Veratti ber af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júlí 2021 13:30 Marco Veratti í hvítri treyju Ítalíu. Matthias Hangst/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Marco Veratti hefur staðið sig hvað best af þeim leikmönnum sem eru komnir í undanúrslit Evrópumótsins í knattspyrnu. Allavega ef meðaleinkunn þeirra er skoðuð. Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira
Ítalski miðjumaðurinn hefur tekið þátt í þremur leikjum til þessa á mótinu og er með meðaleinkunn upp á 7,91. Tölfræðivefurinn WhoScored greinir alla leiki mótsins og gefur mönnum einkunn. Þar ber Veratti af en næst honum eru Harry Maguire, Jokam Mæhle og Sergio Busquets. Top rated player per #EURO2020 semi-finalist#ITA Marco Verratti - 7.97#ESP Sergio Busquets - 7.51#ENG Harry Maguire - 7.62#DEN Joakim Maehle - 7.52 pic.twitter.com/UB304iyEWi— WhoScored.com (@WhoScored) July 5, 2021 Veratti hóf mótið á varamannabekk Ítalíu enda meiddist hann skömmu fyrir mót. Kom hann ekki inn í liðið fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar þar sem Ítalía vann 1-0 sigur á Wales. Var hinn 28 ára gamli Veratti valinn maður leiksins með 8,6 í einkunn. Veratti byrjaði leik Ítalíu í 16-liða úrslitum þar sem Austurríki stóð sig betur en reiknað var með. Ítalía vann á endanum 2-1 í framlengdum leik og fékk Veratti 7,5 fyrir frammistöðu sína í leiknum. Hann bætti svo um betur í stórleik 8-liða úrslita þar sem Ítalía lagði Belgíu 2-1. Veratti fékk 7,8 í einkunn eftir að hafa lagt upp fyrra mark sinna manna og náð sér í gult spjald. Maguire í hvítri treyju Englands.EPA-EFE/Alessandra Tarantino Líkt og Veratti þá missti Harry Maguire af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Maguire kom inn í byrjunarliðið – líkt og Veratti – í 1-0 sigri í lokaleik riðilsins [gegn Tékklandi]. Þar fékk hinn 28 ára gamli Maguire - jafnaldri Veratti - 7,3 í einkunn. Miðvörðurinn öflugi nældi sér í gult spjald sem og titilinn maður leiksins með 7,6 í einkunn í þægilegum 2-0 sigri á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Hann kórónaði mótið hjá sér með því að skora eitt af mörkum Englands í 4-0 sigri á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Fékk hann 7,9 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Mæhle í hvítri treyju Danmerkur.EPA-EFE/Peter Dejong Hinn 24 ára gamli Joakim Mæhle sker sig úr á listanum þar sem hann hefur komið við sögu í öllum leikjum Dana á mótinu. Erfitt er að dæma frammistöðu Mæhle í 0-1 tapi Danmerkur gegn Finnlandi. Fékk hann 6,7 í einkunn fyrir frammistöðuna í þeim leik. Mæhle fékk 6,9 í einkunn fyrir 1-2 tap Danmerkur gegn Belgíu. Eftir það hefur Mæhle - sem og allt danska liðið - sýnt allar sínar bestu hliðar. Hann skoraði fjórða markið í 4-1 sigri á Rússlandi og fékk 8,2 í einkunn er Danir tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum. Mæhle var aftur á skotskónum í 4-0 sigri á Wales í 16-liða úrslitum en það var hans besti leikur til þessa á mótinu. Fékk Mæhle 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann skoraði ekki í 2-1 sigrinum á Tékklandi í 8-liða úrslitum en lagði upp annað mark Danmerkur sem sá á endanum til þess að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum. Mæhle fékk þó „aðeins“ 7,2 í einkunn fyrir frammistöðu sína í leiknum. Sergio Busquets í hvítri treyju Spánar.EPA-EFE/David Ramos Sergio Busquets fylgir í fótspor Veratti og Maguire en hann missti af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Hinn 32 ára gamli reynslubolti kom inn í lið Spánverja í leik sem varð að vinnast. Spánn gerði gott betur en það og pakkaði Slóvakíu saman, lokatölur 5-0 þar sem Busquets nældi sér í gult spjald og fékk 7,3 fyrir frammistöðu sína. Aftur var Busquets á miðri miðjunni er Spánn lagði Króatíu 5-3 í 16-liða úrslitum. Leikurinn var frábær skemmtun en framlengingu þurfti til að útkljá viðureignina. Busquets fékk 7,5 í einkunn fyrir sína frammistöðu, aðeins fremstu þrír leikmenn Spánverja fengu betri einkunn. Að lokum var Busquets á miðjunni er Spánn tryggði sér sæti í undanúrslitum mótsins. Fékk hann 7,0 í einkunn fyrir leikinn gegn Sviss sem lauk með 1-1 jafntefli, það er eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Spánverjar reyndust yfirvegaðri og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit þó svo að Busquets hafi sett boltann í stöngina í fyrstu spyrnu Spánverja. Sergio Busquets mætir Marco Veratti í undanúrslitum en leikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum klukkan 19.00 annað kvöld. Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Sjá meira