Sigrar lýðræðisins Þröstur Friðfinnsson skrifar 6. júlí 2021 09:30 Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun. Samt létu ýmsir sig hafa það fram að samþykkt laganna og kannski lengur, að bera á borð þau fölsku rök að sameina yrði minni sveitarfélög öðrum, til að íbúar þeirra mættu fá lögboðna þjónustu. Aldrei var þó nefnt hver sú þjónusta er sem þá skortir en myndu betur fá eftir sameiningu. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur staðið einarðlega vörð um sjálfstjórnarréttinn og lýðræði íbúa. Enda vandséð að réttur íbúa minni sveitarfélaga til lýðræðis sé veikari en annarra þegna landsins. Önnur minni sveitarfélög hafa lagst á sömu árar og sýnt að þau eru raunar mikils megnug, samstaðan varð að áhrifabylgju sem eftir var tekið. Afgreiðsla Alþingis um að íbúar skuli ávalt hafa síðasta orðið í sameiningarmálum, er því sigur fyrir lýðræðið í landinu. Það verður þó ekki hjá því komist að gagnrýna Alþingi fyrir að lögfesta mismunun sem stenst illa jafnræðisreglu. Minni sveitarfélögum verður í framtíðinni skylt að rökstyðja sinn tilverurétt með greinargerð og sýna fram á að þau geti veitt viðunandi þjónustu, en ekki hinum stærri. Þó hefur stærri sveitarfélögum í mörgum tilvikum gengið ver að fullnægja þjónustuþörfum íbúa en hinum minni, t.d. um leikskólaþjónustu. Eins hefur ekki verið hægt að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélaga batnaði með stærð, þvert á móti. Snemmsumars fóru einnig fram tvennar íbúakosningar um sameiningar sveitarfélaga. Þingeyingar og Austur-Húnvetningar gengu til kosninga, frjálsir íbúar sex sveitarfélaga alls, án þess að hafa lögþvinganir yfir höfði sér. Í báðum tilvikum var búið að vinna vel að undirbúningi með sambærilegum hætti. Í báðum kosningunum var þátttaka góð og niðurstöður afdráttarlausar. Það má einnig hiklaust kalla það sigur lýðræðis þegar íbúar ganga vel upplýstir til kosninga um framtíð sinna samfélaga, á hvorn veginn sem niðurstöður fara. Margir hafa orðið til að óska Þingeyingum til hamingju með sína kosningu, þar sem sameining var samþykkt, þar á meðal stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Full ástæða er til að taka undir þær hamingjuóskir og einnig óskir um að vel gangi með myndun nýs sveitarfélags sem verði íbúum öllum til heilla. Færri hafa séð ástæðu til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju, þar sem íbúar tveggja sveitarfélaga af fjórum felldu sameiningu. Raunar hafa íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar jafnvel mátt sæta aðkasti fyrir að kunna ekki fótum sínum forráð. Það er þeim til skammar sem slíkt hafa látið frá sér fara. Þegar kosning um sameiningu er felld með miklum meirihluta, blasir við að íbúar sjá ekki fyrir sér þá framför sem að er stefnt með sameiningu. Sjá ekki möguleika á að þeir muni fá betri þjónustu, eða að sameiningin muni almennt verða þeirra samfélagi til framdráttar. Þetta er skýr niðurstaða, ekki síst þegar þeir meðvitað hafna í leiðinni hundruðum milljóna króna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í sameiningarframlög. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða frjálsra kosninga og ástæða til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju með hana ekki síður en Þingeyingum. Á síðustu áratugum hafa sveitarfélög sameinast víða um land. Því er nokkur reynsla komin á árangur. Segja má að þar sem vandamál eru fyrir er ólíklegt að sameining ein og sér leysi þau. Best ganga sameiningar ef nokkurt jafnvægi er í byggðamynstri og stöðu sveitarfélaganna. Síður ef minni sveitarfélög verða jaðarsvæði í stærri sveitarfélögum þar sem völd og fjármunir leita inn að stóru miðjunni. Það er mikill hroki og einföldun mála, að ætla að sameiningar og stækkun sveitarfélaga sé sjálfkrafa ávallt til góðs fyrir íbúana og þróun byggðar. Það ætti enginn að ætla sjálfum sér þá þekkingu að vita jafnan hvað er íbúum sveitarfélaganna fyrir bestu, betur en þeir sjálfir, hvar sem er um landið. Sérstaklega ættu stjórmálamenn að bera virðingu fyrir vitsmunum kjósenda sinna. Lýðræði er grundvöllur okkar samfélags, niðurstaða frjálsra kosninga er því sigur lýðræðisins. Fyrir því ættu allir að bera virðingu, hvort sem sú niðurstaða er mönnum að skapi sem slík, eða ekki. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Alþingi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Á lokakvöldi Alþingis í sumar var lögfest breyting á sveitarstjórnarlögum er varðar íbúalágmark. Alþingi féll frá þeirri stefnu að lögfesta 1000 íbúa lágmark í sveitarfélögum. Líklega fyrst og fremst af þvi hve illa gekk að finna haldbær rök fyrir slíkri ráðstöfun. Samt létu ýmsir sig hafa það fram að samþykkt laganna og kannski lengur, að bera á borð þau fölsku rök að sameina yrði minni sveitarfélög öðrum, til að íbúar þeirra mættu fá lögboðna þjónustu. Aldrei var þó nefnt hver sú þjónusta er sem þá skortir en myndu betur fá eftir sameiningu. Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps hefur staðið einarðlega vörð um sjálfstjórnarréttinn og lýðræði íbúa. Enda vandséð að réttur íbúa minni sveitarfélaga til lýðræðis sé veikari en annarra þegna landsins. Önnur minni sveitarfélög hafa lagst á sömu árar og sýnt að þau eru raunar mikils megnug, samstaðan varð að áhrifabylgju sem eftir var tekið. Afgreiðsla Alþingis um að íbúar skuli ávalt hafa síðasta orðið í sameiningarmálum, er því sigur fyrir lýðræðið í landinu. Það verður þó ekki hjá því komist að gagnrýna Alþingi fyrir að lögfesta mismunun sem stenst illa jafnræðisreglu. Minni sveitarfélögum verður í framtíðinni skylt að rökstyðja sinn tilverurétt með greinargerð og sýna fram á að þau geti veitt viðunandi þjónustu, en ekki hinum stærri. Þó hefur stærri sveitarfélögum í mörgum tilvikum gengið ver að fullnægja þjónustuþörfum íbúa en hinum minni, t.d. um leikskólaþjónustu. Eins hefur ekki verið hægt að sjá að fjárhagsstaða sveitarfélaga batnaði með stærð, þvert á móti. Snemmsumars fóru einnig fram tvennar íbúakosningar um sameiningar sveitarfélaga. Þingeyingar og Austur-Húnvetningar gengu til kosninga, frjálsir íbúar sex sveitarfélaga alls, án þess að hafa lögþvinganir yfir höfði sér. Í báðum tilvikum var búið að vinna vel að undirbúningi með sambærilegum hætti. Í báðum kosningunum var þátttaka góð og niðurstöður afdráttarlausar. Það má einnig hiklaust kalla það sigur lýðræðis þegar íbúar ganga vel upplýstir til kosninga um framtíð sinna samfélaga, á hvorn veginn sem niðurstöður fara. Margir hafa orðið til að óska Þingeyingum til hamingju með sína kosningu, þar sem sameining var samþykkt, þar á meðal stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Full ástæða er til að taka undir þær hamingjuóskir og einnig óskir um að vel gangi með myndun nýs sveitarfélags sem verði íbúum öllum til heilla. Færri hafa séð ástæðu til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju, þar sem íbúar tveggja sveitarfélaga af fjórum felldu sameiningu. Raunar hafa íbúar Skagastrandar og Skagabyggðar jafnvel mátt sæta aðkasti fyrir að kunna ekki fótum sínum forráð. Það er þeim til skammar sem slíkt hafa látið frá sér fara. Þegar kosning um sameiningu er felld með miklum meirihluta, blasir við að íbúar sjá ekki fyrir sér þá framför sem að er stefnt með sameiningu. Sjá ekki möguleika á að þeir muni fá betri þjónustu, eða að sameiningin muni almennt verða þeirra samfélagi til framdráttar. Þetta er skýr niðurstaða, ekki síst þegar þeir meðvitað hafna í leiðinni hundruðum milljóna króna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga í sameiningarframlög. Þetta er lýðræðisleg niðurstaða frjálsra kosninga og ástæða til að óska Austur-Húnvetningum til hamingju með hana ekki síður en Þingeyingum. Á síðustu áratugum hafa sveitarfélög sameinast víða um land. Því er nokkur reynsla komin á árangur. Segja má að þar sem vandamál eru fyrir er ólíklegt að sameining ein og sér leysi þau. Best ganga sameiningar ef nokkurt jafnvægi er í byggðamynstri og stöðu sveitarfélaganna. Síður ef minni sveitarfélög verða jaðarsvæði í stærri sveitarfélögum þar sem völd og fjármunir leita inn að stóru miðjunni. Það er mikill hroki og einföldun mála, að ætla að sameiningar og stækkun sveitarfélaga sé sjálfkrafa ávallt til góðs fyrir íbúana og þróun byggðar. Það ætti enginn að ætla sjálfum sér þá þekkingu að vita jafnan hvað er íbúum sveitarfélaganna fyrir bestu, betur en þeir sjálfir, hvar sem er um landið. Sérstaklega ættu stjórmálamenn að bera virðingu fyrir vitsmunum kjósenda sinna. Lýðræði er grundvöllur okkar samfélags, niðurstaða frjálsra kosninga er því sigur lýðræðisins. Fyrir því ættu allir að bera virðingu, hvort sem sú niðurstaða er mönnum að skapi sem slík, eða ekki. Höfundur er sveitarstjóri.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar