Segir virkni bóluefna ekki eins góða og vonast var til Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2021 19:31 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. Þá hafi heilsufar áhrif á virkni bólusetninga. Hann íhugar nú að leggja það til að allir sem koma til landsins verði krafðir um neikvætt PCR próf. Tíu fullbólusettir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru fimm utan sóttkvíar. „Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
„Frá 27. maí hefur enginn upplýsingafundur verið haldinn. En í dag mættu þeir Þórólfur og Víðir og upplýstu okkur um stöðuna eftir 49 daga hlé.“ Þeir fimm sem greindust smitaðir í fyrradag og þeir tveir sem greindust daginn áður eru allir smitaðir af Delta afbrigði veirunnar sem er í miklum vexti erlendis og talið meira smitandi en önnur afbrigði. Beðið er eftir raðgreiningu í tilfelli þeirra tíu sem greindust í gær. Vonaðist eftir betri virkni Þórólfur segir virkni bóluefna gegn kórónuveirunni ekki eins góða og vonast var til. „Við erum að sjá það gerast að bóluefni kemur ekki í veg fyrir smit þó það komi í veg fyrir alvarlegar afleiðingar þannig að við erum að uppgötva þetta bara jafn óðum og þetta er ný vitneskja sem við erum að fá,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Heilsufar hafi áhrif á virknina Þá segir hann svörun við bóluefni misjafna eftir hópum og hvetur hann viðkvæma hópa til að gæta að sér. „Það hafa rannsóknir verið gerðar og auðvitað er það þannig að fólk með ónæmisvandamál svara bólusetningunni ekki alveg eins vel og fólk sem er við fulla heilsu og svo er munur á aldurshópum.“ Landamærin veiki hlekkurinn Flest smit megi rekja til landamæra og skemmtistaða. Þórólfur segir það koma í ljós á næstunni hvort grípa þurfi til aðgerða og horfir sérstaklega til landamæra. „Við gætum t.d. krafið alla um neikvætt PCR próf áður en það kemur við byrðingu, það er að segja þegar fólk kemur í vélina. Margar þjóðir gera það og ég held að það væri ágætis kostur fyrir okkur og ég er að hugleiða það hvort ég eigi að leggja það til við ráðherra og það verður þá gert mjög fljótlega,“ sagði Þórólfur. Einnig væri hægt að taka sýni hjá ákveðnum hópum sem taldir eru líklegir til að valda hættu á dreifingu veirunnar hér innanlands, t.d. Íslendingum. „Við höfum ekki bolmagn til að taka sýni hjá öllum þeim sem hingað koma. Til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálsíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira