Aðgerðir ekki hertar: Flest smit undanfarna daga af delta-afbrigðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. júlí 2021 11:30 pplýsingafundur Almannavarna vegna Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson Frá 1. júlí hafa 23 einstaklingar greinst með Covid-19 hér innanlands, flest af völdum delta-afbrigðisins svokallaða. Sóttvarnalæknir er ekki með tillögur að hertum sóttvarnaraðgerðum að svo stöddu, en það gæti breyst. Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í dag, þeim fyrsta í 49 daga. Tilefnið er að smitum hefur farið fjölgandi en alls greindust tíu í gær með Covid-19, þar af fimm utan sóttkvíar. Allir tíu voru fullbólusettir. „Við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við Covid-19“, sagði Þórólfur á fundinum þar sem hann fór yfir þróun síðustu daga og vikna frá því að slakað var á sóttvarnaraðgerðum. Rekja smitin til landamæranna og skemmtistaða „Frá 1. júlí hafa þannig 23 greinst alls innanlands, þar af voru tíu í sóttkví, 17 voru fullbólusettir 3 hálfbólusettir og einungis þrír óbólusettir,“ sagði Þórólfur sem sagði að í flestum tilvikum mætti rekja smitin til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. „Flest smitin sem hafa verið að greinast hér eru af völdum delta-afbrigðisins svokallaða,“ bætti Þórólfur við. Delta-afbrigðið, sem virðist smitast greiðar en önnur afbrigði, hefur greinst nokkrum sinnum áður hér á landi. Afbrigðið hefur keyrt uppsveiflur í fjölda smitaðra víðsvegar um heiminn á undanförnum mánuðum. Enginn alvarlega veikur Þeir sem hafa smitast á undanförnum dögum hafa ekki veikst alvarlega. „Allt eru þetta tiltölulega ungir einstaklingar sem hafa verið að greinast á aldrinum 20-50 ára. Þeir hafa verið með hefðbundin einkenni, tiltölulega væg og engin hefur þurft á spítalainnlögn að halda,“ sagði Þórólfur. Þórólfur segir engar tillögur um hertar aðgerðir innanlands en það gæti gerst ef ástandið fer versnandi. Ef gripið verður til aðgerða verði örugglega stuðst við aðgerðir sem reynsla sé af, sem hafa skilað árangri. Vonir séu bundnar við að hátt hlutfall bólusetningar hér á landi hjálpi til nú þegar smitum fjölgi. Einnig sé til skoðunar hvort hægt sé að finna leiðir til að lágmarka hættuna á að veiran berist til landsins. Það megi þó ekki vera of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma, til dæmis með því að krefja þá sem koma hingað til lands um neikvætt PCR-vottorð. Þá hvetur Þórólfur alla sem koma frá útlöndum til að fara varlega í umgengni fyrstu daga eða vikur eftir komuna til landsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðalög Næturlíf Tengdar fréttir Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58 Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær Tíu greindust með Covid-19 innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. 15. júlí 2021 10:58
Smitaður á siglingu við Íslandsstrendur Farþegi í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur verið greindur með Covid-19 smit. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. 15. júlí 2021 10:33