot á sóttvarnareglum,“ segir Fjölnir. Málið sýni frekar að lögreglumenn telji alla jafna fyrir lögum og grípi í taumana sama hver eigi í hlut, þótt það sé ráðherra. „Og ég skil ekkert í Brynjari að vera að gefa það í skyn að lögregla eigi við sönnunargögn. Og svo hugsar maður alltaf þegar Brynjar skrifar: Æ ég nenni nú ekki að fara að rífast við hann. En auðvitað þarf einhver að svara þessu bulli.“
Ráðherra í Ásmundarsal Lögreglan Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24 Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30 Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Minnti Áslaugu á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtalinu Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu minnti dómsmálaráðherra á að skipta sér ekki af rannsókn málsins í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Þetta sagði lögreglustjórinn á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. 30. júní 2021 11:24
Samtal lögreglumannanna hafi lýst fordómum Formaður nefndar um eftirlit með lögreglu (NEL) segir ljóst að samtal lögreglumannanna tveggja við Ásmundarsal, sem nefndin taldi ámælisvert, hafi ekki verið persónulegt. Það hafi snúið beint að þeim sem lögregla hafði afskipti af á vettvangi, lýst fordómum og því fullt tilefni fyrir nefndina að fjalla sérstaklega um það. 30. júní 2021 12:30
Telur mögulegt að lögregla hafi átt við fleiri upptökur Nefnd um eftirlit með lögreglu skoðar nú hvort tilefni sé til að taka aftur upp fjögur mál eftir að í ljós kom að lögreglan getur sjálf átt við upptökur búkmyndavéla sinna. Skúli Þór Gunnsteinsson, formaður nefndarinnar, vill ekki upplýsa um hvaða mál þetta séu á þessu stigi því nefndin hefur ekki enn tekið formlega ákvörðun um framhaldið. 29. júní 2021 06:00