Íslendingar flykkjast til hárauðs Spánar Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2021 20:31 Spánn og Portúgal, auk Kýpur, eru einu rauðu löndin á korti sóttvarnastofnunar Evrópu. Kortið er með nýjustu upplýsingum, eða frá 8. júlí. Skjáskot Tvöfalt fleiri greindust með kórónuveiruna á Spáni í síðustu viku en vikuna á undan - og smitum fer fjölgandi. Hertar aðgerðir á ferðamannastöðum virðast þó ekki hafa áhrif á útþrá Íslendinga, sem flykkjast til Spánar. Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn. Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Spánn, ásamt Portúgal, er nú eina Evrópulandið sem skilgreint er rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu en nýgengi í landinu öllu er yfir þrjú hundruð. Vegna þessa hafa ríki á borð við Þýskaland og Danmörku hert kröfur til ferðamanna sem koma til landanna frá Spáni. Ástandið er einna verst í Katalóníu, og þar með Barcelona, þar sem skemmtistöðum var skellt í lás um helgina til að stemma stigu við útbreiðslunni en hún er einkum rakin til mannamóta yngri og óbólusettra kynslóða, sem og þeirri ákvörðun stjórnvalda að ráðast heldur geyst í afléttingar í landinu í vor. Á Tenerife, eins aðaláfangastaðar íslensks almennings, er í gildi bann við áfengissölu í búðum frá klukkan átta á kvöldin og ýmiss konar samkomustöðum er lokað á sama tíma. Þórunn Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar.Vísir Þórunn Reynisdóttir framkvæmdastjóri Úrvals útsýnar segir að undanfarið hafi Íslendingar í hundraðatali keypt sér miða til Spánar. Dæmi séu um að fólk stökkvi á ferðir nær samdægurs. „Þetta er hægt og sígandi að fara af stað og við erum mjög þakklát fyrir góða hreyfingu á sölunni undanfarna daga.“ Af spænsku áfangastöðunum sé eftirspurnin mest eftir ferðum til Tenerife, Alicante og Costa del Sol. „Það sem hefur verið reynt að stemma stigum við er að minnka þetta næturbrölt. Það er verið að loka frá hálf eitt til sex á morgnana en að öðru leyti er þetta bara rólegt á þessum stöðum,“ segir Þórunn. Rúm 80 prósent fullorðinna Íslendinga eru fullbólusett, samkvæmt Covid.is, en um 45 prósent Spánverja. Þórunn segir að ekki hafi borið á afbókunum vegna ástandsins í landinu. „Bara virkilega ánægðir og njóta þess að vera í sólinni og slaka á, þannig að það eru engar kvartanir.“ Þannig að þessar samkomutakmarkanir hafa ekki komið að sök? „Virðist ekki vera. Íslendingar eru kannski orðnir svo rólegir og nægjusamir og njóta þess að vera í rólegheitunum,“ segir Þórunn.
Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu grænkar Fleiri ríki hafa bæst í hóp grænna ríkja á Covid-korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Ísland hefur lengi verið grænmerkt á kortinu en Eystrasaltsríkin þrjú, Frakkland, Þýskaland og Ítalía bætast við auk fleiri ríkja. 8. júlí 2021 15:30