Íslenski boltinn

Kwame Quee með malaríu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kwame Quee er með malaríu.
Kwame Quee er með malaríu. Vísir/Vilhelm

Kwame Quee, leikmaður Víkings í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, hefur greinst með malaríu. Hann mun því að öllum líkindum missa af næstu leikjum Víkinga.

Ásamt því að leika með Víkingum þá er Kwame hluti af landsliði Síerra Leóne. Liðið lék gegn Benín í forkeppni Afríkukeppninnar um miðbik júní mánaðar og virðist sem Kwame hafi smitast af malaríu á ferðalagi sínu.

Hinn 24 ára gamli Kwame byrjaði leikinn sem Síerra Leóne vann 1-0 og tryggði sér sæti í Afríkukeppninni. Kwame spilaði með Víkingum í 3-0 sigri á Sindra í Mjólkurbikarnum þann 24. júní og í 2-1 tapi gegn Leikni Reykjavík fjórum dögum síðar. Nú er ljóst að hann missir af næstu leikjum Víkinga.

Helst það í hendur miðað við upplýsingar Landlæknis um malaríu en einkenni koma ekki fram fyrr en 1-4 vikum eftir sýkingu. Nánar upplýsingar um malaríu má finna á vefsíðu Landlæknis.

Víkingar eru sem stendur í 3. sæti Pepsi Max deildarinnar með 22 stig að loknum 11 leikum, fimm stigum minna en topplið Vals sem hefur leikið einum leik meira.

Fótbolti.net greindi frá.


Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×