Langþráð frí eftir „vertíð“ í bólusetningum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. júlí 2021 19:15 Fjöldabólusetningum í Laugardalshöll er nú formlega lokið - að öllu óbreyttu í það minnsta. Mikið hefur mætt á starfsfólki undanfarna mánuði en aðdáunarvert hefur verið að fylgjast með fagmennskunni og skipulagningunni sem hefur verið viðhöfð í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Vísir/Vilhelm Gleði og tilhlökkun var einkennandi hjá starfsfólki í Laugardalshöll sem stóð sína síðustu vakt þar í dag – að öllu óbreyttu. Fjöldabólusetningum er nú lokið og þó bólusetningum verði framhaldið þá verða þær með breyttu sniði í haust. „Við skulum muna það og halda því til haga að það eru svo margar manneskjur sem hafa vaknað á hverjum morgni og látið þetta ganga upp, vaknað með þennan kraft og þessa samstöðu og það er eiginlega bara alveg stórkostlegt að vera þátttakandi í því,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem sagði daginn í dag vera dag allra þeirra sem hafa tekið þátt í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Alltaf með bros á vör Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur þekkja eflaust flestir landsmenn í dag en hún er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur tekið þátt í að stýra verkefninu – með bros á vör. Hún segir það blendnar tilfinningar að fjöldabólusetningum sé að ljúka, þó hún sé líka spennt fyrir komandi tímum, og kannski smá hvíld. „Þetta hefur verið nokkuð flókið verkefni,” segir Ragnheiður, en skipulagningin í Höllinni hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og mig langar fyrst og fremst að þakka bara almenningi fyrir það hversu vel hann hefur tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Það eru allir glaðir sem koma hérna og þó þau hafi þurft að bíða í röð eða bíða eftir bóluefni eða hvað sem kemur upp á, það eru allir einhvern veginn tilbúnir í þetta með okkur.” Hún viðurkennir að hún eigi eftir að sakna þess svolítið að vera í Laugardalshöllinni. „Örugglega, einhverja daga. En ekki alla!” segir Ragnheiður og hlær. Partur af skipulagningunni að segja það sama aftur og aftur Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur líka staðið vaktina í Höllinni undanfarna mánuði. „Þetta hefur verið hressilegt, en gengið mjög vel,” segir hún. „Þetta hefur verið mikil vinna og margar áskoranir en allt hefur þetta gengið upp og gengið vel.” Hún segir það ekkert hafa verið leiðinlegt að segja sama hlutinn aftur og aftur t.d: „Viltu sprautuna í hægri hendi eða vinstri?”. „Að segja sama hlutinn aftur og aftur skilar sér, og er bara partur af skipulagningunni,” segir Jórlaug, en hún ætlar að skella sér í frí út á land eftir daginn í dag. „Það verður bara ljúft.” Ragnheiður Ósk, Anna Bryndís Blöndal og Elín Eiríksdóttur sáu um að draga í handahófskenndar bólusetningar í júní.Vísir/Vilhelm Sögulegur viðburður og svolítið eins og vertíð Lyfjafræðingurinn Anna Bryndís Blöndal hefur meðal annars verið á upplýsingaborðinu undanfarna mánuði. „Þetta er bara búið að vera ævintýralegt verkefni. Mjög skemmtilegt, mikið álag, en gaman að taka þátt í þessu. Svolítið sögulegur viðburður,” segir hún. „Ég segi oft við vini mína, þetta er svolítið eins og að vera á vertíð. Ég hef aldrei verið á vertíð en ég get ímyndað mér að þetta sé svona þessi tilfinning,” bætir hún við og hlær. Hún viðurkennir blendnar tilfinningar í dag. „Ég viðurkenni að ég hlakka pínu til að fara í frí en þetta verður samt svona svolítil skrítin tilfinning,” segir Anna Bryndís. Og söknuðurinn er líka til staðar. „Já, ég held ég eigi alveg eftir að smella einni selfie þegar ég yfirgef staðinn í dag.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
„Við skulum muna það og halda því til haga að það eru svo margar manneskjur sem hafa vaknað á hverjum morgni og látið þetta ganga upp, vaknað með þennan kraft og þessa samstöðu og það er eiginlega bara alveg stórkostlegt að vera þátttakandi í því,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem sagði daginn í dag vera dag allra þeirra sem hafa tekið þátt í þessu stærsta bólusetningaverkefni sögunnar. Alltaf með bros á vör Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur þekkja eflaust flestir landsmenn í dag en hún er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur tekið þátt í að stýra verkefninu – með bros á vör. Hún segir það blendnar tilfinningar að fjöldabólusetningum sé að ljúka, þó hún sé líka spennt fyrir komandi tímum, og kannski smá hvíld. „Þetta hefur verið nokkuð flókið verkefni,” segir Ragnheiður, en skipulagningin í Höllinni hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel og mig langar fyrst og fremst að þakka bara almenningi fyrir það hversu vel hann hefur tekið þátt í þessu verkefni með okkur. Það eru allir glaðir sem koma hérna og þó þau hafi þurft að bíða í röð eða bíða eftir bóluefni eða hvað sem kemur upp á, það eru allir einhvern veginn tilbúnir í þetta með okkur.” Hún viðurkennir að hún eigi eftir að sakna þess svolítið að vera í Laugardalshöllinni. „Örugglega, einhverja daga. En ekki alla!” segir Ragnheiður og hlær. Partur af skipulagningunni að segja það sama aftur og aftur Jórlaug Heimisdóttir hjúkrunarfræðingur hefur líka staðið vaktina í Höllinni undanfarna mánuði. „Þetta hefur verið hressilegt, en gengið mjög vel,” segir hún. „Þetta hefur verið mikil vinna og margar áskoranir en allt hefur þetta gengið upp og gengið vel.” Hún segir það ekkert hafa verið leiðinlegt að segja sama hlutinn aftur og aftur t.d: „Viltu sprautuna í hægri hendi eða vinstri?”. „Að segja sama hlutinn aftur og aftur skilar sér, og er bara partur af skipulagningunni,” segir Jórlaug, en hún ætlar að skella sér í frí út á land eftir daginn í dag. „Það verður bara ljúft.” Ragnheiður Ósk, Anna Bryndís Blöndal og Elín Eiríksdóttur sáu um að draga í handahófskenndar bólusetningar í júní.Vísir/Vilhelm Sögulegur viðburður og svolítið eins og vertíð Lyfjafræðingurinn Anna Bryndís Blöndal hefur meðal annars verið á upplýsingaborðinu undanfarna mánuði. „Þetta er bara búið að vera ævintýralegt verkefni. Mjög skemmtilegt, mikið álag, en gaman að taka þátt í þessu. Svolítið sögulegur viðburður,” segir hún. „Ég segi oft við vini mína, þetta er svolítið eins og að vera á vertíð. Ég hef aldrei verið á vertíð en ég get ímyndað mér að þetta sé svona þessi tilfinning,” bætir hún við og hlær. Hún viðurkennir blendnar tilfinningar í dag. „Ég viðurkenni að ég hlakka pínu til að fara í frí en þetta verður samt svona svolítil skrítin tilfinning,” segir Anna Bryndís. Og söknuðurinn er líka til staðar. „Já, ég held ég eigi alveg eftir að smella einni selfie þegar ég yfirgef staðinn í dag.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira