Afléttingar á Bretlandi eiga ekki við ferðalanga frá Frakklandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 12:43 Ferðalangar á leið til Englands og Wales frá Frakklandi munu þurfa að fara í tíu daga sóttkví og tvö Covid-próf við komuna til landsins, óháð bólusetningu. EPA-EFE/LUIS FORRA Frá og með næsta mánudegi munu fullbólusettir ferðamenn sem eru á leiðinni til Englands og Wales frá Frakklandi þurfa að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta gildir ekki um ferðalanga frá öðrum ríkjum en stjórnvöld hræðast að Beta-afbrigði veirunnar sé ónæmt fyrir bóluefninu. Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þetta segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Beta-afbrigði veirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, telur um tíu prósent nýsmita í Frakklandi, þar á meðal frönsku yfirráðasvæðanna Reunion og Mayotte, sem eru í Indlandshafi. Þar eru nær öll nýsmit af Beta-afbrigðinu. Yfirvöld hræðast að nái Beta-afbrigðið að dreifa úr sér á Bretlandi muni staðan versna til muna en Delta-afbrigðið, sem talið er talsvert skæðara en Beta-afbrigðið, telur nær öll nýsmit á Bretlandseyjum um þessar mundir. „Við höfum alltaf verið skýr með það að við munum ekki hika við að grípa til hraðra aðgerða á landamærunum til að stöðva útbreiðslu Covid-19 og vernda þá framför sem hefur orðið hér á landi með bólusetningu landsmanna,“ segir Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Bretlands. „Nú þegar aflétting takmarkana tekur gildi á mánudag um land allt munum við gera allt til þess að tryggja að alþjóðleg ferðalög fari fram á eins öruggan hátt og hægt er, og að við verndum landamæri okkar frá ógn annarra afbrigða.“ Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af ferðaþjónustunni á Bretlandi og segja ferðaþjónustufyrirtæki að ákvörðunin sé ruglandi. „Bretland hefur enga staðfasta stefnu þegar kemur að alþjóðlegum ferðalögum,“ segir Willie Walsh, framkvæmdastjóri Alþjóðaflugumferðasamtakanna IATA. Hann segir Bretland „skemma sinn eigin ferðamannaiðnað og þúsundir starfa séu í húfi.“ Með sóttkvíarskyldunni munu allir ferðamenn sem hafa verið í Frakklandi innan tíu daga frá ferðalagi til Bretlands þurfa að fara í sóttkví við komuna til landsins. Þeir þurfa sjálfir að útvega sér húsnæði til að fara í sóttkví í og munu þurfa að fara í Covid-19 próf tveimur og átta dögum eftir komuna til landsins, óháð því hvort þeir séu bólusettir eða ekki. Þetta á líka við fullbólusetta einstaklinga sem hafa ferðast frá græn- eða gulmerktum löndum til Bretlands með milligöngu í Frakklandi.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira