Heimir: Við sýndum karakter og bjuggum til umgjörð fyrir seinni leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2021 19:54 Heimir Guðjónsson þjálfari Valsmanna var ánægður með karakter síns liðs í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Heimir Guðjónsson þjálfari Vals segir að liðið eigi möguleika á að komast áfram í undankeppni Meistaradeildarinnar eftir 3-2 tapið gegn Dinamo Zagreb á útivelli í kvöld. „Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur. Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
„Ég met möguleikana þannig að ef við spilum heilsteyptan leik í 90 plús mínútur þá eigum við möguleika. Við verðum að gera það, það má ekki gerast að við spilum jafn illa í byrjun og við gerðum í dag,“ sagði Heimir þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn í kvöld. Heimaliðið komst yfir strax á 8.mínútu og var með 2-0 forystu eftir erfiðan fyrri hálfleik hjá Valsmönnum. „Í byrjun sýndum við þeim of mikla virðingu. Við náðum ekki að gera það sem við vildum varnarlega, héldum ekki boltanum og þeir komust sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur var mun betri. Við sýndum karakter og náðum að búa til þannig umgjörð fyrir seinni leikinn að við eigum möguleika.“ Mörkin sem Valsmenn fengu á sig í kvöld voru öll fremur ódýr. Varnarmistök og tapaðir boltar þar sem leikmenn Dinamo Zagreb voru fljótir að refsa. „Við erum ekki vanir að fá á okkur mörk eftir föst leikatriði. Fyrsta markið er ódýrt eftir horn þar sem við höfum verið góðir að verjast. Þegar þú spilar við lið í þessum gæðaflokki þá er ekki gott að tapa bolta á slæmum stöðum, það verður að klára sóknir því annars er þér refsað. Við þurfum að læra af því,“ bætti Heimir við. Andri Adolphsson skoraði seinna mark Vals í kvöld en hann kom mjög frískur inn af varamannabekknum í hitanum mikla í Zagreb. „Andri var algjörlega frábær þegar hann kom inná og hleypti miklu lífi í okkur sóknarlega. Allir vita að Andri er frábær fótboltamaður en hann hefur verið óheppinn með meiðsli. Þessi leikur gefur honum vonandi sjálfstraust fyrir framhaldið.“ Eins og áður segir var heitt í Zagreb í dag, yfir þrjátíu gráður og var gert hlé á leiknum bæði í fyrri og seinni hálfleik svo leikmenn gætu fengið sér vatn. „Auðvitað var svakalega heitt. Það lagaðist í seinni hálfleik og þetta eru auðvitað ekki kjöraðstæður fyrir íslenska knattspyrnumenn. Við vissum það fyrir leikinn að þetta væri staðan, þurftum að takast á við það og sýndum góðan karakter.“ Patrick Pedersen meiddist í síðari hálfleiknum þegar leikmaður Zagreb traðkaði harkalega á tánum á honum. Hann fór af velli skömmu síðar en Heimir var ekki áhyggjufullur. „Það verða allir klárir í seinni leikinn,“ sagði Heimir að lokum en síðari leikur Vals og Dinamo Zagreb fer fram að Hlíðarenda á þriðjudaginn kemur.
Valur Meistaradeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira