Skilar skömminni og stendur með þolendum ofbeldis Eiður Þór Árnason skrifar 7. júlí 2021 23:02 Parið sleit samvistum á síðasta ári. Rakel María Hjaltadóttir, fyrrverandi kærasta Ingólfs Þórarinssonar, segist hafa verið gjörsamlega eyðilögð frá því að hún las ásakanir á hendur tónlistarmanninum sem er betur þekktur sem Ingó veðurguð. Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar. Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Ingólfur hefur verið sakaður um að hafa áreitt og beitt fjölda kvenna kynferðisofbeldi yfir langt tímabil. Hann hafnar ásökununum og segist ætla að leita réttar síns. „Í rúmlega 6 ár var ég í sambandi með einstakling. Allan tímann stóð ég með honum og studdi hann í gegn um alls konar erfiða tíma, af því að það er það sem maður gerir … stendur með makanum sínum og trúir því sem hann segir,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni en hún starfar sem förðunarfræðingur hjá RÚV og í Borgarleikhúsinu. „Á sunnudaginn las ég yfir 20 frásagnir. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann, eins og ég gæti ekki andað og þyrfti að kasta upp. Síðan þá hefur mér liðið eins og ég sé að burðast með risastórt grjót ofan á mér.“ Þar vísar Rakel til nafnlausra frásagna sem hópurinn Öfgar birti á samfélagsmiðlinum Tik Tok um síðustu helgi. Vill skila skömminni „Mér líður einhvernveginn eins og ég beri ábyrgð, sem er auðvitað mjög brenglað þegar viðkomandi einstaklingur gerir það ekki einu sinni sjálfur,“ segir Rakel sem nefnir Ingólf þó hvergi á nafn í færslunum. Þó fer ekki milli mála að um hann sé að ræða. Greint var frá því í ágúst síðastliðnum að Rakel og Ingólfur hafi lokið sex ára sambandi sínu. Rakel segist nú vilja skila skömminni og standa með þolendum ofbeldis. „Ég ætlaði ekki að tjá mig neitt en ég er að læra það að ég má taka pláss, þessar tilfinningar skipta máli og ég má segja hvernig mér líður. Létta á þessum þunga,“ segir Rakel í Instagram-sögu sinni. „Ég ætla ekki að setjast í eitthvað dómarasæti og segja til um hvað sé rétt og rangt. Ég vil bara skila skömminni. Létta á mér og ýta þeirri tilfinningu um að ég beri einhverja ábyrgð í burtu og segja að ég stend með öllum þeim sem hafa orðið fyrir ofbeldi“ Þjóðhátíðarnefnd ÍBV tilkynnti á mánudag að Ingólfur muni ekki annast brekkusönginn á næstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum líkt og til stóð. Hann sagði skömmu seinna í samtali við fréttastofu að hann væri afar ósáttur með ákvörðun Þjóðhátíðarnefndar og væri farinn að leita réttar síns vegna hennar.
Mál Ingólfs Þórarinssonar Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18 „Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Gæslustjóri sniðgengur Þjóðhátíð og ritstjóri safnar undirskriftum Baldur Már Róbertsson, sem hefur stýrt gæsluhópi á Þjóðhátíð síðustu átta ár, segir að hvorki hann né nokkur á hans vegum muni koma nálægt hátíðinni í ár. Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjar.net og útflutningsstjóri, hefur þá stofnað til undirskriftarlista til að mótmæla því að Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veðurguð, hafi verið afbókaður af Þjóðhátíð. 6. júlí 2021 14:18
„Ég mun bregðast við þessu af fullum þunga“ Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, mun bregðast við ákvörðun þjóðhátíðarnefndar af fullum þunga og er þegar farinn að leita réttar síns. 5. júlí 2021 13:25