Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 11. júlí 2021 09:00 Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15 Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Sjá meira
Konur þurfa að vara sig utandyra. Fríða Ísberg lýsir þessu býsna vel í smásögu sinni Heim. Þar segir frá því hvað fer í gegnum huga konu sem ákveður að ganga heim af barnum um miðja nótt, því það tekur því ekki að taka leigubíl þennan stutta spöl. Allan tímann er henni mjög órótt; með lyklakippuna þrædda um fingurna og stillt á neyðarnúmerið í símanum er hún viðbúin hinu versta. Þessi lýsing á upplifun konunnar er afar raunsæ og má ætla að margar konur eigi auðvelt með að samsama sig henni. Konur þurfa að vara sig innandyra. Tölfræðin sýnir að þar fari flestar nauðganir fram. Oftar en ekki þekkir konan nauðgarann, hann er jafnvel vinur eða kunningi. Samtals voru 189 mál tilkynnt lögreglu á árunum 2008-2009 og reyndust 40% brotaþola vera undir 18 ára aldri og allt niður í þriggja ára. Af þessum 189 nauðgunum voru 22 hópnauðganir þar sem tveir til fjórir gerendur nauðguðu konunni hver á eftir öðrum eða samtímis. 189 mál á tveimur árum þýða um ein til tvær nauðganir á viku. Það má hins vegar telja víst að þær séu fleiri; að einungis lítill hluti þeirra sé tilkynntur og enn færri eru leidd til lykta enda er réttarstaða brotaþola í ólestri. Konur þurfa að vara sig á samfélagsmiðlum. Það hefur tíðkast um aldir að bera ekki tilfinningar sínar á torg heldur hitt, að bera harm sinn í hljóði. Þannig hefur ofbeldið fengið að viðgangast, hljóðalaust. Nú þegar konur eru farnar að stíga fram hriktir í feðraveldinu og reynt er með öllum tiltækum ráðum að þagga þær niður. Hún er gamalkunnugt ráð, þöggunin. Til þess arna er hreinlega beitt andlegu ofbeldi, smættandi orð og jafnvel hótanir eru notaðar til þess að kveða konur í kútinn. Hins vegar er slegin skjaldborg utan um gerandann og virðist þá litlu skipta þó að þolendur hlaupi á tugum. Niðurstaðan er nokkurn veginn þessi: Konur þurfa að varast menn, bari, tjöld, klósett, stutt pils, hús, drykki, skemmtistaði, varaliti, starfsmannapartí, húsasund, brjóstaskoru, samfélagsmiðla og þjóðhátíð. Konur þurfa bara að vera duglegar að vara sig! Höfundur er sósíalískur femínisti.
Orð og kyn Ég hef oft hrifist af ljóðum svonefnds Skerjafjarðarskálds, Kristjáns Hreinssonar. Þau geyma oftar en ekki beitta ádeilu og eru laglega ort. Kristján er maður orða og því fannst mér skjóta skökku við þegar grein hans Blindgötur og bönnuð orð birtist í Stundinni þann 10. júní síðastliðinn. 24. júní 2021 14:15
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun