Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2021 17:46 Raheem Sterling hefur verið frábær á EM. EPA-EFE/Carl Recine Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Sterling hefur verið allt í öllu hjá enska liðinu á mótinu. Hann skoraði bæði mörk liðsins í riðlakeppninni, í 1-0 sigrunum á Króatíu og Tékklandi. Í 16-liða úrslitum skoraði hann fyrra markið í 2-0 sigri á Þýskalandi, í 8-liða úrslitum lagði hann upp fyrsta mark Englands í þægilegum 4-0 sigri á Úkraínu. Í gærkvöld var svo dramatískur undanúrslitaleikur þar sem England vann 2-1 sigur á Danmörku í framlengdum leik. Simon Kjær varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og jafna þar með metin. Ef Kjær hefði ekki slysast til að setja boltann í eigið net þá hefði Sterling rennt honum yfir línuna þar sem hann var í frábærri stöðu á bakvið Kjær. Sterling fiskaði svo vítið sem skilaði á endanum sigurmarkinu í framlengingu og tryggði sæti Englands í úrslitum. Þá var Sterling magnaður í leiknum gegn Dönum og virtist eiga nóg eftir á tanknum þó 120 mínútur væru komnar á klukkuna. „Ég sagði eftir leikina í riðlakeppninni að Raheem Sterling hefði verið langbesti leikmaður Englands. Það var mikil umræða fyrir mót um að staðan hans væri laus. Eitthvað sem ég skil ekki þar sem Sterling hefur verið frábær fyrir Gareth Southgate síðan á HM fyrir þremur árum,“ sagði Carragher um frammistöðu Sterling. „Þegar Harry Kane kemur niður úr fremstu línu til að fá boltann þá þarftu að hafa leikmenn sem taka hlaup inn fyrir vörn mótherjanna.“ „Fyrir mót hefði ég sagt að nafnarnir Harry Maguire og Kane væru fyrstu tvö nöfnin á blaðið hjá Southgate. Eftir frammistöðuna á mótinu þá hlýtur Sterling að vera kominn í sama hóp. Venjulega kemur leikmaður mótsins frá liðinu sem vinnur mótið en það er ekki alltaf þannig. Það koma nokkrir til greina en eins og staðan er í dag er Sterling líklegastur,“ sagði Carragher að lokum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir „Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31 Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01 Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45 Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
„Hvorki England né nokkuð annað lið verðskuldar að vinna á þessu“ Vítaspyrnudómurinn í framlengingu leiks Englands og Danmerkur í undanúrslitum EM var til umræðu í þættinum EM í dag eftir leikinn í gærkvöld. Dómurinn réði úrslitum leiksins og voru gestir þáttarins sammála að um rangan dóm hefði verið að ræða. 8. júlí 2021 07:31
Leysigeisla beint að höfði Schmeichel í vítinu hans Kane Stuðningsmenn enska landsliðsins gripu til óhugnanlegra aðferða til að trufla markvörð danska landsliðsins á Wembley í gærkvöldi. 8. júlí 2021 09:01
Aldrei heyrt í Wembley svona Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum. 7. júlí 2021 22:45
Umdeild vítaspyrna skipti sköpum er England fór í úrslit í fyrsta sinn England vann 2-1 sigur á Danmörku eftir framlengdan leik í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta á Wembley í Lundúnum í kvöld. Þeir ensku mæta Ítölum í úrslitum á sunnudag. 7. júlí 2021 21:35