Írarnir Grealish og Rice í aðalhlutverki hjá enska landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2021 15:45 Jack Grealish og Declan Rice eftir sigurinn á Þýskalandi í 16-liða úrslitum. Robin Jones/Getty Images Tveir af aðalmönnum enska landsliðsins voru hársbreidd frá því að velja Írland fram yfir England. Þeir Declan Rice og Jack Grealish spiluðu báðir fyrir yngri landslið Írlands og stefndu á að spila fyrir þá grænklæddu áður en enska knattspyrnusambandið hafði samband. Báðir hafa spilað stóra rullu það sem af er EM en enska liðið er komið alla leið í undanúrslit mótsins. Rice og Grealish eru ekki einsdæmi í enska landsliðinu. Til að mynda eiga Kyle Walker og Raheem Sterling ættir að rekja til Jamaíka. Foreldrar Jadon Sancho koma frá Trínidad & Tóbagó og þá á Harry Kane einnig ættir að rekja til Írlands. Tvíeykið sem nefnt er hér að ofan sker sig hins vegar úr því þeir léku báðr með yngri landsliðum Írlands og voru hársbreidd frá því að leika mótsleik með A-landsliðinu. Það hefði þýtt að þeir gætu ekki skipt um þjóðerni - inn á knattspyrnuvellinum þar að segja. Declan Rice í leik með Írlandi.Andrew Surma/Getty Images Raunar lék Rice þrjá A-landsleiki en allt voru vináttulandsleikir og þar sem hann var ekki orðinn 21 árs er hann lék leikina gat hann skipt út grænni treyju Írlands fyrir hvíta treyju Englands. Rice var duglegri að ræða írska forfeður sína og sagði árið 2018 að það augnablik sem hefði fyllt hann hvað mestu stolti á lífsleiðinni hefði verið þegar hann stóð tárvotur inn á knattspyrnuvelli að hlusta á írska þjóðsönginn fyrir leik gegn Tyrklandi í mars sama ár. Þá kyssti Rice merkið er hann skoraði fyrir U-21 árs landslið Írlands. Sjá má atvikið hér að neðan, það kemur eftir tæpar 30 sekúndur. Incredible fan footage from tonight s #IRLU21 win against Azerbaijan! Look at the passion in the celebrations! #COYBIG pic.twitter.com/o7p3qDGGp5— FAIreland (@FAIreland) March 27, 2018 Á endanum – stuttu eftir að England komst í undanúrslit á HM í Rússlandi og Rice hafði beðið um að vera ekki valinn í leik Írlands í Þjóðadeildinni – tók hinn ungi miðjumaður West Ham United ákvörðun sem hann lýsir sem þeirri erfiðustu á ferli sínum. Hann ákvað að stökkva á Gareth Southgate-hraðlestina og sér ekki eftir því í dag þó svo að hann vilji eflaust ekki hitta Kevin Kilbane, fyrrum írskan landsliðsmann, í dimmu húsasundi. If you re a proud Englishman then why play for us in the first place?— Kevin Kilbane (@kdkilbane77) February 13, 2019 Rice grætur sig þó eflaust ekki í svefn þar sem hann er lykilmaður í ensku landsliði sem á fína möguleika á að vinna sitt fyrsta stórmót síðan England varð heimsmeistari árið 1966. Ekki var það auðveldara fyrir Grealish en á þeim tíma sem hann var að íhuga landsliðsframtíð sína var Roy Keane aðstoðarþjálfari þar sem Grealish spilaði, hjá Ston Villa. Keane, fyrrum fyrirliði Írlands, er ekki þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og sagði Grealish oftar en einu sinni að hann ætti að velja Írland. Grealish hefur augljóslega ekki hlustað á hinn geðþekka Íra og valdi á endanum að spila fyrir England. Það tók þó sinn tíma að taka þá ákvörðun. Jack Grealish í leik með U-21 árs landsliði Írlands gegn U-21 árs landsliði Þýskalands.Ronny Hartmann/Getty Images Grealish var hluti af yngri landsliðum Írlands og þegar hann var 19 ára gamall, árið 2015, virtist sem hann yrði valinn í A-landsliðið. Allt kom fyrir ekki, Grealish gaf ekki kost á sér og tók í kjölfarið ársfrí frá landsliðsfótbolta. Árið 2016 var hann svo valinn í enska U-21 árs landsliðið og þá var ekki aftur snúið. Hann spilaði sjö leiki með liðinu og spilaði svo sinn fyrsta A-landsleik árið 2020. Þó hann hafi aðeins verið í byrjunarliði Englands einu sinni til þessa á Evrópumótinu þá hefur hann nýtt mínútur sínar vel. Hann lagði upp sigurmark Englands í eina leiknum sem hann hefur byrjað, gegn Tekklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Grealish kom inn af bekknum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum og átti stóran þátt í fyrra marki Englands ásamt því að leggja upp síðara markið á Harry Kane í öruggum 2-0 sigri. Two of England s stars from this tournament started their international careers with Republic of Ireland.It hasn t been your normal kind of story for Jack Grealish or Declan Rice.How #ENG coaxed them away, by the people who made it happen. https://t.co/fJ279j7Hzb— Daniel Taylor (@DTathletic) July 6, 2021 Írar gráta sig mögulega enn í svefn að þessir tveir hæfileikaríku leikmenn hafi ákveðið að spila fyrir England en þeir tveir sjá eflaust ekki eftir ákvörðun sinni. Declan Rice og Jack Grealish geta hjálpað Englandi að komast í úrslit EM á morgun er Danmörk mætir á Wembley. Leikur Englendinga og Dana hefst klukkan 19.00 á morgun og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 40 mínútum fyrir leik eða klukkan 18.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira
Báðir hafa spilað stóra rullu það sem af er EM en enska liðið er komið alla leið í undanúrslit mótsins. Rice og Grealish eru ekki einsdæmi í enska landsliðinu. Til að mynda eiga Kyle Walker og Raheem Sterling ættir að rekja til Jamaíka. Foreldrar Jadon Sancho koma frá Trínidad & Tóbagó og þá á Harry Kane einnig ættir að rekja til Írlands. Tvíeykið sem nefnt er hér að ofan sker sig hins vegar úr því þeir léku báðr með yngri landsliðum Írlands og voru hársbreidd frá því að leika mótsleik með A-landsliðinu. Það hefði þýtt að þeir gætu ekki skipt um þjóðerni - inn á knattspyrnuvellinum þar að segja. Declan Rice í leik með Írlandi.Andrew Surma/Getty Images Raunar lék Rice þrjá A-landsleiki en allt voru vináttulandsleikir og þar sem hann var ekki orðinn 21 árs er hann lék leikina gat hann skipt út grænni treyju Írlands fyrir hvíta treyju Englands. Rice var duglegri að ræða írska forfeður sína og sagði árið 2018 að það augnablik sem hefði fyllt hann hvað mestu stolti á lífsleiðinni hefði verið þegar hann stóð tárvotur inn á knattspyrnuvelli að hlusta á írska þjóðsönginn fyrir leik gegn Tyrklandi í mars sama ár. Þá kyssti Rice merkið er hann skoraði fyrir U-21 árs landslið Írlands. Sjá má atvikið hér að neðan, það kemur eftir tæpar 30 sekúndur. Incredible fan footage from tonight s #IRLU21 win against Azerbaijan! Look at the passion in the celebrations! #COYBIG pic.twitter.com/o7p3qDGGp5— FAIreland (@FAIreland) March 27, 2018 Á endanum – stuttu eftir að England komst í undanúrslit á HM í Rússlandi og Rice hafði beðið um að vera ekki valinn í leik Írlands í Þjóðadeildinni – tók hinn ungi miðjumaður West Ham United ákvörðun sem hann lýsir sem þeirri erfiðustu á ferli sínum. Hann ákvað að stökkva á Gareth Southgate-hraðlestina og sér ekki eftir því í dag þó svo að hann vilji eflaust ekki hitta Kevin Kilbane, fyrrum írskan landsliðsmann, í dimmu húsasundi. If you re a proud Englishman then why play for us in the first place?— Kevin Kilbane (@kdkilbane77) February 13, 2019 Rice grætur sig þó eflaust ekki í svefn þar sem hann er lykilmaður í ensku landsliði sem á fína möguleika á að vinna sitt fyrsta stórmót síðan England varð heimsmeistari árið 1966. Ekki var það auðveldara fyrir Grealish en á þeim tíma sem hann var að íhuga landsliðsframtíð sína var Roy Keane aðstoðarþjálfari þar sem Grealish spilaði, hjá Ston Villa. Keane, fyrrum fyrirliði Írlands, er ekki þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og sagði Grealish oftar en einu sinni að hann ætti að velja Írland. Grealish hefur augljóslega ekki hlustað á hinn geðþekka Íra og valdi á endanum að spila fyrir England. Það tók þó sinn tíma að taka þá ákvörðun. Jack Grealish í leik með U-21 árs landsliði Írlands gegn U-21 árs landsliði Þýskalands.Ronny Hartmann/Getty Images Grealish var hluti af yngri landsliðum Írlands og þegar hann var 19 ára gamall, árið 2015, virtist sem hann yrði valinn í A-landsliðið. Allt kom fyrir ekki, Grealish gaf ekki kost á sér og tók í kjölfarið ársfrí frá landsliðsfótbolta. Árið 2016 var hann svo valinn í enska U-21 árs landsliðið og þá var ekki aftur snúið. Hann spilaði sjö leiki með liðinu og spilaði svo sinn fyrsta A-landsleik árið 2020. Þó hann hafi aðeins verið í byrjunarliði Englands einu sinni til þessa á Evrópumótinu þá hefur hann nýtt mínútur sínar vel. Hann lagði upp sigurmark Englands í eina leiknum sem hann hefur byrjað, gegn Tekklandi í lokaleik riðlakeppninnar. Grealish kom inn af bekknum gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum og átti stóran þátt í fyrra marki Englands ásamt því að leggja upp síðara markið á Harry Kane í öruggum 2-0 sigri. Two of England s stars from this tournament started their international careers with Republic of Ireland.It hasn t been your normal kind of story for Jack Grealish or Declan Rice.How #ENG coaxed them away, by the people who made it happen. https://t.co/fJ279j7Hzb— Daniel Taylor (@DTathletic) July 6, 2021 Írar gráta sig mögulega enn í svefn að þessir tveir hæfileikaríku leikmenn hafi ákveðið að spila fyrir England en þeir tveir sjá eflaust ekki eftir ákvörðun sinni. Declan Rice og Jack Grealish geta hjálpað Englandi að komast í úrslit EM á morgun er Danmörk mætir á Wembley. Leikur Englendinga og Dana hefst klukkan 19.00 á morgun og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 40 mínútum fyrir leik eða klukkan 18.20. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Fótbolti Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Í beinni: Real Betis - Chelsea | Barist um titil í Póllandi Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Sjá meira