Juventus og Arsenal berjast um eina af stjörnum Ítalíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 07:30 Manuel Locatelli er eftirsóttur eftir að standa sig vel á EM. Alberto Lingria/Getty Images Ítalski miðjumaðurinn Manuel Locatelli virðist vera á leið til Juventus ef marka má frétt The Guardian. Arsenal hefur einnig mikinn áhuga á leikmanninum en Locatelli vill spila í Meistaradeild Evrópu og því kemur Lundúnaliðið ekki til greina sem stendur. Hinn 23 ára gamli Locatelli byrjaði Evrópumótið í sumar vel og stóð sig almennt með prýði á mótinu en Ítalía stóð uppi sem sigurvegari eins og frægt er orðið. Locatelli skoraði tvö glæsileg mörk á mótinu, bæði í 3-0 sigri gegn Sviss. Alls kom hann við sögu í 5 af 7 leikjum liðsins. Juventus look to beat Arsenal to signing of Italy s Manuel Locatelli https://t.co/kyRlIKEfSc— The Guardian (@guardian) July 18, 2021 Locatelli spilar með Sassuolo á Ítalíu en er uppalinn hjá AC Milan. Samningur hans rennur út eftir tvö ár og því liggur félaginu ekkert á að selja. Sassuolo er þó tilbúið að leyfa leikmanninum að fara ef tilboð upp á 40 milljónir evra berst. Juventus er ekki tilbúið að eyða svo miklu eins og staðan er í dag. Vill það fá miðjumanninn á láni út næsta tímabil með ákvæði um að kaupa hann á 30 milljónir evra sumarið 2022. Arsenal ku vera tilbúið að borga uppsett verð en leikmaðurinn hallast að Juventus þar sem hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Mikel Arteta enduðu í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því hvorki í Meistaradeildinni né annarri Evrópukeppni í vetur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Locatelli mun spila á næstu leiktíð en hann stóð sig einkar vel á EM í sumar og skoraði tvö glæsileg mörk. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Locatelli byrjaði Evrópumótið í sumar vel og stóð sig almennt með prýði á mótinu en Ítalía stóð uppi sem sigurvegari eins og frægt er orðið. Locatelli skoraði tvö glæsileg mörk á mótinu, bæði í 3-0 sigri gegn Sviss. Alls kom hann við sögu í 5 af 7 leikjum liðsins. Juventus look to beat Arsenal to signing of Italy s Manuel Locatelli https://t.co/kyRlIKEfSc— The Guardian (@guardian) July 18, 2021 Locatelli spilar með Sassuolo á Ítalíu en er uppalinn hjá AC Milan. Samningur hans rennur út eftir tvö ár og því liggur félaginu ekkert á að selja. Sassuolo er þó tilbúið að leyfa leikmanninum að fara ef tilboð upp á 40 milljónir evra berst. Juventus er ekki tilbúið að eyða svo miklu eins og staðan er í dag. Vill það fá miðjumanninn á láni út næsta tímabil með ákvæði um að kaupa hann á 30 milljónir evra sumarið 2022. Arsenal ku vera tilbúið að borga uppsett verð en leikmaðurinn hallast að Juventus þar sem hann vill spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Lærisveinar Mikel Arteta enduðu í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og leikur því hvorki í Meistaradeildinni né annarri Evrópukeppni í vetur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Locatelli mun spila á næstu leiktíð en hann stóð sig einkar vel á EM í sumar og skoraði tvö glæsileg mörk. Mörkin má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Sjá meira