Smit rakið til Bankastræti Club Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júlí 2021 11:50 Frá opnunarkvöldi Bankastræti Club, 1. júlí síðastliðinn. Vísir Annað tveggja Covid-smita sem greindust utan sóttkvíar í gær er rekið til skemmtanalífsins, meðal annars til skemmtistaðarins Bankastræti Club. Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þetta kemur fram í hringrásarfærslu staðarins á Instagram. „Við hvetjum alla okkar gesti til þess að fara í sýnatöku þar sem smitið er m.a. rakið inn um okkar dyr.“ Eins og greint var frá fyrr í dag greindust tveir bólusettir einstaklingar með kórónuveiruna í gær og voru þeir báðir utan sóttkvíar við greiningu. Einhver hópur fólks hefur verið sendur í sóttkví vegna smitanna, en endanleg stærð þeirra sem þurfa í sóttkví liggur ekki fyrir. Mætti á klúbbinn bæði á föstudag og laugardag Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir í tilkynningu að aðilinn sem smitaðist á Bankastræti Club hafi bæði mætt þangað á föstudag og laugardag. „Við hvetjum alla þá sem komu inn á skemmtistaðinn um helgina að vera vakandi og fylgjast vel með einkennum vegna COVID-19. Ef einkenna verður vart - fara beint í sýnatöku. Hana er hægt að panta inn á Heilsuveru,“ segir Hjördís. Þá eru landsmenn hvattir til að setja upp Rakningarappið sem hjálpar rakningarteyminu að rekja smit þegar þau koma upp. Rakningarappið er í lykilhlutverki núna þegar samkomutakmarkanir eru engar á Íslandi, segir Hjördís. Ekki náðist í Birgittu Líf Björnsdóttur, eiganda Bankastræti Club, við vinnslu fréttarinnar. Fjöldi fólks mætti á staðinn um helgina. Þeirra á meðal stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Í færslunni er fólk hvatt til þess að vera áfram á varðbergi gagnvart veirunni, þrátt fyrir bólusetningu.Instagram/bankastraeticlub
Næturlíf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12 Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Tveir bólusettir greindust utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar hér á landi í gær. Báðir voru bólusettir. 13. júlí 2021 11:12
Gordon Ramsay á Bankastræti Club í gær og í dag Stjörnukokkurinn breski Gordon Ramsay nýtur íslenska sumarsins um þessar mundir og var á meðal gesta á Bankastræti Club í gær, samkvæmt ábendingum sem Vísi hafa borist. 9. júlí 2021 12:58