Úrvalslið EM: Donnarumma, Bonucci, Ronaldo og fleiri góðir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júlí 2021 10:00 Þessir fjórir eru í byrjunarliði Úrvalsliðs EM. EPA/EFE EM í knattspyrnu lauk í gærkvöld þegar Ítalía lagði England eftir vítaspyrnukeppni þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Vísir ákvað að taka saman þá leikmenn sem mynda úrvalslið Evrópumótsins 2020. Stillt er upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi með sjö varamenn þar sem blaðamaður er íhaldssamur og finnst 12 einfaldlega alltof margir varamenn. Markvörður: Gianluigi Donnarumma, Ítalía Sigurinn tryggður.Paul Ellis/Getty Images Þó það hafi komið töluvert á óvart að Donnarumma hafi verið valinn maður mótsins er ekki erfitt að velja hann sem besta markvörð mótsins. Varði vítaspyrnuna sem tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum sem og vítaspyrnuna sem tryggði sigur á mótinu. Spilaði sjö leiki á mótinu, hélt þrívegis hreinu og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Hægri bakvörður: Kyle Walker, England Kyle Walker var frábær varnarlega á EM.EPA-EFE/Justin Tallis Kyle Walker spilaði sex af sjö leikjum Englands. Hann var utan hóps í markalausa jafnteflinu gegn Skotlandi í annarri umferð riðlakeppninnar. Walker spilaði alls fjóra leiki í bakverði og tvo í miðverði en hann fær traustið í bakverði hér. Þó hann hafi ekki skilað stoðsendingu né marki þá var hann einkar traustur nær allt mótið þar sem England komst alla leið í úrslit. Vinstri bakvörður: Luke Shaw, England Luke Shaw var frábær á EM.EPA-EFE/Facundo Arrizabalag Líkt og Walker þá spilaði Shaw sex af sjö leikjum Englands. Hann sat á bekknum í fyrsta leik en var magnaður eftir það. Spilaði tvo leiki í vængbakverði og fjóra í bakverði. Lagði upp fyrra mark Englands í 2-0 sigrinum á Þýskalandi í 16-liða úrslitum og skoraði svo glæsilegt mark í úrslitaleiknum í gær. Lagði einnig upp tvö mörk í 4-0 sigrinum á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Ofan á góðar frammistöður sóknarlega var Shaw frábær varnarlega enda fékk England aðeins á sig tvö mörk á mótinu. Gegn Dönum í undanúrslitum og Ítalíu í úrslitum. Miðvörður: Leonardo Bonucci, Ítalíu Kletturinn í vörn Ítalíu.EPA-EFE/Andy Rain Leonardo Bonucci hefur verið hreint út sagt frábær í hjarta varnar Ítalíu. Miðvörðurinn öflugi jafnaði metin fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum ásamt því að skora úr vítaspyrnu sinni í vítakeppninni. Bonucci tók einnig vítaspyrnu gegn Spánverjum í undanúrslitum og það þarf ekki að spyrja að því, hún söng í netinu. Miðvörður: Simon Kjær, Danmörk Simon Kjær stóð sig eins og hetja á EM.EPA-EFE/Peter Dejong Það má vel deila um valið á Simon Kjær en hann er hér fyrir frammistöðu innan vallar sem utan á mótinu. Hinn 32 ára gamli Kjær átti eftirminnilegt mót fyrir margar sakir. Kjær byrjaði alla leiki Danmerkur á mótinu. Hann bað um skiptingu í síðari hálfleik gegn Finnlandi og fékk svo kærkomna hvíld síðasta stundarfjórðunginn í 4-0 sigrinum á Wales í 16-liða úrslitum. Djúpur á miðju: Jorginho, Ítalía Límið í liðinu.EPA-EFE/Justin Tallis Hinn brasilísk-ættaði Jorginho var svo sannarlega límið sem hélt Ítalíu saman. Byrjaði alla leiki liðsins og leikurinn gegn Wales – í lokaumferð riðlakeppninnar – var eini leikurinn sem hann lék ekki frá upphafi til enda. Þó Marco Veratti hafi lagt upp þrjú mörk í þeim fimm leikjum sem hann spilaði og meira borið á öðrum miðjumönnum Ítalíu þá var hinn 29 ára gamli Jorginho gríðarlega mikilvægt púsl í liði Roberto Mancini og er hann því maðurinn sem situr fyrir framan vörnina í 4-3-3 leikkerfi Vísis. Miðjumaður: Pedri, Spánn Pedri á framtíðina fyrir sér.Shaun Botterill/Getty Images Undrabarnið Pedri er eflaust sá leikmaður spænska liðsins sem vakti hvað mesta athygli á mótinu. Var prímusmótorinn í liði Spánar sem fór alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn verðandi meisturum Ítalíu. Hinn 18 ára gamli Pedri spilar líkt og hann sé fertugur að aldri, slík virðist reynslan. Hann byrjaði alla leiki Spánar og spilaði alla nema leikinn gegn Sviss frá upphafi til enda. Þar var hann tekinn af velli er mínúta var eftir af framlengingu fyrir Rodri sem mistókst að skora úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni. Miðjumaður: Pierre-Emile Højbjerg, Danmörk Miðjumaðurinn öflugi var hreint út sagt magnaður á mótinu.EPA-EFE/Paul Ellis Højbjerg var einn allra besti leikmaður Danmerkur sem fór alla leið í undanúrslit á mótinu eftir erfiða byrjun. Miðjumaðurinn spilaði alls 53 leiki fyrir Tottenham Hotspur á leiktíðinni ásamt því að spila fimm leiki í Þjóðadeildinni með Danmörku sem og einn vináttulandsleik. Hann spilaði samt sem áður hvern einasta leik Danmerkur frá upphafi til enda á EM. Ólíkt því sem við þekkjum hjá Tottenham þar sem Højbjerg er bolabíturinn á miðjunni þá fékk hann meira frjálsræði í liði Dana og lagði upp þrjú mörk á mótinu. Højbjerg lagði upp mark Danmerkur gegn Belgíu og svo tvö af fjórum mörkum liðsins í 4-1 sigrinum á Rússlandi en sá sigur tryggði Dönum sæti í 16-liða úrslitum. Hægri vængur: Raheem Sterling, England Raheem Sterling var að líklega besti leikmaður Englands á EM.Marc Atkins/Getty Images Lét lítið fyrir sér fara í úrslitaleiknum, var ef til vill enn að jafna sig eftir ótrúlega frammistöðu gegn Danmörku í undanúrslitum. Ef ekki hefði verið Sterling hefði England einfaldlega ekki skorað í riðlakeppninni. Skoraði sigurmörk Englands gegn Króatíu og Tékklandi. Kom Englandi yfir gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum og lagði upp eitt af fjórum mörkum liðsins gegn Úkraínu. Einnig fiskaði Sterling vítaspyrnuna sem leiddi til sigurmarks Englands gegn Danmörku. Vinstri vængur: Cristiano Ronaldo, Portúgal Ronaldo er engum líkur.Robert Michael/Getty Images Fimm mörk og ein stoðsending í fjórum leikjum. Fékk gullskóinn og er nú markahæsti leikmaður EM frá upphafi ásamt því að vera einu marki frá því að vera markahæsti landsliðsmaður frá upphafi. Vissulega var búist við meiru af Evrópumeisturum Portúgals en Ronaldo stóð samt sem áður undir nafni. Markið hans gegn Þýskalandi var eitt af mörkum mótsins. Framherji: Patrick Schick, Tékkland Patrik Schick leiðir línuna í liði mótsins.Alex Pantling/Getty Images Fimm mörk í fimm leikjum fyrir lið sem kom öllum á óvart. Byrjaði á tveimur mörkum í 2-0 sigri á Skotlandi, þar á meðal mark mótsins. Skoraði í 1-1 jafntefli gegn Króatíu sem tryggði sæti í 16-liða úrslitum. Þar skoraði hann gegn Hollandi og þá skoraði hann eina mark liðsins í 1-2 tapi gegn Danmörku í 8-liða úrslitum. Endaði með silfurskóinn þar sem Ronaldo lagði upp eitt mark. Varamannabekkur Jordan Pickford [England], Harry Maguire [England], Joakim Mæhle [Danmörk], Paul Pogba [Frakkland], Marco Veratti [Ítalía], Federico Chiesa [Ítalía] og Romelu Lukaku [Belgía]. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Vísir ákvað að taka saman þá leikmenn sem mynda úrvalslið Evrópumótsins 2020. Stillt er upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi með sjö varamenn þar sem blaðamaður er íhaldssamur og finnst 12 einfaldlega alltof margir varamenn. Markvörður: Gianluigi Donnarumma, Ítalía Sigurinn tryggður.Paul Ellis/Getty Images Þó það hafi komið töluvert á óvart að Donnarumma hafi verið valinn maður mótsins er ekki erfitt að velja hann sem besta markvörð mótsins. Varði vítaspyrnuna sem tryggði Ítalíu sæti í úrslitaleiknum sem og vítaspyrnuna sem tryggði sigur á mótinu. Spilaði sjö leiki á mótinu, hélt þrívegis hreinu og fékk aðeins á sig fjögur mörk. Hægri bakvörður: Kyle Walker, England Kyle Walker var frábær varnarlega á EM.EPA-EFE/Justin Tallis Kyle Walker spilaði sex af sjö leikjum Englands. Hann var utan hóps í markalausa jafnteflinu gegn Skotlandi í annarri umferð riðlakeppninnar. Walker spilaði alls fjóra leiki í bakverði og tvo í miðverði en hann fær traustið í bakverði hér. Þó hann hafi ekki skilað stoðsendingu né marki þá var hann einkar traustur nær allt mótið þar sem England komst alla leið í úrslit. Vinstri bakvörður: Luke Shaw, England Luke Shaw var frábær á EM.EPA-EFE/Facundo Arrizabalag Líkt og Walker þá spilaði Shaw sex af sjö leikjum Englands. Hann sat á bekknum í fyrsta leik en var magnaður eftir það. Spilaði tvo leiki í vængbakverði og fjóra í bakverði. Lagði upp fyrra mark Englands í 2-0 sigrinum á Þýskalandi í 16-liða úrslitum og skoraði svo glæsilegt mark í úrslitaleiknum í gær. Lagði einnig upp tvö mörk í 4-0 sigrinum á Úkraínu í 8-liða úrslitum. Ofan á góðar frammistöður sóknarlega var Shaw frábær varnarlega enda fékk England aðeins á sig tvö mörk á mótinu. Gegn Dönum í undanúrslitum og Ítalíu í úrslitum. Miðvörður: Leonardo Bonucci, Ítalíu Kletturinn í vörn Ítalíu.EPA-EFE/Andy Rain Leonardo Bonucci hefur verið hreint út sagt frábær í hjarta varnar Ítalíu. Miðvörðurinn öflugi jafnaði metin fyrir Ítalíu í úrslitaleiknum ásamt því að skora úr vítaspyrnu sinni í vítakeppninni. Bonucci tók einnig vítaspyrnu gegn Spánverjum í undanúrslitum og það þarf ekki að spyrja að því, hún söng í netinu. Miðvörður: Simon Kjær, Danmörk Simon Kjær stóð sig eins og hetja á EM.EPA-EFE/Peter Dejong Það má vel deila um valið á Simon Kjær en hann er hér fyrir frammistöðu innan vallar sem utan á mótinu. Hinn 32 ára gamli Kjær átti eftirminnilegt mót fyrir margar sakir. Kjær byrjaði alla leiki Danmerkur á mótinu. Hann bað um skiptingu í síðari hálfleik gegn Finnlandi og fékk svo kærkomna hvíld síðasta stundarfjórðunginn í 4-0 sigrinum á Wales í 16-liða úrslitum. Djúpur á miðju: Jorginho, Ítalía Límið í liðinu.EPA-EFE/Justin Tallis Hinn brasilísk-ættaði Jorginho var svo sannarlega límið sem hélt Ítalíu saman. Byrjaði alla leiki liðsins og leikurinn gegn Wales – í lokaumferð riðlakeppninnar – var eini leikurinn sem hann lék ekki frá upphafi til enda. Þó Marco Veratti hafi lagt upp þrjú mörk í þeim fimm leikjum sem hann spilaði og meira borið á öðrum miðjumönnum Ítalíu þá var hinn 29 ára gamli Jorginho gríðarlega mikilvægt púsl í liði Roberto Mancini og er hann því maðurinn sem situr fyrir framan vörnina í 4-3-3 leikkerfi Vísis. Miðjumaður: Pedri, Spánn Pedri á framtíðina fyrir sér.Shaun Botterill/Getty Images Undrabarnið Pedri er eflaust sá leikmaður spænska liðsins sem vakti hvað mesta athygli á mótinu. Var prímusmótorinn í liði Spánar sem fór alla leið í undanúrslit þar sem það beið lægri hlut gegn verðandi meisturum Ítalíu. Hinn 18 ára gamli Pedri spilar líkt og hann sé fertugur að aldri, slík virðist reynslan. Hann byrjaði alla leiki Spánar og spilaði alla nema leikinn gegn Sviss frá upphafi til enda. Þar var hann tekinn af velli er mínúta var eftir af framlengingu fyrir Rodri sem mistókst að skora úr sinni spyrnu í vítaspyrnukeppninni. Miðjumaður: Pierre-Emile Højbjerg, Danmörk Miðjumaðurinn öflugi var hreint út sagt magnaður á mótinu.EPA-EFE/Paul Ellis Højbjerg var einn allra besti leikmaður Danmerkur sem fór alla leið í undanúrslit á mótinu eftir erfiða byrjun. Miðjumaðurinn spilaði alls 53 leiki fyrir Tottenham Hotspur á leiktíðinni ásamt því að spila fimm leiki í Þjóðadeildinni með Danmörku sem og einn vináttulandsleik. Hann spilaði samt sem áður hvern einasta leik Danmerkur frá upphafi til enda á EM. Ólíkt því sem við þekkjum hjá Tottenham þar sem Højbjerg er bolabíturinn á miðjunni þá fékk hann meira frjálsræði í liði Dana og lagði upp þrjú mörk á mótinu. Højbjerg lagði upp mark Danmerkur gegn Belgíu og svo tvö af fjórum mörkum liðsins í 4-1 sigrinum á Rússlandi en sá sigur tryggði Dönum sæti í 16-liða úrslitum. Hægri vængur: Raheem Sterling, England Raheem Sterling var að líklega besti leikmaður Englands á EM.Marc Atkins/Getty Images Lét lítið fyrir sér fara í úrslitaleiknum, var ef til vill enn að jafna sig eftir ótrúlega frammistöðu gegn Danmörku í undanúrslitum. Ef ekki hefði verið Sterling hefði England einfaldlega ekki skorað í riðlakeppninni. Skoraði sigurmörk Englands gegn Króatíu og Tékklandi. Kom Englandi yfir gegn Þýskalandi í 16-liða úrslitum og lagði upp eitt af fjórum mörkum liðsins gegn Úkraínu. Einnig fiskaði Sterling vítaspyrnuna sem leiddi til sigurmarks Englands gegn Danmörku. Vinstri vængur: Cristiano Ronaldo, Portúgal Ronaldo er engum líkur.Robert Michael/Getty Images Fimm mörk og ein stoðsending í fjórum leikjum. Fékk gullskóinn og er nú markahæsti leikmaður EM frá upphafi ásamt því að vera einu marki frá því að vera markahæsti landsliðsmaður frá upphafi. Vissulega var búist við meiru af Evrópumeisturum Portúgals en Ronaldo stóð samt sem áður undir nafni. Markið hans gegn Þýskalandi var eitt af mörkum mótsins. Framherji: Patrick Schick, Tékkland Patrik Schick leiðir línuna í liði mótsins.Alex Pantling/Getty Images Fimm mörk í fimm leikjum fyrir lið sem kom öllum á óvart. Byrjaði á tveimur mörkum í 2-0 sigri á Skotlandi, þar á meðal mark mótsins. Skoraði í 1-1 jafntefli gegn Króatíu sem tryggði sæti í 16-liða úrslitum. Þar skoraði hann gegn Hollandi og þá skoraði hann eina mark liðsins í 1-2 tapi gegn Danmörku í 8-liða úrslitum. Endaði með silfurskóinn þar sem Ronaldo lagði upp eitt mark. Varamannabekkur Jordan Pickford [England], Harry Maguire [England], Joakim Mæhle [Danmörk], Paul Pogba [Frakkland], Marco Veratti [Ítalía], Federico Chiesa [Ítalía] og Romelu Lukaku [Belgía]. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 er einnig hægt að kaupa stakt á lækkuðu verði frá og með 24. júní á kr. 3.990.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Fótbolti Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti