Rasísk framkoma Griezmann og Dembélé vekur hörð viðbrögð Valur Páll Eiríksson skrifar 8. júlí 2021 07:01 Óvissa ríkir um framtíð Dembélé (t.v.) og Griezmann (t.h.) í Katalóníu. NurPhoto via Getty Images/Urbanandsport Myndskeið af Frökkunum Antoine Griezmann og Ousmane Dembélé, leikmönnum Barcelona, sem lak á netið á dögunum hefur vakið hörð viðbrögð. Stórfyrirtækin Rakuten og Konami hafa gagnrýnt þá harðlega og Barcelona útilokar ekki að refsa þeim. Myndskeiðið er frá sumrinu 2019 þegar Barcelona lék æfingaleiki í Japan í aðdraganda tímabilsins 2019-20. Frakkarnir tveir fengu þá starfsmenn hótelsins sem þeir gistu á til að aðstoða sig með tæknileg vandræði tengd sjónvarpinu á herberginu. Þeir tóku þá upp myndband þar sem þeir gerðu grín að starfsmönnunum, að þeirra útliti, tungumáli, og spurðu hvort að Japan ætti ekki örugglega að flokkast sem þróað land. Griezmann og Dembélé báðust afsökunar eftir harða gagnrýni sem þeir hlutu eftir birtingu myndbandsins í vikunni. Þar sögðu þeir grínið vera ótengt uppruna starfsfólksins og að þeir hefðu gert samskonar grín sama hvar þeir væru í heiminum. Stórfyrirtæki ósátt Japanska stórfyrirtækið Rakuten er aðalstyrktaraðili Barcelona og prýðir treyjur félagsins. Forseti fyrirtækisins, Hiroshi Makatani, sendi frá sér tilkynningu á Twitter vegna málsins í fyrradag, þar sem hann greindi frá því að Rakuten myndi koma áleiðis formlegum mótmælum til Barcelona vegna málsins. FCB — H. Mikitani (@hmikitani) July 6, 2021 Þá greindi japanski tölvuleikjaframleiðandinn Konami frá því í yfirlýsingu í gær að samningi fyrirtækisins við Griezmann sem andlit Yu-Gi-Oh-spilanna vinsælu, hefði verið rift. Fyrirtækið, sem framleiðir fótboltatölvuleikinn Pro Evolution Soccer, óskaði einnig eftir útskýringum frá leikmönnunum og félaginu, og kallaði eftir einhvers konar aðgerðum. Ekki í línu við gildi félagsins Barcelona brást við þessum áköllum með því að senda frá sér tilkynningu í gær. Þar er hegðun leikmannana fordæmd og þeir stuðningsmenn sem hafi móðgast af gjörðum Frakkana beðnir afsökunar. Látið er fylgja að atvikið hafi átt sér stað í stjórnartíð fyrri stjórnar og forseta, en Joan Laporta var kjörinn forseti félagsins í ár. Ný stjórn sé áræðin í því að taka á málinu og ganga úr skugga um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Enn fremur er tekið fram að aukin áhersla verði lögð á menntun leikmanna er viðkemur kynþáttum, mismunun og fjölbreytileika, félagið umberi ekki rasisma eða mismunun af neinu tagi. Ekki sé útilokað að leikmennirnir muni sæta refsingu frá félaginu. Ekki fyrsta skipti hjá Griezmann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Griezmann sætir gagnrýni vegna rasisma. Árið 2017 var hann harðlega gagnrýndur fyrir að lita sig svartan (e. blackface) fyrir búningateiti, þar sem hann litaði húð sína svarta frá toppi til táar í NBA All Star-búningi. Griezmann baðst afsökunar á þeirri framgöngu sinni á þeim tíma. Griezmann deildi mynd af sér fyrir búningsteitið í desember 2017.Mynd/Skjáskot Framtíð Frakkanna beggja er talin í óvissu hjá spænska stórliðinu sem glímir við mikil fjárhagsvandræði. Spænskir miðlar hafa greint frá því að Griezmann sé til sölu, fari svo að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning í Katalóníu, en liðið vilji annars halda honum. Samningur Ousmane Dembélé rennur þá út næsta sumar og óvíst hversu langt hann á eftir hjá Barcelona. Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Myndskeiðið er frá sumrinu 2019 þegar Barcelona lék æfingaleiki í Japan í aðdraganda tímabilsins 2019-20. Frakkarnir tveir fengu þá starfsmenn hótelsins sem þeir gistu á til að aðstoða sig með tæknileg vandræði tengd sjónvarpinu á herberginu. Þeir tóku þá upp myndband þar sem þeir gerðu grín að starfsmönnunum, að þeirra útliti, tungumáli, og spurðu hvort að Japan ætti ekki örugglega að flokkast sem þróað land. Griezmann og Dembélé báðust afsökunar eftir harða gagnrýni sem þeir hlutu eftir birtingu myndbandsins í vikunni. Þar sögðu þeir grínið vera ótengt uppruna starfsfólksins og að þeir hefðu gert samskonar grín sama hvar þeir væru í heiminum. Stórfyrirtæki ósátt Japanska stórfyrirtækið Rakuten er aðalstyrktaraðili Barcelona og prýðir treyjur félagsins. Forseti fyrirtækisins, Hiroshi Makatani, sendi frá sér tilkynningu á Twitter vegna málsins í fyrradag, þar sem hann greindi frá því að Rakuten myndi koma áleiðis formlegum mótmælum til Barcelona vegna málsins. FCB — H. Mikitani (@hmikitani) July 6, 2021 Þá greindi japanski tölvuleikjaframleiðandinn Konami frá því í yfirlýsingu í gær að samningi fyrirtækisins við Griezmann sem andlit Yu-Gi-Oh-spilanna vinsælu, hefði verið rift. Fyrirtækið, sem framleiðir fótboltatölvuleikinn Pro Evolution Soccer, óskaði einnig eftir útskýringum frá leikmönnunum og félaginu, og kallaði eftir einhvers konar aðgerðum. Ekki í línu við gildi félagsins Barcelona brást við þessum áköllum með því að senda frá sér tilkynningu í gær. Þar er hegðun leikmannana fordæmd og þeir stuðningsmenn sem hafi móðgast af gjörðum Frakkana beðnir afsökunar. Látið er fylgja að atvikið hafi átt sér stað í stjórnartíð fyrri stjórnar og forseta, en Joan Laporta var kjörinn forseti félagsins í ár. Ný stjórn sé áræðin í því að taka á málinu og ganga úr skugga um að slíkt komi ekki fyrir aftur. Enn fremur er tekið fram að aukin áhersla verði lögð á menntun leikmanna er viðkemur kynþáttum, mismunun og fjölbreytileika, félagið umberi ekki rasisma eða mismunun af neinu tagi. Ekki sé útilokað að leikmennirnir muni sæta refsingu frá félaginu. Ekki fyrsta skipti hjá Griezmann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Griezmann sætir gagnrýni vegna rasisma. Árið 2017 var hann harðlega gagnrýndur fyrir að lita sig svartan (e. blackface) fyrir búningateiti, þar sem hann litaði húð sína svarta frá toppi til táar í NBA All Star-búningi. Griezmann baðst afsökunar á þeirri framgöngu sinni á þeim tíma. Griezmann deildi mynd af sér fyrir búningsteitið í desember 2017.Mynd/Skjáskot Framtíð Frakkanna beggja er talin í óvissu hjá spænska stórliðinu sem glímir við mikil fjárhagsvandræði. Spænskir miðlar hafa greint frá því að Griezmann sé til sölu, fari svo að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning í Katalóníu, en liðið vilji annars halda honum. Samningur Ousmane Dembélé rennur þá út næsta sumar og óvíst hversu langt hann á eftir hjá Barcelona.
Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira