Dæmi um kettlinga á 65 þúsund krónur og ekkert innifalið Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2021 20:00 Kettlingarnir fimm sem nú eru í sóttkví vegna eyrnamaurs. Vísir/Kristín Stjórnendur Kattholts hafa áhyggjur af aukinni sölu á kettlingum í gróðaskyni, sem komið gæti niður á velferð dýranna. Í Kattholti eru nú fimm veikir kettlingar í sóttkví en móður þeirra var bjargað úr kettlingamyllu á höfuðborgarsvæðinu. Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“ Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Hér áður fyrr átti fólk jafnvel í stökustu vandræðum með að gefa kettlinga frá sér en nú er staðan allt önnur: barist er um hvern einasta kettling og verð getur hlaupið á tugum þúsunda króna. „Við höfum tekið mikið eftir þessu, það er mikil eftirspurn bæði eftir að covid byrjaði, og líka að fólk sé að rukka himinháar upphæðir fyrir kettlinga og jafnvel ekkert búið að gera fyrir þá,“ segir Hanna Evensen, rekstrarstjóri í Kattholti. „Við höfum alveg verið að sjá upphæðir upp í, ég sá um daginn 65 þúsund og ekkert innifalið,“ segir Hanna og vísar þá til þess að í verðinu sé ekki gert ráð fyrir bólusetningu, ófrjósemisaðgerð og ormahreinsun líkt og er til dæmis í Kattholti, þar sem greiddar eru 24.500 krónur fyrir kött. Hanna Evensen er rekstrarstjóri í Kattholti.Vísir/Kristín Verðlagningin geti þannig leitt til þess að fólki vaxi dýralæknakostnaður í augum og fari síður með kettina til dýralæknis. Þá séu beinlínis dæmi þess að fólk rækti venjulega heimilisketti í gróðaskyni sem sé varhugaverð þróun. „Ef þú ert farin að vera með marga ketti sem eru að gjóta á sama heimili, þá veldur þetta rosalega miklum veikindum. Aðbúnaðurinn er kannski ekki í lagi, kettirnir eru hafðir í litlum rýmum, gjóta í litlum kassa.“ Kettlingarnir sem hér sjást kúra saman eru einmitt undan læðu sem bjargað var úr kettlingaframleiðslu í miðborg Reykjavíkur. Hún smitaði kettlingana af eyrnamaur, sem gekk á heimilinu. „Þeir komu til okkar allir veikir þannig að við erum með sérmanneskju sem kemur til okkar, klæðir sig í heilgalla og er inni hjá kettlingunum og enginn annar fær að koma inn af því að þeir eru það veikir, mega ekki smita út frá sér.“ Pandóra og Míó, kisur í heimilisleit.Vísir/kristín Hanna segir að Kattholt hafi verið upplýst um að á heimilinu hefðu verið yfir tuttugu kettir í ömurlegum aðstæðum. Kettlingarnir séu blessunarlega að braggast. „Þeir eru allir að koma til, þeir eru búnir að fá algjöra sérmeðhöndlun eins og VIP-stjörnur hérna hjá okkur og eru bráðum að verða tilbúnir.“
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Kettir Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira