Útilokuð frá Ólympíuleikunum en lofar því að verða heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 09:30 Sha'Carri Richardson er enn bara 21 árs gömul og á því framtíðina fyrir sér. Getty/Cliff Hawkins Sha'Carri Richardson hefur allt til þess að bera til að verða næsta súperstjarna í frjálsum íþróttum en marijúana notkun hennar kom fram á lyfjaprófi á dögunum og missti hún fyrir vikið keppnisrétt inn á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Sjá meira
Sha'Carri er mjög hæfileikarík og afar litrík á hlaupabrautinni. Það var mikið fjallað um hana eftir að hún tryggði sig inn á leikana. Frétt um fall á lyfjaprófi kom því flatt upp á marga. Richardson hefur komið fram og beðist afsökunar á neyslu sinni en hún sagðist hafa reykt marijúana til að róa sig niður eftir að hafa frétt af andláti líffræðilegrar móður sinnar. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) Margir hafa komið fram og hneykslast á því, að efni sem hjálpar henni ekki á hlaupabrautinni, sé að koma í veg fyrir að hún megi keppa á leikunum. Reglur eru samt reglur og þeim ber að fylgja. Sha'Carri Richardson vann bandaríska úrtökumótið í 100 metra hlaupi þegar hún hljóp á 10,86 sekúndum. Það var því búist við því að hún tæki gullverðlaunin á leikunum og gæti orðið fyrsta bandaríski spretthlauparinn til að vinna Ólympíugull í 100 metra hlaupi kvenna síðan 1996. View this post on Instagram A post shared by Women In Sports (@womeninsportsinc) „Þetta eru bara einir Ólympíuleikar. Ég er 21 árs gömul og er því enn mjög ung. Ég hef nóg að Ólympíuleikum til að keppa á í framtíðinni og ég hef nóg af hæfileikum. Allt sem ég geri er náttúrulegt og hér eru engir sterar eða eitthvað slíkt,“ sagði Sha'Carri Richardson. „Þetta atvik snerist um marijúana og um leið og refsingin er liðin þá mun ég geta keppt aftur. Í hvert skipti sem ég fer inn á hlaupabrautina þá verð ég tilbúin í allt það sem Alþjóðalyfjanefndin vill fá frá mér,“ sagði Richardson í samtali við ESPN. Hún kom seinna fram með yfirlýsingu á Twitter. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Mér þykir leitt að geta ekki orðið Ólympíumeistari í ár en ég lofa því að ég verð heimsmeistarinn ykkar á næsta ári,“ sagði Richardson. Næsta heimsmeistaramót í frjálsum fer fram í Oregon í Bandaríkjunum í ágúst á næsta ári.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Sjá meira