Veratti ber af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 13:30 Marco Veratti í hvítri treyju Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Marco Veratti hefur staðið sig hvað best af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Allavega ef meðaleinkunn þeirra er skoðuð. Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira
Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Sjá meira