Tékkar Schick Tékkland inn í undanúrslit eða hefur Kjær-leikur Dana betur? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júlí 2021 10:00 Patrik Schick og Simon Kjær munu eigast við í dag. Vísir/EPA Tékkland og Danmörk mætast í 8-liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu í dag. Liðin hafa bæði þurft að ferðast yfir fjöll og firnindi en leikur dagsins fer fram í Bakú í Aserbaísjan. Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlegan sigur Sviss á Frakklandi væri Tékkland sjálfvalið spútniklið mótsins til þessa. Það er kannski erfitt að velja lið sem endaði í 3. sæti í sínum riðli sem spútniklið en Tékkland hefur komið verulega á óvart. Magnaður 2-0 sigur á Skotum í fyrstu umferð þar sem mark mótsins – til þessa – var skorað. Þar á eftir kom sterkt 1-1 jafntefli gegn Króatíu og svo 0-1 tap gegn Englandi í síðasta leik riðlakeppninnar skipti litlu þar sem Tékkarnir voru öruggir áfram. Hið forna stórveldi Holland beið í 16-liða úrslitum en reyndist það lítil mótstaða. Patrik Schick hélt áfram að raða inn mörkum og Tékkar flugu inn í 8-liða úrslit. Schick hefur nú skorað fjögur af fimm mörkum Tékka á EM og virðist ætla vera ein af vonarstjörnum mótsins. Það er ljóst að Simon Kjær og félagar í öftustu línu danska liðsins þurfa að hafa góðar gætur á Schick í dag. Kjær hefur fengið mikið lof á mótinu. Hann drýgði hetjudáð í fyrsta leik er landi hans Christian Eriksen hné til jarðar. Hann – líkt og aðrir leikmenn danska liðsins – átti erfitt uppdráttar gegn Belgíu í annarri umferð riðlakeppninnar en hefur vart stigið feilspor eftir það. Erfitt er að dæma leikinn gegn Belgíu enda atvikið úr leiknum gegn Finnlandi enn í fersku minni. Undirritaður var í stúkunni á leiknum og annað eins andrúmsloft hefur maður vart upplifað. Það er erfitt að setja í orð hvernig stemmningin á leiknum var en það virkaði sem leikmenn danska liðsins – og þess belgíska – væru andlega búnir á því í hálfleik. Eflaust hefur hitinn ekki hjálpað til en það slefaði í 30 gráður í Kaupmannahöfn þennan dag. Að eiga ferska Kevin De Bruyne og Eden Hazard á varamannabekknum hefur svo eflaust hjálpað Belgum í síðari hálfleik. Kjær lét súrt 1-2 tap ekki á sig fá og rak sína menn áfram í lokaleiknum gegn Rússlandi. Þar vannst 4-1 sigur og sæti í 16-liða úrslitum í höfn. Þar reyndist Wales engin fyrirstaða, lokatölur 4-0 og Danir verðskuldað komnir í 8-liða úrslit. Last 10 minutes of this Denmark game have me in Tears of Joy. I am not Danish. Never even set foot in Denmark. But watching this team, who were forced to play in wake of Christian Eriksen's collapse, summon the tenacity to rebound, fight and win is Sports at its very Best pic.twitter.com/4Z4wknDSlm— roger bennett (@rogbennett) June 21, 2021 Það er ekki að ástæðulausu að Danmörk situr í 10. sæti heimslista FIFA. Valinn maður í hverju rúmi og þó besti leikmaður liðsins verði ekki meira með má reikna með að samheldnin sé enn meiri í dag en hún var fyrir mót. Tékkland, sem situr í 40. sæti heimslistans, átti ekki í neinum vandræðum með Holland [16. sæti] og er þeir til alls líklegir í dag. Með Schick í fararbroddi er allt hægt en Kjær-leikur Dana gæti reynst þeim ofviða. Þetta kemur allt í ljós klukkan 16.00 að íslenskum tíma er liðin stíga á stokk í Bakú í Aserbaísjan. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og aðrir leikir Evrópumótsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Ef ekki hefði verið fyrir ótrúlegan sigur Sviss á Frakklandi væri Tékkland sjálfvalið spútniklið mótsins til þessa. Það er kannski erfitt að velja lið sem endaði í 3. sæti í sínum riðli sem spútniklið en Tékkland hefur komið verulega á óvart. Magnaður 2-0 sigur á Skotum í fyrstu umferð þar sem mark mótsins – til þessa – var skorað. Þar á eftir kom sterkt 1-1 jafntefli gegn Króatíu og svo 0-1 tap gegn Englandi í síðasta leik riðlakeppninnar skipti litlu þar sem Tékkarnir voru öruggir áfram. Hið forna stórveldi Holland beið í 16-liða úrslitum en reyndist það lítil mótstaða. Patrik Schick hélt áfram að raða inn mörkum og Tékkar flugu inn í 8-liða úrslit. Schick hefur nú skorað fjögur af fimm mörkum Tékka á EM og virðist ætla vera ein af vonarstjörnum mótsins. Það er ljóst að Simon Kjær og félagar í öftustu línu danska liðsins þurfa að hafa góðar gætur á Schick í dag. Kjær hefur fengið mikið lof á mótinu. Hann drýgði hetjudáð í fyrsta leik er landi hans Christian Eriksen hné til jarðar. Hann – líkt og aðrir leikmenn danska liðsins – átti erfitt uppdráttar gegn Belgíu í annarri umferð riðlakeppninnar en hefur vart stigið feilspor eftir það. Erfitt er að dæma leikinn gegn Belgíu enda atvikið úr leiknum gegn Finnlandi enn í fersku minni. Undirritaður var í stúkunni á leiknum og annað eins andrúmsloft hefur maður vart upplifað. Það er erfitt að setja í orð hvernig stemmningin á leiknum var en það virkaði sem leikmenn danska liðsins – og þess belgíska – væru andlega búnir á því í hálfleik. Eflaust hefur hitinn ekki hjálpað til en það slefaði í 30 gráður í Kaupmannahöfn þennan dag. Að eiga ferska Kevin De Bruyne og Eden Hazard á varamannabekknum hefur svo eflaust hjálpað Belgum í síðari hálfleik. Kjær lét súrt 1-2 tap ekki á sig fá og rak sína menn áfram í lokaleiknum gegn Rússlandi. Þar vannst 4-1 sigur og sæti í 16-liða úrslitum í höfn. Þar reyndist Wales engin fyrirstaða, lokatölur 4-0 og Danir verðskuldað komnir í 8-liða úrslit. Last 10 minutes of this Denmark game have me in Tears of Joy. I am not Danish. Never even set foot in Denmark. But watching this team, who were forced to play in wake of Christian Eriksen's collapse, summon the tenacity to rebound, fight and win is Sports at its very Best pic.twitter.com/4Z4wknDSlm— roger bennett (@rogbennett) June 21, 2021 Það er ekki að ástæðulausu að Danmörk situr í 10. sæti heimslista FIFA. Valinn maður í hverju rúmi og þó besti leikmaður liðsins verði ekki meira með má reikna með að samheldnin sé enn meiri í dag en hún var fyrir mót. Tékkland, sem situr í 40. sæti heimslistans, átti ekki í neinum vandræðum með Holland [16. sæti] og er þeir til alls líklegir í dag. Með Schick í fararbroddi er allt hægt en Kjær-leikur Dana gæti reynst þeim ofviða. Þetta kemur allt í ljós klukkan 16.00 að íslenskum tíma er liðin stíga á stokk í Bakú í Aserbaísjan. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport líkt og aðrir leikir Evrópumótsins. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Onana ekki með gegn Newcastle Enski boltinn Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Enski boltinn „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ Formúla 1 Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Íslenski boltinn Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Sport Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur Fótbolti Fleiri fréttir Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Í beinni: Alaves - Real Madrid | Tekst að saxa á Börsunga? Düsseldorf nálgast toppinn Í beinni: Vestri - FH | Byrja núna á alvöru heimavelli Í beinni: Wolves - Tottenham | Stund milli Evrópustríða hjá Spurs Í beinni: Liverpool - West Ham | Salah nýbúinn að semja Í beinni: Fiorentina - Parma | Nálgast Albert og félagar sæti í Meistaradeild? Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Júlíus spilaði með brákað bein en verður frá næstu vikur VAR í Bestu deildina? „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira