Allir andstæðingar Íslands í sögu Þjóðadeildar enn með á EM Sindri Sverrisson skrifar 2. júlí 2021 14:01 Phil Foden og félagar mættu á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni en þá var Foden ekki búinn að aflita hárið sitt. Foden var svo rekinn heim frá Íslandi eftir brott á sóttvarnareglum. Getty/Hafliði Breiðfjörð Íslendingar hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í Þjóðadeildinni í fótbolta karla en þar hafa andstæðingarnir líka verið fjórar af bestu knattspyrnuþjóðum Evrópu. Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Það vill þannig til að allir mótherjar Íslands í sögu Þjóðadeildarinnar eru enn með á Evrópumótinu nú þegar átta liða úrslit eru að hefjast. Engin þeirra fjögurra liða sem Ísland hefur mætt í Þjóðadeildinni mætast í átta liða úrslitunum og því ekki útilokað að þau komist öll í undanúrslitin. Eftir þann magnaða árangur Íslands að komast í átta liða úrslit á EM í Frakklandi 2016, og á sjálft heimsmeistaramótið í Rússlandi 2018, fékk íslenska liðið sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar þegar henni var komið á laggirnar haustið 2018. Íslendingar býsnuðust sumir hverjir yfir hverju tapinu á fætur öðru í keppninni, án þess kannski að átta sig á hve mikið erfiðara verkefni Íslands var en liða á borð við Svíþjóð, Noreg og fleiri sem fengu ekki sæti í A-deild. Tíu töp í Þjóðadeildinni undir stjórn Hamréns Erik Hamrén tók við íslenska landsliðinu skömmu fyrir fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Alls voru 10 af 28 leikjum Íslands undir stjórn Hamréns í Þjóðadeildinni og töpuðust allir, en liðið vann aftur á móti sex af tíu leikjum sínum í undankeppni EM. Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar var Ísland í riðli með Belgíu og Sviss, og tapaði öllum sínum leikjum. Eina mark Íslands kom í 2-1 tapi gegn Sviss á Laugardalsvelli. Liðum í A-deild var svo fjölgað úr 12 í 16 og því hélt Ísland sæti sínu þar í næstu keppni. Þá mætti liðið aftur Belgíu, og einnig Englandi og Danmörku. Aftur tapaði Ísland öllum sínum leikjum, og skoraði þrjú mörk gegn 17. Sviss mætir Spáni í dag klukkan 16 og í kvöld mætir Belgía liði Ítalíu. Á morgun eiga Danir leik við Tékka og Englendingar mæta svo Úkraínumönnum. Margir fyrrverandi gestir Laugardalsvallar verða því á ferðinni í dag og á morgun á EM. Áætlað er að þriðja leiktíð í Þjóðadeildinni hefjist í júní á næsta ári. Ísland verður þá í B-deild. Úkraína er eina liðið í átta liða úrslitum EM sem einnig verður í B-deildinni en hin sjö verða í A-deildinni. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira