Grealish svarar Keane fullum hálsi: „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júlí 2021 11:01 Jack Grealish vildi taka víti í vítakeppninni en var ekki valinn til verksins. getty/Nick Potts Jack Grealish segir Roy Keane fara með staðlausa stafi og segist hafa viljað taka víti í vítakeppninni í úrslitaleik EM í gær. Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira
Eftir leikinn gagnrýndi Keane reyndari leikmenn enska liðsins og sagði að þeir hefðu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnuna í vítakeppninni frekar en hinn nítján ára Bukayo Saka. Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítalíu, varði spyrnu hans og tryggði ítalska liðinu sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í 53 ár. „Ef þú ert [Raheem] Sterling eða Grealish geturðu ekki setið hjá og látið ungan strák taka víti á undan þér. Þú getur það ekki,“ sagði Keane á iTV eftir leikinn í gær. „Þú getur ekki látið látið feiminn nítján ára strák taka víti á undan þér. Þeir búa yfir mun meiri reynslu, Sterling hefur unnið titla. Þeir áttu að fara fram fyrir unga strákinn.“ Grealish setti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann segir af og frá að hann hafi skorast undan því að fara á vítapunktinn. „Ég sagðist vilja taka víti!!!!“ skrifaði Grealish á Twitter og var greinilega ekki skemmt. „Stjórinn hefur tekið svo margar réttar ákvarðanir gegnum mótið og gerði það í kvöld. En ég læt fólk ekki segja að ég hafi ekki viljað taka víti þegar ég sagðist vilja gera það.“ I said I wanted to take one!!!! The gaffer has made so many right decisions through this tournament and he did tonight! But I won t have people say that I didn t want to take a peno when I said I will https://t.co/3mBpKyMoUV— Jack Grealish (@JackGrealish) July 12, 2021 Grealish kom inn á sem varamaður á níundu mínútu framlengingarinnar í gær en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn eins og hann gerði til dæmis gegn Þýskalandi í sextán liða úrslitunum. Hinn 25 ára Grealish lék sinn tólfta landsleik í gær. Hann er fyrirliði Aston Villa en líklegt þykir að hann yfirgefi félagið í sumar. Englandsmeistarar Manchester City hafa áhuga á Grealish og ku vera tilbúnir að borga metverð fyrir hann. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Sjá meira