Líkur á að gos fylgi hlaupi í Grímsvötnum hafa aukist Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. júlí 2021 07:01 Björn Oddsson hjá almannavörnum. Stöð 2 Ekkert varð úr hrakspám vísindamanna síðasta sumar þegar þeir töldu næsta víst að jökulhlaup yrði í Grímsvötnum það árið og því gæti mögulega fylgt eldgos en þetta tvennt fer oft saman á svæðinu. Og nú er staðan sú sama – eða í raun bendir fleira til þess að gos sé í vændum, því á liðnu ári hefur safnast enn meira vatnsmagn í vötnin og enn meiri kvika í kvikuhólfið. Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel. Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Talið er að þegar jökulhlaup verði eftir mikla vatnssöfnun í vötnunum og þrýstingur í kvikuhólfinu sé mikill gjósi eldstöðin. Það skýrist af því að þegar vatnið hleypur ofan af kvikuhólfinu minnkar þrýstingur á það mikið og kvikan brýtur sér leið að yfirborði jarðar. Mesta vatnsmagn í aldarfjórðung Eins og er er mikill þrýstingur á kvikuhólfinu því ekki hefur mælst meira vatnsmagn í Grímsvötnum en nú síðan árið 1996 þegar stórt gos og jökulhlaup urðu í vötnunum. „Það eru vísbendingar um að ísstíflan, austan við Grímsvötn sem að heldur vatninu inni og lækkaði töluvert eftir stóra hlaupið 96, hafi farið hækkandi og að vötnin geti núna safnað meira vatni en þau hafa gert,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri hjá almannavörnum í samtali við Vísi. Frá síðasta Grímsvatnagosi í maí 2011. Myndin var tekin kvöldið sem gosið hófst.STÖÐ 2/EGILL AÐALSTEINSSON „Það búast allir við jökulhlaupi núna,“ segir hann og játar því að honum þyki líklegra en ekki að hlaupið verði í ár en að það láti bíða mikið lengur eftir sér. Eins og að hrista kók og taka tappann af En því lengur sem líður án þess að það hlaupi því meiri líkur eru á að gos fylgi því. „Vegna þess að ef kvikuhólfið í Grímsvötnum safnar alltaf meiri kviku þá er komin meiri kvika á geyminn núna en í fyrra til dæmis,“ segir Björn. „Hitt er svo að þrýstifallið ofan af kvikuhólfinu er meira ef við tökum meira vatn af því í einu heldur en minna.“ Hann styðst við einfaldara og óvísindalegra myndmál til að skýra samspil náttúrufyrirbrigðanna tveggja; hlaups og goss: „Þetta er eins og að hrista kókflösku og skrúfa svo tappann af.“ Egill Aðalsteinsson tökumaður Stöðvar 2 flaug yfir gosstöðvarnar í Grímsvatnagosinu 2011: Björn segir þó ómögulegt að spá því hversu stórt gosið yrði. Það var mjög stórt árið 2011 en í minni kantinum árið 2004. „Þetta er bara svoldið wildcard en sagan segir okkur að það verði lítið til meðalstórt að skala.“ Gos í Grímsvötnum eru alltaf sprengigos. Hann segir að GPS-mælir sé á svæðinu sem gefi Veðurstofunni góðan fyrirvara áður en jökulhlaup hefst. Svæðið sé vaktað vel.
Eldgos og jarðhræringar Grímsvötn Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru. 10. október 2020 10:06