Oddi á Rangárvöllum í þjóðbraut á ný með brú til Vestur-Landeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2021 21:21 Bílar aka yfir Oddabrú að vígsluathöfn lokinni. Arnar Halldórsson Hið forni höfuðstaður, Oddi á Rangárvöllum, er aftur kominn í alfaraleið með nýrri brú yfir Þverá, sem styttir verulega leiðina milli Rangárvalla og Vestur-Landeyja. Brúin er 93 metra löng og reist í samstarfi sveitarfélagsins Rangárþings ytra og Vegagerðarinnar. Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Formleg opnun brúarinnar í gær markaði jafnframt upphaf Oddahátíðar. Meðal viðstaddra voru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra, að því er fram kom í fréttum Stöðvar 2. Frá Oddahátíð í gær. Hátíðartjaldi hafði verið slegið upp þar sem boðið var upp á tónleika, veitingar og ræðuhöld.Arnar Halldórsson Eftir að bílaöld gekk í garð og menn hættu að fara yfir fljótin á hestum varð það hlutskipti Odda að verða endastöð á botnlanga, þar til núna. Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, sagði langþráð baráttumál í höfn og hrósaði meðal annars verktakanum, vinnuflokki Mikaels ehf. frá Hornafirði. „Hvílíkir dugnaðarforkar. Við höfum bara aldrei séð annað eins. Og eru þó Rangæingar duglegir að eðlisfari,“ sagði Ágúst. Sveitarstjórinn afhenti síðan Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra brúna og veginn. Verkinu lýkur þó ekki fyrr en í haust með malbikun vegarins. Vígsluathöfnin fór fram við brúarsporðinn Landeyjamegin.Arnar Halldórsson Samgönguráðherra nefndi sem dæmi að fyrir íbúa í Landeyjum og á Bakkabæjum styttist leiðin til Hellu um 15 kílómetra. Hann sagði þetta langþráða og þarfa öryggistengingu sem myndi þjóna sem flóttaleið í Kötluhlaupum fyrir íbúa í Rangárþingi. Sóknarpresturinn í Odda, Elína Hrund Kristjánsdóttir, blessaði að lokum mannvirkið. Gestir héldu síðan til Oddahátíðar þar sem þrjátíu ára afmæli Oddafélagsins var fagnað. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Rangárþing ytra Þjóðkirkjan Samgöngur Katla Tengdar fréttir Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15 Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Katrín líkti Sæmundi fróða við tístara Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Oddahátið í dag. Hátíðin fór fram á Rangárvöllum í tilefni þrjátíu ára afmælis Oddafélagsins. 3. júlí 2021 18:15
Ný kirkja byggð í Odda og Sæmundarstofa Mikil uppbygging er framundan á Odda á Rangárvöllum því þar á að fara að byggja nýja kirkju og Sæmundarstofu til heiðurs „Sæmundar Fróða“. Oddi var á öldum áður eitt mesta höfðingja- og menntasetur á Íslandi og þar ólst upp meðal annarra Snorri Sturluson. 13. febrúar 2021 12:23