Sagan ekki með Englendingum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2021 09:00 Ef England ætlar sér að vinna Evrópumótið þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður. Að vinna Ítalíu á stórmóti í fótbolta. Corbis/Getty Images Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld. England og Ítalía mætast á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Er þetta fyrsti úrslitaleikur Englands á EM og fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 1966 þegar liðið varð heimsmeistari – á Wembley í Lundúnum. Þó það hljómi eins og sagan sé hliðholl Englendingum þar sem leikurinn fer fram á heimavelli þá er ekki svo. Ítalía hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari [1934, 1938, 1982 og 2006] ásamt því að enda í öðru sæti bæði 1970 og 1994. Þá varð Ítalía Evrópumeistari árið 1968 ásamt því að enda tvívegis í öðru sæti, 2000 og 2012. Það má því segja að Ítalir hafi töluvert meiri reynslu af úrslitaleikjum heldur en Englendingar. Ef það er ekki nóg þá hefur Ítalía ekki enn tapað fyrir Englandi er liðin mætast á stórmóti. Italy have beaten England all four times they've faced each other in a major tournament pic.twitter.com/ox3hk3Pju5— B/R Football (@brfootball) July 8, 2021 Ítalía vann 1-0 er liðin mættust í riðlakeppni EM árið 1980 þökk sé marki Marco Tardelli. Tíu árum síðar mættust þau í bronsleiknum á HM þar sem Ítalía vann 2-1 sigur. Roberto Baggio kom Ítalíu yfir, David Platt jafnaði metin áður en Salvatore Schillaci skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiks. Á Evrópumótinu 2012 mættust þjóðirnar í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Andrea Pirlo úr einni eftirminnilegustu vítaspyrnu sögunnar þar sem Ítalír skoruðu úr fjórum spyrnum en Englendingar aðeins tveimur. Tveimur árum síðar mættust liðin í riðlakeppni HM þar sem Ítalía hafði betur 2-1. Claudio Marchisio kom Ítalíu eftir sendingu frá Marco Veratti - sem byrjar að öllum líkindum leik kvöldsins - en Daniel Sturridge jafnaði skömmu síðar. Mario Balotelli tryggði svo sigur Ítala með marki þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Úr leikmannahópi Englands þann daginn eru þrír sem munu vera í hópi kvöldsins. Jordan Henderson og Raheem Sterling byrjuðu leikinn á meðan Luke Shaw sat á bekknum. Hjá Ítalíu voru fimm sem verða í hópnum í kvöld. Giorgio Chiellini og Veratti voru í byrjunarliðinu á meðan Ciro Immobile, Leonardo Bonucci og Lorenzo Insigne voru á varamannabekknum. Athygli vekur að Björn Kuipers dæmdi téðan leik en hann dæmir einnig leik kvöldsins. Það er ljóst að ef England ætlar að takast hið ómögulega og „fá fótboltann heim“ þá þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður, leggja Ítalía að velli á stórmóti. Enska liðið hefur hins vegar slegið niður hvern vegginn á fætur öðrum það sem af er móti. Því skyldi engan undra ef liðinu tækist hið ómögulega í kvöld. Það að liðið sé komið í úrslit kemur þó ekki öllum á óvart. „Það var frekar augljóst að England myndi komast í úrslitaleikinn þar sem þeir spiluðu sex af sjö leikjum sínum á heimavelli,“ sagði Chiellini, miðvörður ítalska landsliðsins. Giorgio Chiellini on England: pic.twitter.com/jbwfkHLazr— B/R Football (@brfootball) July 9, 2021 Það er undir miðverðinum komið að stöðva sóknarmenn enska liðsins og þakka niðri í þeim tugum þúsunda enskra stuðningsmanna sem verða á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31 Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30 Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46 „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 „Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
England og Ítalía mætast á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Er þetta fyrsti úrslitaleikur Englands á EM og fyrsti úrslitaleikur liðsins síðan árið 1966 þegar liðið varð heimsmeistari – á Wembley í Lundúnum. Þó það hljómi eins og sagan sé hliðholl Englendingum þar sem leikurinn fer fram á heimavelli þá er ekki svo. Ítalía hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari [1934, 1938, 1982 og 2006] ásamt því að enda í öðru sæti bæði 1970 og 1994. Þá varð Ítalía Evrópumeistari árið 1968 ásamt því að enda tvívegis í öðru sæti, 2000 og 2012. Það má því segja að Ítalir hafi töluvert meiri reynslu af úrslitaleikjum heldur en Englendingar. Ef það er ekki nóg þá hefur Ítalía ekki enn tapað fyrir Englandi er liðin mætast á stórmóti. Italy have beaten England all four times they've faced each other in a major tournament pic.twitter.com/ox3hk3Pju5— B/R Football (@brfootball) July 8, 2021 Ítalía vann 1-0 er liðin mættust í riðlakeppni EM árið 1980 þökk sé marki Marco Tardelli. Tíu árum síðar mættust þau í bronsleiknum á HM þar sem Ítalía vann 2-1 sigur. Roberto Baggio kom Ítalíu yfir, David Platt jafnaði metin áður en Salvatore Schillaci skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu undir lok leiks. Á Evrópumótinu 2012 mættust þjóðirnar í 8-liða úrslitum EM. Leikurinn var markalaus eftir bæði venjulegan leiktíma og framlengingu. Í vítaspyrnukeppninni skoraði Andrea Pirlo úr einni eftirminnilegustu vítaspyrnu sögunnar þar sem Ítalír skoruðu úr fjórum spyrnum en Englendingar aðeins tveimur. Tveimur árum síðar mættust liðin í riðlakeppni HM þar sem Ítalía hafði betur 2-1. Claudio Marchisio kom Ítalíu eftir sendingu frá Marco Veratti - sem byrjar að öllum líkindum leik kvöldsins - en Daniel Sturridge jafnaði skömmu síðar. Mario Balotelli tryggði svo sigur Ítala með marki þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Úr leikmannahópi Englands þann daginn eru þrír sem munu vera í hópi kvöldsins. Jordan Henderson og Raheem Sterling byrjuðu leikinn á meðan Luke Shaw sat á bekknum. Hjá Ítalíu voru fimm sem verða í hópnum í kvöld. Giorgio Chiellini og Veratti voru í byrjunarliðinu á meðan Ciro Immobile, Leonardo Bonucci og Lorenzo Insigne voru á varamannabekknum. Athygli vekur að Björn Kuipers dæmdi téðan leik en hann dæmir einnig leik kvöldsins. Það er ljóst að ef England ætlar að takast hið ómögulega og „fá fótboltann heim“ þá þarf liðið að gera eitthvað sem því hefur aldrei tekist áður, leggja Ítalía að velli á stórmóti. Enska liðið hefur hins vegar slegið niður hvern vegginn á fætur öðrum það sem af er móti. Því skyldi engan undra ef liðinu tækist hið ómögulega í kvöld. Það að liðið sé komið í úrslit kemur þó ekki öllum á óvart. „Það var frekar augljóst að England myndi komast í úrslitaleikinn þar sem þeir spiluðu sex af sjö leikjum sínum á heimavelli,“ sagði Chiellini, miðvörður ítalska landsliðsins. Giorgio Chiellini on England: pic.twitter.com/jbwfkHLazr— B/R Football (@brfootball) July 9, 2021 Það er undir miðverðinum komið að stöðva sóknarmenn enska liðsins og þakka niðri í þeim tugum þúsunda enskra stuðningsmanna sem verða á leiknum. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31 Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30 Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46 „Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01 Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01 „Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Sjá meira
Pickford búinn að lifa á lyginni og skutlar sér eins og hann sé nýbyrjaður að æfa Markvörðurinn Jordan Pickford hefur fengið mikla gagnrýni fyrir markið sem Danmörk skoraði gegn Englandi í undanúrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu. Þá sérstaklega hvernig hann skutlaði sér á eftir boltanum. 8. júlí 2021 18:31
Þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna á úrslitaleikinn Þrátt fyrir varnaðarorð ferðamálaráðherra Bretlands þá munu þúsund Ítalir fá að fljúga til Lundúna og mæta á Wembley á sunnudagskvöld, í von um að sjá sína menn landa Evrópumeistaratitlinum með sigri á Englendingum. 9. júlí 2021 16:30
Carragher segir Sterling besta leikmann Evrópumótsins Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports og fyrrum landsliðsmaður Englands, segir Raheem Sterling, framherja Englands, besta leikmann Evrópumótsins í knattspyrnu til þessa. 8. júlí 2021 17:46
„Football's diving home“ Sálfræðihernaðurinn fyrir úrslitaleik Englands og Ítalíu er hafinn þar sem Ítalarnir hafa meðal annars breytt frægum söng þeirra ensku. 8. júlí 2021 15:01
Ítalía líklegri til að vinna EM Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag. 8. júlí 2021 14:01
„Betra en fæðing dóttur minnar“ Það var glatt á hjalla hjá stuðningsmönnum Englands eftir sigurinn á Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins í gær. 8. júlí 2021 13:31