Ekki bruna af stað án brunavarna Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. júlí 2021 11:01 Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjaldsvæði Ferðalög Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslenska sumarið er dásamlegt og töfrandi – svo töfrandi að það fær okkur til að gleyma hinum dimmu vetrardögum. Með fullan tank og fullt skott fyllum við helstu tjaldsvæði landsins og tæmum matvöruverslanir. En áður en heimilið er yfirgefið er að mörgu að huga. Lokaði ég öllum gluggum? Læsti ég geymslunni? Var sléttujárnið nokkuð í sambandi? Hvað með spjaldtölvuna í herbergi dætra minna, var hún í hleðslu? Síðan þegar brunað er af stað úr bænum leitar hugurinn gjarnan í „hverju gleymdi ég, ég gleymdi einhverju ég veit það – en hverju?“ Þessi hugsun hverfur síðan við fyrsta strangheiðarlega bensínstöðvar kaffibollann. Það er gott að fá frí frá eigin hugsunum og það er gott að vera öruggur. Öryggið kemur þó ekki að sjálfu sér og sjaldnast er það alveg upp á tíu. Öryggið þarf nefnilega að hugsa aftur og aftur og það spyr hvorki um stað né stund þar sem hættan getur bankað upp á hvenær sem er og hvar sem er. Öryggið er hringur sem hefur hvorki byrjun né endi en við getum verið skrefinu á undan og unnið með örygginu og þar með aukið það. Breyttur bíll – húsbíll – tjaldvagn – fellihýsi – hjólhýsi – sumarbústaður – hótel – tjald? Um liðna helgi áttu sér stað tveir hjólhýsabrunar. Sem betur fer sakaði engan og því mikilvægt fyrir okkur að nota tækifærið og læra af þessum brunum, átta okkur á því hve raunveruleg hættan er þegar ferðavagnar eiga í hlut. Við getum gert betur og því vil ég hvetja alla til þess að bæta brunavörnum á tjékklistann áður en lagt er af stað í ferðalagið. Hvort sem ferðinni er heitið á næsta tjaldsvæði, í notalegan sumarbústaðinn eða nýjasta hótelið þarf að huga að brunavörnum. Hvort sem þú kemst ferðar þinnar á breyttum bíl, húsbíl eða smábíl þarf að huga að brunavörnum. Þá er gríðarlega mikilvægt að huga vel að öllum gas- og rafmagnstengingum sem kunna að vera til staðar í ferðavögnum sérstaklega. Eldklár ferðaráð Slökkvitæki skulu vera til staðar í öllum breyttum bílum, húsbílum og ferðavögnum. Hlaðið og yfirfarið slökkvitæki árlega hið minnsta. Reykskynjarar og gasskynjarar eru frábærir ferðafélagar. Sömu reglur gilda um brunavarnir heimilanna og í bústöðum. Kynnið ykkur flóttaleiðir og gerið flóttaáætlun. Verið á varðbergi gagnvart gróðureldum. Staðsetjið hvorki hefðbundin grill, ferðagrill né einnota grill of nálægt mannvirkjum, skjólveggjum eða gróðri. Nauðsynlegt er að prófa gaskútinn og ganga úr skugga að búnaðurinn sé þéttur og rækilega skorðaður. Góð regla er að skrúfa fyrir gaskúta áður en lagt er af stað. Sama á við um rafmagnstengingar – mikilvægt er að yfirfara þær og skorða vel. Farið almennt varlega með opinn eld. Ef eldur kemur upp, hringið strax í 112. Ekki leyfa eldhættunni að skyggja á sólina, gleðina og fríið. Vertu skrefinu á undan með okkur í sumar og bættu brunavörnum á tjékklistann! Fleiri góð ráð má finna á vertueldklar.is. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar